Upplýsingar fyrir nemendur

Stundatöflur

Haustönn 2022

BSc í sálfræði

Meistaranám

Dagatal

 • Almanak HR – helstu dagsetningar skólaársins

Bókalistar

Haustönn 2022

BSc í sálfræði

Meistaranám


Vorönn 2022

BSc í sálfræði

 • Bsc í sálfræði 

Meistaranám


Hafa samband

Nemendur eru hvattir til að hafa samband við verkefnastjóra ef þeir hafa fyrirspurn eða vilja bóka tíma.

Styrkir

Þeir nemendur í grunnnámi sem ná bestum árangri á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista deildarinnar og fá skólagjöld næstu annar felld niður.

Reglur

Mat á fyrra námi

Mat á fyrra námi er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám í HR hefur verið samþykkt og skólagjöldin hafa verið greidd. Þó er hægt að óska eftir lauslegu mati á fyrra námi sem er hvorki nákvæmt né bindandi. Umsókn skal send til verkefnastjóra námsbrautar. Umsóknareyðublað.

 Gögn sem þurfa að fylgja með umsókn

 • Útfyllt umsóknareyðublað.
 • Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla á íslensku og ensku.
 • Staðfest afrit af námskeiðslýsingum frá viðkomandi háskóla frá því ári sem námskeiðin voru tekin.

Reglur um mat á fyrra námi í grunnnámi

 1. Hafi nemandi lokið námskeiðum á háskólastigi sem eru fyllilega sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við HR, gefst honum kostur á að óska eftir því að fá námskeiðin metin. 
 2. Umsækjendur geta ekki átt von á því að námskeið sem tekin voru fyrir meira en 7 árum,  námskeið með lægri einkunn en 7,0 eða námskeið sem eru færri en 6 ECTS einingar fáist metin.  
 3. Mat á fyrra grunnnámi getur aldrei numið meiru en 84 ECTS. Mat á fyrra meistaranámi getur aldrei numið meiru en 30 ECTS. 
 4. Lokaverkefni/Lokaritgerð fæst ekki metið.
 5. Nemendur þurfa að skila inn skriflegri umsókn um mat á fyrra námi til deildarinnar. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað (hér fyrir ofan). Í umsókninni þarf að koma fram hvaða námskeið frá fyrra námi umsækjandi sækir um að fá metin og nöfn námskeiða sem eru sambærileg í náminu í HR. Til að umsókn verði tekin til greina þurfa eftirfarandi gögn að fylgja með:
  - Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla, bæði á íslensku og ensku.
  - Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla frá því ári sem námskeiðin voru tekin.
 6. Beiðni um mat á fyrra námi skal senda til verkefnastjóra námsins (salfraedi@ru.is) sem leggur umsóknina fyrir námsmatsnefnd. Eftir umfjöllun í námsmatsnefnd sendir verkefnastjóri umsækjendum niðurstöðu námsstjórnar.
 7. Einkunnir úr fyrra námi og einingarbær námskeið sem tekin eru í Opna háskólanum munu ekki fylgja stúdentum heldur er hvert tilfelli metið fyrir sig.


Lokaverkefni

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig á að setja upp kápu á lokaritgerð eða verkefni sem unnið er í námi við HR. 

Ef einhverjar spurningar vakna er best að leita til skrifstofu deildar.

Vinsamlega athugið að ef nemendur óska eftir prentuðu eintaki þá þarf að prenta kápurnar í prentsmiðju eða prentþjónustum og meðfylgjandi ritgerðarkápa notuð:

Mælt er með því að hala skjölunum niður og nota Acrobat til að setja inn texta.

Ef þú ert ekki með Acrobat er einnig hægt að skrifa textann inn í vafranum og prenta/vista svo skjalið sem pdf. Ekki er mælt með að nota Firefox eða Safari ef sú leið er farin.

Lærdómsviðmið námsbrauta við sálfræðideild


Var efnið hjálplegt? Nei