Stafræn -heilbrigðistækni
Hvað læri ég
Í meistaranámi í stafrænni heilbrigðistækni (e. Digital Health) verða til leiðtogar framtíðarinnar í hönnun og þróun stafrænnar heilbrigðistækni. Þar að auki læra nemendur að vinna með gögn og læra að umgangast gervigreindarlausnir af heilindum. Í meistaranáminu er áhersla lögð á gagnrýna hugsun, siðferðislega rétta nálgun og gagnaheilindi. Stafrænar heilbrigðislausnir, svo sem smáforrit (e. app) og stafrænir vettvangar (e. digital platforms) fæðast einnig í gegnum námið og leggjum við áherslu í inntöku inn í námið, á það að taka inn fólk sem hefur tæknimenntun (tölvunarfræði eða verkfræði) annars vegar og fólk sem hefur heilbrigðismenntun (læknisfræði, hjúkrunarfræði, sálfræði eða þessháttar) hins vegar. Inntaka fer fram í gegnum viðtöl og hver árgangur er með um 15 nemendur. Nemendur okkar fá tækifæri á að þroskast og vaxa í gegnum námið og auðga sín áhugamál með valnámskeiðum, sem á víxl við skyldunámskeið dýpka skilning á viðfangsefninu.
Af hverju stafræn heilbrigðistækni?
Stafræn heilbrigðistækni er framtíðin. Það er sár vöntun á einstaklingum sem skilja bæði þarfir heilbrigðiskerfisins og hvað tæknilausnir hafa upp á að bjóða á og geta lagt hald á það hvenær tækninýjungar geta bætt ferla, greiningar, eftirfylgni og daglegt líf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og aðstandenda. Markmið námsins er að leiða saman fólk sem hefur nú þegar sérþekkingu á sínu sviði og hefur þá annaðhvort lokið heilbrigðismenntun eða tæknimenntun. Víxlverkun þeirra á milli mun gera það að verkum að hægt verður að leiða byltinguna sem þarf að verða til að við stöndum undir vaxandi fjölda fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda í framtíðinni. Hugmyndin er því að styðja við heilbrigðiskerfið með gagnadrifinni nálgun og nýstárlegum stafrænum lausnum og er markmiðið að skapa slíka sérfræðinga með þessu námi.
Þetta nýja meistaranám er mikilvægt skref í að mennta framtíðarsérfræðinga á Íslandi, sem eru leiðandi í hönnun og þróun lausna í stafrænni heilbrigðistækni og með sérþekkingu á að nýta gögn úr heilbrigðiskerfinu. Tækifærin fyrir tækni í heilbrigðiskerfinu eru sannarlega til staðar. Til dæmis eru alls kyns ferlar sem mætti bæta með tækninýjungum og er þetta meistaranám einmitt fyrir einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að bæta heilbrigðiskerfið með nýstárlegri stafrænni og gagnastýrðri tækni.
Anna Sigríður Islind, dósent
við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
MSc í stafrænni heilbrigðistækni er frábært val fyrir nemendur sem hafa áhuga á mótun heilbrigðislausna með nýjustu tækni og vilja hafa raunveruleg áhrif á þessu sviði. Með áherslu á hagnýta færni og raunhæfa notkun veitir námið nemendum þá þekkingu og reynslu sem þeir þurfa til að ná árangri á þessu spennandi og ört vaxandi sviði.
Rannsóknarsetur
Meistaranám þetta fellur undir og gefur inngöngu í tvö rannsóknarsetur; CISDAS eða Heilbrigðistæknisetur. CISDAS (Center for Information Systems and Data Science Research) er rannsóknarsetur sem vinnur sérstaklega með rannsóknir á sviði framsækinna tæknilausna sem hafa það að meginmarkmiði að bæta líf og líðan fólks með stafrænum og gagnadrifnum hætt. Innan setursins er sérstök áhersla lögð á stafrænar heilbrigðislausnir og gagnadrifna nálgun til að bæta ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Innan Heilbrigðistækniseturs er einblínt á þrívíddarprentun, sýndarveruleika og framsækna verkfræðilega nálgun á heilbrigðistækni.
