Tölvunarfræði (HMV) -Diplómanám með vinnu
Hvað læri ég?
Diplómanám með vinnu í tölvunarfræði (HMV) er sambærilegt í grunninn og fyrstu tvö árin í BSc-námi í tölvunarfræði. Diplómanámi má ljúka í staðarnámi í dagskóla og með vinnu. Nemendur geta að námi loknu ákveðið að halda áfram og bæta við sig einu námsári eða 60 einingum og útskrifast með BSc-próf í tölvunarfræði.
Nám stundað með vinnu
Nemandi setur upp námsskipulag miðað við tíma og getu en flestir ljúka náminu á fjórum árum meðfram vinnu. Hægt er að ljúka náminu á styttri eða lengri tíma en nemandi verður að passa upp á að uppfylla undanfara fyrir hvert námskeið og reglur um hámarks námstíma. Þeir nemendur sem stunda vinnu geta í langflestum tilvikum horft á fyrirlestrana á netinu en þurfa að mæta í dæmatíma á kvöldin í HR, að meðaltali um einu sinni í viku nema í forritun og gagnaskipan en þá þarf að mæta tvisvar í viku.
Hvernig læri ég?
Nemendur horfa á fyrirlestra yfir netið og mæta í dæmatíma seinni part dags. Vakin er athygli á því að áfangarnir Verklegt námskeið 1, Verklegt námskeið 2 og Nýsköpun og stofnun fyrirtækja eru staðarnámsáfangar þ.e. nemendur þurfa að mæta í 3 vikur í skólann á dagvinnutíma og vera á staðnum allan tímann.
Einnig er mikilvægt að nemendur geri ráð fyrir að þurfa að mæta í lokapróf á dagvinnutíma á próftímabili skólans.
Til að ljúka diplóma í tölvunarfræði þarf að ljúka 120 ECTS einingum, en þar af eru 90 ECTS einingar skyldunámskeið. Hvert námskeið er 6 ECTS einingar, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS einingar. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.
Að námi loknu
Nemendur geta að námi loknu ákveðið að halda áfram og bæta við sig einu námsári eða 60 einingum. Þá útskrifast þeir með BSc-próf í tölvunarfræði og öðlast réttindi til að nota lögverndaða starfsheitið tölvunarfræðingur.
Útskrifaðir nemendur starfa meðal annars við greiningu og hönnun kerfa, vef- og viðmótshönnun, forritun, gæðaprófanir og fleira.
Tölvunarfræði er blanda af stærðfræði, list og tungumálum. Þá er einhver lína af kóða sem ég skrifa sem breytir litnum á skjánum mínum, bara strax!. Það er svo mikið í boði, það er svo mikið í gangi - þú getur meira að segja bara skapað þína eigin grein.
Mér finnst námið í tölvunarfræði vera ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Samt 100% þess virði. Félagslífið fær líka 10 í einkunn og ég hef eignast mikið af góðum vinum.
Skipulag náms
Hér fyrir neðan má sjá dæmi um skynsamlega uppröðun skyldunámskeiða miðað við fjögurra ára námsskipulag. Athugið að í þessari uppsetningu eru valnámskeið en nemendur geta dreift valnámskeiðum á haust og vor eins og hentar þeim best.
Vakin er athygli á því að áfangarnir Verklegt námskeið 1 og Verklegt námskeið 2 eru staðarnámsáfangar þ.e. nemendur þurfa að mæta í 3 vikur í skólann á dagvinnutíma.
Valnámskeið
Nemendur taka 30 ECTS einingar í vali. Nemendur geta valið valnámskeið innan deildar (þ.e. tölvunarfræðideildar og tæknigreina innan tækni- og verkfræðideildar). Ef um val utan deildar er að ræða gildir eftirfarandi: Nemendur geta tekið allt að 12 ECTS einingar utan deildar. Ef nemendur velja valnámskeið sem kennd eru í þriggja vikna lotu þá eru þau eingöngu kennd í dagskóla í staðarnámi.
Athugið að nemendur sem stefna á að ljúka BSc í tölvunarfræði geta valið:
- X-204-STOF Nýsköpun og stofnun fyrirtækja* (3. vikna - Vor)
- T-419-STR2 Strjál stærðfræði II (Vor)
- T-501-FMAL Forritunarmál (Vor)
- T-304-CACS Stærðfræðigreining fyrir tölvunarfræðinema (Haust)
- T-305-ASID Hagnýt tölfræði og inngangur að gagnagreiningu (Haust)
Sjá skipulag náms hér fyrir neðan
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.
Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Af hverju diplómanám tölvunarfræði í HR?
- Námið er hagnýtt og í virku samstarfi við atvinnulífið.
- Nám á háskólastigi sem gefur kost á því að fá einingar metnar upp í annað nám við HR.
- Kennarar eru sérfræðingar í sínu fagi
- Lokaverkefni eru unnin í samvinnu við fyrirtæki eða rannsóknarsetur deildarinnar.