Tölvunar-stærðfræði
Hvað læri ég?
Tölvunarfræðingar með góðan stærðfræðilegan bakgrunn fást meðal annars við flókin viðfangsefni í hugbúnaðargerð. Námið hentar vel þeim sem hafa gaman af því að leysa stærðfræðiþrautir og langar að leita svara við spurningum eins og:
- Hvernig geta bílar ekið af sjálfsdáðum?
- Hvernig er hægt að ná þeim árangri að reiknirit geti fundið æxli betur á röntgenmynd heldur en læknar?
- Hvernig er hægt að sanna að reiknirit virki rétt?
Hvernig læri ég?
Nemendur sækja bæði fyrirlestra og verklega dæmatíma. Upptökur af fyrirlestrum í mörgum skylduáföngum eru aðgengilegir í kennslukerfi á netinu.
Starfsnám
Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám til:
- Hinnar virtu Fraunhofer rannsóknarstofnunar í Maryland í Bandaríkjunum
- Härte- und Oberflächtechnik GmbH & Co í Þýskalandi
Lokaverkefni
Lokaverkefni nemenda í tölvunarstærðfræði eru hópverkefni með rannsóknaráherslu sem unnin eru í samstarfi við kennara deildarinnar.
Ertu með spurningar um námið?
Að námi loknu
Út í atvinnulífið
Námsbrautin er góður undirbúningur fyrir krefjandi og spennandi störf í rannsóknum og þróun á sviði tölvutækni, stærðfræði, fjármála, netverslunar, fjarskipta o.fl. Margar rannsóknir í dag þarfnast yfirgripsmikillar þekkingar, bæði í stærðfræði og í tölvunarfræði, eins og gagnavísindi.
Áframhaldandi nám
BSc-nám í tölvunarstærðfræði er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í tölvunarfræði eða strjálli stærðfræði.
Munt þú forrita framtíðina? Eða munu aðrir forrita hana fyrir þig?
Skipulag náms
Nám til BSc-gráðu í tölvunarstærðfræði er þriggja ára nám og er 180 ECTS.
- Skyldunámskeið: 138 ECTS
- Bundið val: 24 ECTS
- Frjálst val, má vera í öðrum deildum: 18 ECTS
Hvert námskeið er 6 ECTS einingar, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS einingar. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.
Nemendur taka annað hvort Stýrikerfi eða Tölvusamskipti sem skyldu.
Bundið val:
- Taka þarf tvö af þremur námskeiðum: Algebra og fléttufræði / Netafræði / Rökfræði í tölvunarfræði.
- Netafræði / Rökfræði í tölvunarfræði eru kennd á sléttum árum. Næst kennd vorið 2026.
- Algebra og fléttufræði/Hönnun og greining reiknirita er kennd á oddatölu árum. Kennt vor 2025, næst kennt vor 2027.
Þriggja vikna námskeið


Aðstaða
Svartholið
Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið.
Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt.
Þar er líka aðstaða fyrir hópavinnu nemenda og starfsmanna á öllum námsstigum. Þar eru borð (flestum úthlutað á hverri önn, en líka borð sem nemendur geta notað hluta vikunnar), geymsluaðstaða (skúffur, hillur, kassar), grunn tækjabúnaður (skjáir, snúrur o.s.frv.) og svo tússtöflur og afþreyingaraðstaða (sófi og leikjavélar).
Kennarar
Af hverju tölvunarstærðfræði við HR?
- Raunhæf verkefni
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Kennt er í 12 vikur og svo taka við þriggja vikna hagnýt verkefni
- Alþjóðlega vottað nám
- Lokaverkefni með rannsóknaáherslu í samstarfi við fyrirtæki eða vísindamenn HR
- Tölvunarfræðideild HR hefur á að skipa gríðarlega öflugum vísindamönnum og kennurum.