Námið
Rannsóknir
HR
Tölvunarfræðideild

Tölvunarfræði á -
Akureyri / Austurlandi

Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
Tölvunarfræðingur
Lögverndað starfsheiti
Tölvunarfræðingur
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég

Nám í tölvunarfræði hentar þeim sem hafa áhuga á að hanna hugbúnað og vefsíður, þróa tölvuleiki, glíma við stærðfræði, læra forritun og margt, margt fleira. Námið við HR hefur alþjóðlega vottun sem staðfestir gæði þess. Hægt er að stunda námið við Háskólann á Akureyri og á Reyðarfirði, þar sem lögð er áhersla á forritun og leikjahönnun.

Akureyri

Hægt er að velja um að taka BSc-námið í staðarnámi við háskólann á Akureyri eða við Háskólann í Reykjavík. Nemendur eru í öllum tilvikum skráðir nemendur við Háskólann í Reykjavík og greiða skólagjöld við HR. Á Akureyri hlýða nemendur á fyrirlestrana frá HR á netinu en eru með kennara á svæðinu sem sér um dæmatíma. Verkefnafulltrúi við HA heldur utan um nemendur og námið fyrir norðan. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi.

Austurland

Hægt er að velja um að taka BSc-námið í sveigjanlegu námi á Reyðarfirði. Nemendur eru í öllum tilvikum skráðir nemendur við Háskólann í Reykjavík og greiða skólagjöld við HR. Nemendur mæta reglulega í hverri viku í verkefnatíma í Fróðleiksmolanum. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi

Nemendur halda hópinn

Reynt er að halda bekkjarkerfi í náminu þannig að þeir nemendur sem eru á sama ári haldi hópinn. Nemendur á Akureyri og á Austurlandi  eru meðlimir í nemendafélaginu við tölvunarfræðideild HR, Tvíund, og eru jafnframt með sitt eigið nemendafélag sem heitir DATA.

Hvernig læri ég?

Í BSc-náminu á Akureyri og á Austurlandi   er lögð áhersla á forritun og leikjahönnun.

Starfsnám
Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám til:

Lokaverkefni með fyrirtækjum

Lokaverkefni nemenda í BSc-námi eru hópverkefni sem unnin eru í samstarfi við kennara og oftast í samvinnu við fyrirtæki. Undanfarin ár hafa nemendur unnið verkefni fyrir Icelandair, Advania, Minjastofnun, Marel, Tempo, Netorku, Össur, Valitor, Neyðarlínuna og Landspítalann.

Alþjóðleg vottun

BSc-námið í tölvunarfræði við HR hefur þá sérstöðu hér á landi að það hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun (ASIIN).

ASIIN/EQANIE
Fjölbreytt nám við öfluga deild

Tölvunarfræði er fjölbreytt og lifandi grein sem skarast við ýmis önnur fræðasvið eins og stærðfræði, sálfræði, verkfræði, lífupplýsingafræði og viðskiptafræði. Nám í tölvunarfræði við HR hefur sérstöðu vegna sterkra tengsla við atvinnulífið og áherslu á raunhæf verkefni. Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar á landinu og við hana starfa vísindamenn og kennarar sem eru í fremstu röð í sínu fagi. 

Vísindamenn í fremstu röð

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar á landinu og við hana starfa vísindamenn og kennarar sem eru í fremstu röð í sínu fagi. Þannig hafa fræðimenn tölvunarfræðideildar til dæmis hlotið hin virtu Kurzweil-verðlaun tvisvar sinnum og CADIA player, sigursælasta leikjavél sem gerð hefur verið með gervigreind í almennri leikjaspilun, var þróuð innan deildarinnar einnig hafa nokkrir starfsmenn deildarinnar hlotið heiðurinn Fellows of the European Association for Theoretical Computer Science og eru meðlimir Academia Europaea (the Academy of Europe). Helstu rannsóknarsvið tölvunarfræðideildar eru gervigreind, fræðileg tölvunarfræði og hugbúnaðar- og tölvukerfi.

Að námi loknu

Lögverndað starfsheiti

Nemendur öðlast réttindi til að nota lögverndaða starfsheitið tölvunarfræðingur að loknu námi. 

Fjölbreytt störf

Útskrifaðir nemendur starfa meðal annars við greiningu og hönnun kerfa, vef- og viðmótshönnun, forritun, gæðaprófanir og fleira. Í BSc-námi við tölvunarfræðideild er lögð áhersla á raunhæf verkefni sem eru góð þjálfun fyrir slík störf að námi loknu.

Meistaranám

Með því að ljúka meistaranámi (MSc) í framhaldi af grunnnámi (BSc) geta nemendur náð enn betra forskoti á vinnumarkaði, sérstaklega ef viðkomandi vill sinna stjórnunarstöðu eða vinna á erlendri grundu.

Skipulag náms

Tölvunarfræði BSc

Til að ljúka BSc. í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri eða Austurlandi þarf að ljúka 180 ECTS einingum. Hvert námskeið er 6 ECTS einingar, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS einingar. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.

Einingar

Nemandi þarf að ljúka 180 ECTS einingum til BSc-prófs í tölvunarfræði. 

Athugið að á 2. ári þarf að taka námskeiðið Vöruþróun og nýsköpun hjá Háskólanum á Akureyri.
Á þriðja ári þarf að velja á milli T-637-GEDE og T-618-STAR

ATH: Þetta skjal er birt með fyrirvara um villur/breytingar, námsframvinda og skipulag er á ábyrgð nemanda, þetta er aðeins leiðbeinandi!

Frekari upplýsingar má finna í kennsluskrá HR

Haust
Forritun
T-111-PROG / 6 ECTS
Tölvuhögun
T-107-TOLH / 6 ECTS
Strjál stærðfræði I
T-117-STR1 / 6 ECTS
Greining og hönnun hugbúnaðar
T-216-GHOH / 6 ECTS
Verklegt námskeið 1
T-113-VLN1 / 6 ECTS
Vor
Gagnaskipan
T-201-GSKI / 6 ECTS
Strjál stærðfræði II
T-419-STR2 / 6 ECTS
Vefforritun
T-213-VEFF / 6 ECTS
Gagnasafnsfræði
T-202-GAG1 / 6 ECTS
Verklegt námskeið 2
T-220-VLN2 / 6 ECTS
Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
Tölvunarfræðingur
Lögverndað starfsheiti
Tölvunarfræðingur
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Þjónusta í tveimur háskólum

Nemendur fá að nýta sér alla aðstöðu í Háskólanum á Akureyri og eins geta þeir nýtt sér aðstöðuna í Háskólanum í Reykjavík ef þeir kjósa það. Nemendur á Austurlandi stunda námið í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. 

Aðstaða í HA

Nemendur fyrir norðan eru með sína heimastofu í HA og hafa aðgang að bókasafni, námsráðgjöfum og allri þjónustu sem HA býður nemendum sínum.

Aðstaða í HR

Nemendur geta jafnframt nýtt sér aðstöðu og þjónustu í Háskólanum í Reykjavík.

Af hverju tölvunarfræði?

  • Raunhæf verkefni
  • Sterk tengsl við atvinnulífið
  • Kennt er í 12 vikur og svo taka við þriggja vikna hagnýt verkefni
  • Alþjóðlega vottað nám
  • Lokaverkefni með rannsóknaáherslu í samstarfi við fyrirtæki eða vísindamenn HR
Fara efst