Námið
Rannsóknir
HR
Sálfræðideild

Klínísk sálfræði

Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Lögverndað starfsheiti
Sálfræðingur
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

MSc-nám í klínískri sálfræði veitir nemendum faglega þjálfun í helstu störfum sálfræðinga. Með miðlun þekkingar, leikni og hæfni miðar námið að því að gera nemendur að fjölhæfum sálfræðingum sem eru faglega búnir undir breitt svið sálfræðilegrar þjónustu, bæði á Íslandi og erlendis.

Helstu svið sálfræðinnar

Efni og uppbygging námsins er svipuð námi í klínískri sálfræði erlendis, sérstaklega á Norðurlöndum (cand. psych gráða). Nemendum er veitt þjálfun á sviði sálfræði fullorðinna, sálfræði barna, unglinga- og fjölskyldna og þroskahömlunar, taugasálfræði og/eða endurhæfingar. Námið sameinar grundvallarsvið klínískrar sálfræði og helstu gagnreyndu nálganir hugrænnar atferlismeðferðar.

Námið

MSc-nám í klínískri sálfræði er tveggja ára nám, 120 einingar, og fer kennslan fram á íslensku og ensku. Kennslu annast fastráðnir kennarar við sálfræðisvið HR ásamt íslenskum og erlendum sérfræðingum á sviði sálfræði. Námið hefur hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins og uppfyllir kröfur íslenskra laga um starfsemi sálfræðinga.

Þekking að námi loknu

Við útskrift eiga nemendur m.a. að hafa þekkingu á siðfræðilegum og faglegum viðmiðum sem stýra vísindum og  störfum sálfræðinga. Þekkja kenningar, skilgreiningar og hugtök afbrigðasálfræði og klínískrar sálfræði svo og fræðilegan grundvöll og aðferðir hagrænnar atferlismeðferðar og atferlisgreiningar.

Hvernig læri ég?

Nemendur ljúka bóklegu námi, verklegri þjálfun og rannsóknarverkefni. Kennslan fram á íslensku og ensku. 

Verkleg þjálfun

Á 1. og 2. önn fá nemendur verklega þjálfun í grundvallaratriðum klínískrar vinnu og hugrænnar atferlismeðferðar. Sú þjálfun fer fram í HR.

Á 3. og 4. önn fara nemendur í starfsþjálfun á mismunandi starfsstöðvum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og á einkastofum. Starfsþjálfun fer fram á þremur meginsviðum:

  1. Sálfræði fullorðinna
  2. Sálfræði barna, unglinga og/eða fjölskyldna
  3. Sviði þroskahömlunar, taugasálfræði og/eða endurhæfingar

Dæmi um verknámsstaði:

  • Landspítali
  • Reykjalundur
  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
  • Þroska- og hegðunarmiðstöð heilsugæslunnar
  • Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
  • Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins
  • Barnaverndarstofa og Barnahús
  • Stuðlar
  • Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar
  • Velferðarsvið Kópavogsbæjar
  • Skólaskrifstofa Hafnarfjarðarbæjar og Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar
  • Áfalla- og sálfræðimiðstöðin
  • Kvíðameðferðarstöðin og Litla Kvíðameðferðarstöðin
  • Sálfræðiþjónusta HR
  • Sálstofan
  • Sálfræðihúsið
  • Domus Mentis

Námsmatið er fjölbreytt og töluvert ólíkt því sem maður hefur vanist þar sem megináherslan er oftast á að hafa stór lokapróf. Það er einfaldlega gert ráð fyrir því að maður sé í náminu af því maður hafi virkilegan áhuga og sé þess vegna að gera sitt besta.

Auður Ýr Sigurðardóttir
MSc í klínískri sálfræði 2022

Að námi loknu

MSc-nám í klínískri sálfræði er nám til starfsréttinda sálfræðings. Í reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga kemur fram að starfleyfi skuli ekki veitt fyrr en að lokinni 12 mánaða verklegri þjálfun undir leiðsögn sálfræðings, eftir að námi lýkur. 

Embætti landlæknis sér um að veita lögverndaða starfsheitið sálfræðingur. 

Að námi loknu eiga nemendur m.a. að vera færir um að beita bestu starfsvenjum í faglegri og siðferðilegri hegðun, þekkja og ráða við fagleg og siðfræðileg álitaefni, framkvæma sjálfstæðar rannsóknir á ýmsum sviðum hagnýtrar sálfræði og efla þekkingu innan sviðsins gegnum frumkvöðlastarf og þekkingarsköpun.

Sálfræði er svo ótrúlega fjölbreytt fag að ég myndi mæla með því við öll þau sem hafa áhuga á öðru fólki, hegðun þess og hugsun. Eins eru endalausir möguleikir til að nýta þetta nám þegar komið er út á vinnumarkaðinn.

Árni Gunnar Eyþórsson, MSc í klínískri sálfræði 2023

Ertu með spurningar um námið?

