Verkfræði- með eigin vali
Hvað læri ég
Búðu til þína eigin verkfræðinámsleið
Nemendur hafa ólík áhugasvið og framtíðaráform og því líklegt að mismunandi námsleiðir höfði til þeirra. Í verkfræðideild er komið til móts við þá nemendur sem þess óska með sveigjanlegu og einstaklingsmiðuðu námi.
Endurspeglar verkefni framtíðarinnar
Starfssvið og viðfangsefni verkfræðinga eru afar fjölbreytt og með örri tækniþróun má vænta þess að verkfræðinemar samtímans fáist við margbreytileg verkefni í framtíðinni. Til að svara þessum breytingum býðst nemendum nú að sérsníða námsleið eftir áhugasviði og/eða með þverfaglegri nálgun.
Nám eftir áhuga hvers og eins
Verkfræði með eigin vali er ólík öðrum námsleiðum að því leyti að skyldunámskeið eru mun færri, um helmingur námsins er val. Nemandi semur, með aðstoð leiðbeindanda, einstaklingsmiðaða námsáætlun sem þarf að uppfylla kröfur um verkfræðilegar undirstöðugreinar og sérhæfð námskeið. Þannig er hægt að sníða námið að nokkrum áhugasviðum, frekar en að sérhæfa sig í einni grein verkfræðinnar. Nemendur sem velja þessa námsleið útskrifast með prófgráðuna BSc í verkfræði og síðan MSc í verkfræði.
Ákveðin sýn og meiri sveigjanleiki
Verkfræði með eigin vali getur hentað þeim sem hafa ákveðna sýn á hvað þeir vilja frá upphafi, eða vilja skapa sér einhvers konar sérstöðu. Nemendur sem velja þessa leið þurfa að skrifa stutta, gagnorða greinargerð um hvað þau vilji fá út úr náminu og skila inn með umsókn sinni.
CDIO-samstarfsnetið
Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og HR er þátttakandi í.
Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsleiða í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða verkfræðilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.
Undirbúningur fyrir atvinnulífið
Í MSc námi geta nemendur unnið að meistaraverkefni í samstarfi við fyrirtæki. Þessi verkefni, sem hafa beina hagnýtingu fyrir atvinnulífið, eru kjörin leið fyrir nemendur að kynnast viðfangsefni og starfsemi fyrirtækis en jafnframt leið til að kynna sig fyrir iðnaðinum. Atvinnulífstengd verkefni opna dyr nemenda inn í fyrirtækin og oft hafa nemendur verið ráðnir til fyrirtækis sem þau unnu verkefni með. Hér má nálgast frekari upplýsingar um styrkt rannsóknarverkefni.
Hvernig læri ég?
Í framhaldsnámi afla nemendur sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Nemendur gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við leiðbeinanda, allt eftir áhugasviði. Námið er rannsóknartengt og getur nemandinn valið að nýta sér það til umtalsverðrar sérhæfingar.
12+3 kerfið
Kennt er í 12 vikur og að þeim loknum er námsmat. Svo taka við þriggja vikna hagnýt námskeið.
Meistaraverkefni
Valnámskeiðum er ætlað að auka skilning og undirbúa rannsóknarefni nemandans. Meistaraverkefni er 30 einingar, unnið á lokaönn. Hægt er að sækja um að vinna 60 eininga meistaraverkefni og taka þá samsvarandi færri valnámskeið.
Starfsnám
Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:
• Actavis • Arion banki • Arion banki • Blóðbankinn • deCode • EFLA • Elkem • Fjármálaráðuneytið • Hjartavernd • HS Orka • Íslandsbanki • ÍSOR • Ikea • Landsbankinn • Landsnet • Landspítalinn • Landsvirkjun • Mannvit • Marel • Marorka • Olís • Orka náttúrunnar • Orkuveitan • Raförninn • Samey • Samskip • Securitas • Síminn • Sjóvá • Verkís • Vodafone • VSÓ ráðgjöf • Össur
Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu. Verkfræðideild gengur úr skugga um að nemendur sem fara í starfsnám vinni verkefni sem eru krefjandi, áhugaverð og á þeirra áhugasviði. Starfsnámið hefur mælst mjög vel fyrir hjá nemendum og mörg meistaraverkefni hafa orðið til út frá verkefnum í starfsnámi.
Nemendur geta sótt um starfsnám (6 eða 12 einingar) á vorönn.
Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:
• Actavis • Arion banki • Blóðbankinn • deCode • EFLA • Elkem • Íslandsbanki • ÍSOR • Ikea • Landsbankinn • Landsnet • Landspítalinn • Landsvirkjun • Mannvit • Marel • Orka náttúrunnar • Orkuveitan • Raförninn • Samey • Samskip • Securitas • Síminn • Sjóvá • Sorpa • Verkís • Vodafone • Ölgerðin • Össur
Skiptinám
Að læra við háskóla í öðru landi er ævintýri, getur víkkað sjóndeildarhringinn og jafnvel staðfest fyrir nemendum hverju þeir vilja einbeita sér að í sínu starfi eftir útskrift. Nemendur í MSc námi geta sótt um skiptinám í eina eða tvær annir en alþjóðaskrifstofan veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.
Klúbbastarf
Nemendur geta tekið þátt í alls konar starfi sem tengist verkfræðinni t.d. verið í Formúlu-liði skólans (RU Racing), róbótaklúbbnum eða tekið þátt í nýsköpunar- eða stjórnunarkeppnum.
Að námi loknu
Nútímalegt nám veitir tækifæri
Breidd verkfræðináms veitir fjölbreytt atvinnutækifæri í nútímasamfélagi. Útskrifaðir nemendur hafa sterkan fræðilegan grunn ásamt framúrskarandi þjálfun í að greina vandamál, hanna lausnir og koma þeim í rekstur. Þeir eru því í stakk búnir að gera gagn samfélaginu til heilla og að tileinka sér þá tækni sem framtíðin mun færa okkur.
Verkfræðingar hafa gríðarleg áhrif á þjóðfélagið, oftast til góðs, en afleiðingar tæknivæðingar og iðnaðar geta verið ófyrirséðar og neikvæðar. Nemendur í verkfræði læra hvernig nota má magnbundnar aðferðir til að meta vandamál og hvaða lausnir eru vænlegastar til árangurs. Nemendur læra um sjálfbæra þróun og hvernig huga þurfi að afleiðingum ákvarðanna. Kennsla í verkefnastjórnun og nýsköpun hjálpar svo verkfæðingum að koma hugmyndum sínum í notkun í atvinnulífinu.
Starfsréttindi
Verkfræðinám samanstendur af 3ja ára (180 einingar) grunnnámi og tveggja ára (120 einingar) MSc námi. Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur þarf að ljúka MSc-gráðu í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Skipulag náms
Til að öðlast sérhæfingu og starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að BSc-námi loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi.
Verkfræði, BSc og MSc, er 5 ára námsleið (alls 300 einingar) sem uppfyllir skilyrði fyrir lögverndaða starfsheitið verkfræðingur.
Sérhæfing og einstaklingsmiðað nám
Í framhaldsnámi afla nemendur sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Nemendur gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við leiðbeinanda, allt eftir áhugasviði. Námið er rannsóknartengt og getur nemandinn valið að nýta sér það til umtalsverðrar sérhæfingar.
Hægt er að sjá skipulag einstaka verkfræðinámsleiða á síðum námsleiða og námskeiðslýsingar í kennsluskrá HR á vefnum.
Útskrift með MSc í verkfræði og skilyrðum um lögverndað starfsheiti sem verkfræðingur fullnægt |
---|
Aðstaða fyrir verkfræðinema
Þjónusta og góður aðbúnaður
Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR í Nauthólsvík. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Verkleg kennsla
Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í rafmagnsverkfræði hafa aðgang að rafeindatæknistofu. Auk þess hafa þeir aðgang að efnafræðistofu og í sumum tilvikum aðstöðu í kjallara háskólabyggingarinnar fyrir stærri verkefni. Vísindamenn við véla- og rafmagnssvið eru jafnframt með rannsóknarstofur þar sem framkvæmdar eru tilraunir.
Orkutæknistofa
Í orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. Formula Student lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir.
Rafeindatæknistofa

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. Í HR er jafnframt búð sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Af hverju verkfræði í HR?
- Góður aðgangur að framúrskarandi kennurum og vísindamönnum
- Virk tengsl við atvinnulífið
- Meistaraverkefni oft unnin í samstarfi við fyrirtæki og jafnvel hægt að fá styrki til að vinna þau.
- Öflugt starfsnám sem getur verið allt að 12 ECTS
- Skiptinám í boði
- Háskólinn í Reykjavík er meðal bestu smærri háskóla heims samkvæmt lista Times Higher Education
- Öll kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík