Fara á umsóknarvef

Doktorsnám við viðskiptadeild

Viðskiptadeild HR býður metnaðarfullt doktorsnám í sálfræði og viðskiptafræði fyrir þá sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar. Doktorsnám þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar.

Um námið

Með doktorsnámi er ætlunin að styrkja rannsóknir við deildina samhliða því að þjálfa unga vísindamenn til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og tryggja stöðu Háskólans í Reykjavík sem alþjóðlega viðurkennds háskóla. Forseti viðskiptadeildar, forstöðumenn og rannsóknarráð hafa yfirumsjón með nemendum í doktorsnámi við deildina. 

Til þess að ljúka doktorsnámi þurfa nemendur að sýna fram á:

  • Almenna þekkingu á grunnatriðum viðkomandi fræðasviðs.
  • Sérfræðiþekkingu á sínu rannsóknarsviði.
  • Færni í beitingu vísindalegra vinnubragða.
  • Færni í að afmarka, móta og framkvæma sjálfstæðar rannsóknir.
  • Færni í að miðla niðurstöðum í ræðu og riti bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
  • Sjálfstætt og viðurkennt framlag til þekkingarsköpunar á sínu rannsóknarsviði.

Rannsóknir

Starfræktar eru rannsóknarmiðstöðvar og rannsóknarhópar í viðskiptadeild. Rannsóknarsvið deildarinnar eru hagfræði og fjármál; markaðsfræði; nýsköpunar og frumkvöðlafræði; stjórnun og mannauðsstjórnun. 


Um viðskiptadeild

Í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn, góða þjónustu og öflug tengsl við atvinnulíf.

Hvað segja doktorsnemar við deildina?


Catherine Elisabet Batt
PhD í viðskiptafræði 2021
MABI í stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind 2014

_MG_0433_Catherine-2

Að stunda doktorsnám þýðir að leiða rannsókn frá byrjun til enda. Námið er krefjandi en opnar um leið mörg tækifæri, til dæmis að ferðast um heiminn og kynna niðurstöður úr rannsóknum. Það er gaman að fá að vera þátttakandi í að byggja upp doktorsnámið við viðskiptadeild HR. Samhliða náminu hef ég fengist við kennslu í meistaranáminu við deildina og ég er einnig formaður félags doktorsnema við háskólann. Ég er að rannsaka áætlanagerð á Íslandi en eftir meistaranám í órnunarreikningsskilum og viðskiptagreind við HR kviknaði áhugi minn á þessu efni. Á undanförnum árum hefur áhuginn á Beyond Budgeting áætlanagerð farið vaxandi. Lítið hefur verið rannsakað á þessu sviði en fyrirtæki á Íslandi hafa sýnt þessari aðferð meiri áhuga en tíðkast annars staðar.

Árni Valgarð Claessen
Doktorsnemi í viðskiptadeild

Ég hef stundað doktorsnámið samhliða starfi mínu sem endurskoðandi hjá KPMG. Doktorsnámið byggir á að leiða og gera sjálfstæða rannsókn og er viðfangsefni mitt gæði og gagnsemi íslenskra ársreikninga. Rannsóknin er gerð undir handleiðslu reyndra kennara og rannsakenda við HR.Þeir hafa reynst mér mjög vel og veitt allan þann stuðning sem þarf til að leysa úr þeim áskorunum sem koma upp. Hluti af náminu hefur einnig falist í að sækja ráðstefnur og námskeið við erlenda háskóla sem hefur verið ómetanleg reynsla. Ákvörðunin um að fara í doktorsnám er með þeim betri sem ég hef tekið og doktorsnámið hefur opnað fyrir mig alveg nýjar víddir í fagi sem ég hafði unnið við í 20 ár.

Birna Dröfn Birgisdóttir
Doktorsnemi í viðskiptadeild 

Birna hefur rannsakað sköpunargleðina.
Birna Dröfn Birgisdóttir
Hægt er að lesa viðtal við Birnu hér.

Inntökuskilyrði

Frekari upplýsingar

Áður en formleg umsókn er send inn þurfa áhugasamir einstaklingar að vera búnir að hafa samband við akademískan starfsmann deildarinnar vegna mögulegar leiðbeiningar til doktorsgráðu. Leiðbeinandi skal hafa doktorsgráðu. Hlutverk leiðbeinanda er að leiðbeina doktorsnema í rannsóknarvinnunni, fylgjast með framvindu námsins og hafa eftirlit með gæðum rannsóknarvinnunnar. 

Þegar kemur að formlegri umsókn er sótt um á umsóknarvef Háskólans í Reykjavík og eftirtöldum gögnum þarf að skila inn á ensku:

  • Ferilskrá
  • Afrit af prófskírteinum
  • Lýsing á fyrirhuguðu rannsóknarefni
  • Nöfn á þremur umsagnaraðilum
  • Fyrirhugaður leiðbeinandi 
  • Upplýsingar um fjármögnun námsins

Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 30. apríl og fyrir vorönn 15. september - 5. nóvember. 

Athugið að allar lausar doktorsnámsstöðu eru auglýstar á Starfasíðu HR.

Hafðu samband


Ewa-L-Carlson_1586863454228

Ewa L. Carlson

Forstöðumaður doktorsnáms í viðskiptafræði

Hrund Steingrímsdóttir

Hrund Steingrímsdóttir

Skrifstofustjóri og verkefnastjóri doktorsnáms


Var efnið hjálplegt? Nei