Bettý Ragnarsdóttir
Verkefnastjóri MSc náms náms í klínískri sálfræði
Linda Bára Lýðsdóttir
Forstöðumaður MSc náms í klínískri sálfræði

Inntökuskilyrði

Menntun

Inntökuskilyrði í námið er BA- eða BSc-gráða með a.m.k. 150 ECTS í sálfræði úr námi sem hlotið hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins eða sambærilegu námi erlendis frá. Einnig er gerð krafa um:

  • Að lágmarki 10 ECTS rannsóknarverkefni í sálfræði. Í undantekningartilfellum getur viðamikil reynsla við akademískar rannsóknir með framúrskarandi árangri verið metin til jafns við BSc-rannsóknarverkefni.
  • Góða færni í íslensku og ensku. 
  • Umsækjandi þarf að hafa náð fyrstu einkunn úr grunnnámi. Umsóknir einstaklinga sem hafa ekki náði fyrstu einkunn úr grunnnámi en hafa lokið viðeigandi meistaranámi (hið minnsta 60-120 ECTS) með fyrstu einkunn eða doktorsnámi eru teknar til skoðunar.
  • Umsækjandi þarf að hafa töluverða starfsreynslu á sviði sálfræðinnar (hér er átt við reynslu sem kemur til með að nýtast í starfi sálfræðinga).
  • Nemendur eru valdir í námið eftir frammistöðu í grunnnámi í sálfræði (krafa um fyrstu einkunn), frekara nám og frammistöðu í því, starfsreynslu á sviði sálfræði, matsblaða frá meðmælendum, greinargerðar og frammistöðu í viðtali.
Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og eftirtöldum fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið:

  • Staðfest afrit af prófskírteini og námsferilsyfirliti.
  • Yfirlit yfir náms- og starfsferil (ferilskrá á ensku eða íslensku).
  • Greinargerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? Greinargerð skal vera allt að 300 orð og skilað á pdf-formi í gegnum umsóknarkerfi. 
  • Matsblað: Að minnsta kosti eitt matsblað á að fylgja umsókn. Matsblað skal koma frá einstaklingi sem er hæfur til meta getu umsækjenda til að takast á við námið. Matsblaðið má vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda til verkefnastjóra námsins á netfangið bettyr@ru.is. Vinsamlega biðjið meðmælanda að fylla út matsblað og senda það svo á pdf formi. Ef matsblað vantar þegar farið er yfir umsóknir þá verður umsækjandi látinn vita með tölvupósti.
  • Matsblað fyrir meðmælendur                                                                 
  • Referee evaluation form    
  • Nemendur þurfa að framvísa sakavottorði við upphaf náms á skrifstofu skólans. Kallað er eftir fyrrnefndum upplýsingum þar sem námið felur í sér verknám á staði þar sem unnið er með viðkvæmum hópum. Á þessum stöðum er almennt óheimilt að ráða inn einstaklinga sem hafa hlotið refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hefningarlaga nr. 19/1940. Verknám þetta er mikilvægur þáttur námsins og er forsenda fyrir útskrift úr námslínunni. Óþarfi er að láta sakavottorð fylgja sem fylgigögn.
Umsóknarfrestur
  • Umsóknarfrestur er frá 5. febrúar til 15. apríl. 
  • Öll gögn verða að berast áður en umsóknarfrestur rennur út. 

Skipulag náms

Skipulag

Námið samanstendur af þremur meginhlutum: bóklegu námi, rannsóknarverkefni og verklegri þjálfun.

Námskeið - 68 ECTS 

Í námskeiðshlutanum er lögð áhersla á svið klínískrar sálfræði fullorðinna, barna og unglinga og þroskahömlunar. Einnig er boðið upp á námskeið á öðrum sérsviðum svo sem taugasálfræði, áfallasálfræði og réttarsálfræði. Námskeiðin eru ýmist kennd á íslensku eða ensku.

Rannsóknarverkefni - 30 ECTS

Rannsóknarverkefnið felur í sér rannsókn á sviði klínískrar sálfræði. Rannsóknarmarkaður er haldinn á síðari hluta fyrstu annar þar sem rannsakendur frá ýmsum stofnunum í samfélaginu koma í HR og kynna vinnu sína fyrir nemendum. Í framhaldi af því velja nemendur sér verkefni og fá leiðbeinanda/leiðbeinendur. Vinna við rannsóknarverkefnið hefst svo á 2. önn og er unnið á þremur önnum, það er mótað á 2. önn, gagnaöflun fer fram á 3. önn og gagnavinnsla og greinaskrif á 4. önn.

Verkleg þjálfun - 22 ECTS 
  • Á 1. og 2. önn fá nemendur verklega þjálfun í grundvallaratriðum klínískrar vinnu og hugrænnar atferlismeðferðar. Sú þjálfun fer fram í HR. 
  • Á 3. og 4. önn fara nemendur svo í starfsþjálfun á mismunandi starfsstöðvum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og á einkastofum, á þremur meginsviðum: 1) sálfræði fullorðinna, 2) sálfræði barna, unglinga og/eða fjölskyldna og 3) sviði þroskahömlunar, taugasálfræði og/eða endurhæfingar.
Haust
Siðferði, fagmennska og fjölbreytileiki
E-727-SIFF / 6 ECTS
Sálfræðilegt mat: börn, unglingar og fullorðnir
E-776-SMAT / 12 ECTS
Afbrigðasálfræði og klínísk sálfræði: börn, unglingar og fullorðnir
E-765-AFKL / 10 ECTS
Verklegar æfingar 1
E-784-VER1 / 2 ECTS
Vor
Rannsóknaraðferðir í klínískri sálfræði
E-875-RASO / 10 ECTS
Sálfræðilegar kenningar og meðferð 1
E-845-MED1 / 10 ECTS
Verkleg þjálfun 2: grunnur
E-871-VER2 / 2 ECTS
Rannsóknarverkefni I: Rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið
E-911-MSC1 / 8 ECTS
Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Lögverndað starfsheiti
Sálfræðingur
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Verkleg kennsla á margvíslegum vettvangi

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar og hafa nemendur í sálfræði aðgang að fullbúinni rannsóknarstofu

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.  

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Sjá fleiri kennara

Af hverju meistaranám í sálfræði við HR?

  • Takmarkaður nemendafjöldi gerir kennurum kleift að vinna með hverjum og einum nemanda
  • Mörg tækifæri til sjálfstæðra rannsókna og þverfaglegs náms
Fara efst