Hvernig læri ég?
Námið er kennt á ensku og eru námskeiðin bæði verkleg og bókleg. Hóparnir eru litlir og eru nemendur í góðum tengslum við kennara. Nemendur geta sérsniðið námið að áhugasviði sínu og geta unnið með fjölmörgum rannsóknarsetrum háskólans.
Rannsóknamiðað eða námskeiðsmiðað
Hægt er að velja rannsóknamiðað nám eða námskeiðsmiðað nám. Þegar rannsóknarmiðað nám er valið er lokaverkefni 60 einingar en í námskeiðsmiðuðu er lokaverkefni 30 einingar og það má vera hópverkefni.
Að námi loknu
Út í atvinnulífið
Nýtt meistaranám í stafrænni heilbrigðistækni er mikilvægt skref í að mennta framtíðarsérfræðinga og leiðtoga í stafrænni heilbrigðistækni á Íslandi. Námið miðar að því að búa nemendur undir að bæta heilbrigðiskerfið með nýstárlegri stafrænni og gagnadrifinni nálgun. Tækifærin fyrir tækni í heilbrigðiskerfinu eru fjölmörg og er þetta nám sniðið fyrir þá einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að nýta sér þessi tækifæri.
Heilbrigðisgeirinn er meðal helstu hagsmunaaðila í stafrænu byltingunni og mun hagnast ótrúlega mikið á hinni öru tækniframþróun samtímans. Stafræn sjúkraskrá fyrir sjúklinga, stöðlun á læknisfræðilegum gögnum og verklagi, klínískt mat og gervigreindartækni eru meðal þeirra atriða sem fagfólk í heilbrigðisgeiranum þarf að takast á við og tileinka sér. Stafræn heilbrigðistækni miðar að því að þróa akademísk og klínísk verkfæri til að hámarka skilvirkni og innleiða umbætur í heilbrigðisgeiranum. Við höfum háleit markmið um að sníða námið annars vegar að fyrra námi og störfum nemenda og hins vegar að framtíðarsýn viðkomandi,
forstöðumaður heilbrigðistækniseturs HR
Skipulag náms
Hægt er að velja rannsóknamiðað nám eða námskeiðsmiðað nám. Þegar rannsóknarmiðað nám er valið er lokaverkefni 60 einingar en í námskeiðsmiðuðu er lokaverkefni 30 einingar og það má vera hópverkefni.
Opið er fyrir umsóknir á haustönn frá 5.febrúar til og með 30.apríl 2023.
Aðstaða
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, rannsókna, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í tölvunarfræði læra oft saman á ákveðnu svæði í Sólinni.
Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Ný þekking verður til
HR stendur framarlega á heimsvísu í rannsóknum í gervigreind. Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið. Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt. Hægt er að bóka herbergið vegna verkefnavinnu eða tilrauna.
Þar er líka aðstaða fyrir hópavinnu nemenda og starfsmanna á öllum námsstigum. Þar eru borð (flestum úthlutað á hverri önn, en líka borð sem nemendur geta notað hluta vikunnar), geymsluaðstaða (skúffur, hillur, kassar), grunn tækjabúnaður (skjáir, snúrur osfr.) og svo tússtöflur og afþreyingaraðstaða (sófi og leikjavélar).
Kennarar
Af hverju Stafræn heilbrigðistækni í HR?
- Fámennir bekkir og náið samstarf nemenda og kennara
- Ný námsbraut þar sem reyndir prófessorar eru í fararbroddi
- Hægt er að sníða skipulag að áhugasviði nemenda
- Námskeiðin eru bæði verkleg og bókleg
- Nemendur geta unnið að nýjustu rannsóknum
- Háskólinn er heimili fjölda rannsóknarsetra meðal annars í gervigreind og svefnrannsóknum