Doktorsnám við viðskiptadeild

Viðskiptadeild HR býður metnaðarfullt doktorsnám í sálfræði og viðskiptafræði fyrir þá sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar. Doktorsnám þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar.

Með doktorsnámi er ætlunin að styrkja rannsóknir við deildina samhliða því að þjálfa unga vísindamenn til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og tryggja stöðu Háskólans í Reykjavík sem alþjóðlega viðurkennds háskóla. Forseti viðskiptadeildar, forstöðumenn og rannsóknarráð hafa yfirumsjón með nemendum í doktorsnámi við deildina. Reglur um doktorsnám viðskiptadeildar.

Til þess að ljúka doktorsnámi þurfa nemendur að sýna fram á:

 • Almenna þekkingu á grunnatriðum viðkomandi fræðasviðs.
 • Sérfræðiþekkingu á sínu rannsóknarsviði.
 • Færni í beitingu vísindalegra vinnubragða.
 • Færni í að afmarka, móta og framkvæma sjálfstæðar rannsóknir.
 • Færni í að miðla niðurstöðum í ræðu og riti bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
 • Sjálfstætt og viðurkennt framlag til þekkingarsköpunar á sínu rannsóknarsviði.

Birna Dröfn BirgisdóttirBirna Dröfn Birgisdóttir er doktorsnemi í viðskiptadeild. Hún hefur rannsakað sköpunargleðina.
Hægt er að lesa viðtal við Birnu hér.

Frekari upplýsingar

Áður en umsókn er send inn eru áhugasamir einstaklingar hvattir til að hafa samband við akademískt starfslið deildarinnar til að ræða um mögulegar rannsóknir til doktorsgráðu.  Þegar kemur að formlegri umsókn er sótt um á umsóknarvef Háskólans í Reykjavík og eftirtöldum gögnum þarf að skila inn:

 • Ferilskrá
 • Afrit af prófskírteinum
 • Lýsing á fyrirhuguðu rannsóknarefni
 • Nöfn á þremur umsagnaraðilum
 • Fyrirhugaður leiðbeinandi
 • Upplýsingar um fjármögnun námsins

Forstöðumaður doktorsnáms í sálfræði er dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir 

Forstöðumaður doktorsnáms í viðskiptafræði er dr. Marina Candi

Forstöðumaður rannsóknarráðs er dr. Jack Ernest James

Meðlimir rannsóknaráðs

Almennar fyrirspurnir og frekari upplýsingar um umsóknarferlið veitir Guðrún Ragna Hreinsdóttir.

Forseti viðskiptadeildar er dr. Páll Melsteð Ríkharðsson

Fastir kennarar viðskiptadeildar

Arney-Einarsdóttir

Arney Einarsdóttir

Lektor

MSc í viðskiptafræði frá Cal Poly Polytechnic University, Los Angeles og MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Sérsvið: Mannauðsstjórnun, starfsánægja, frammistöðustjórnun, ráðningar og val á starfsfólki, þarfagreining fræðslu og menntunar, ferðamálafræði.
Auður Arna Arnardóttir

Auður Arna Arnardóttir

Lektor og forstöðumaður MBA náms.

PhD og MSc í ráðgjafarsálfræði frá Virginia Commonwealth University. PLD frá IESE. Sérnám í hugrænni atferlismeðferð frá Háskóla Íslands. BA í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Vinnusálfræði, ráðgjafasálfræði, leiðtogafræði, breytingastjórnun, frammistöðustjórnun, hópadýnamík, vinnu og fjölskyldu jafnvægi.
Axel-Hall

Axel Hall

Lektor

Phd í vinnumarkaðshagfræði frá Háskóla Íslands. MSc í stærðfræðilegri hagfræði og hagrannsóknum frá London School of Economics.
Sérsvið: Hagfræði, hagnýt stærðfræði, þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði, vinnumarkaðshagfræði.
Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jónsson

Aðjúnkt og umsjónarmaður náms í Haftengdri nýsköpun.

MSc í matvæla- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. BSc í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Sérsvið:

Sjávarútvegsfræði, ferskfiskrannsóknir, flutningsferlar sjávarafurða, fjölmiðlun.

Ásgeir R. Helgason

Ásgeir Rúnar Helgason

Dósent

PhD í klínískri heilsusálfræði frá Karolinska Institutet.
Sérsvið: Klínísk lýðheilsufræði, hvataviðtöl, hugræn atferlismeðferð.
Berglind Gísladóttir

Berglind Gísladóttir

Sérfræðingur

PhD í stærðfræðimenntun frá Columbia University, New York. 
MEd í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík. 
Sérsvið: stærðfræðimenntun, námsárangur, félagsauður.
Berglind Sveinbjörnsdóttir

Berglind Sveinbjörnsdóttir

Aðjúnkt

PhD í atferlisgreiningu frá Western New England University og MSc í hagnýtri atferlisgreiningu frá Northeastern University, Boston. 
Sérfræðiviðurkenning í atferlisgreiningu, BCBA.

Sérsvið: Atferlisgreining, einhverfa, hegðunarvandi, kennsla barna með sérþarfir.
Birna Baldursdóttir

Birna Baldursdóttir

Aðjúnkt

PhD í heilbrigðisvísindum frá Gautaborgarháskóla. MPH í lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík. MSc í líffræði frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn.

Sérsvið: Lýðheilsa, heilsuefling, hreyfing og líðan, íhlutanarannsóknir.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Dósent og sviðsstjóri í sálfræði.

PhD í sálfræði frá Institute of Psychiatry, King's College London. 
MA í félagsfræði og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Sérsvið: Þroskasálfræði og ungmennarannsóknir.
Brynja-Bjork-Magnusdottir_sh

Brynja Björk Magnúsdóttir

Aðjúnkt

Phd í taugasálfræði frá King's College í London. 
Cand.psych frá Háskóla Íslands. 
Sálfræðingur á geðdeild Landspítalans.
Sérsvið: Taugasálfræði.
IMG_8024-copy

Ewa Ryszarda Lazarczyk Carlson

Lektor

Phd í hagfræði frá School of Economics, Stokkhólmi. MSc-gráðu bæði í í hagrannsóknum og í upplýsingakerfum frá Warsaw, School of Economics. CEMS í alþjóðlegri stjórnun.

Sérsvið: Hagfræði, hagrannsóknir.
Fridrik-Mar-Baldursson

Friðrik Már Baldursson

Prófessor

PhD í tölfræði og hagnýttri líkindafræði frá Columbia University. MSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og BSc í stærðfræði og stærðfræðilegri tölfræði frá Háskólanum í Gautaborg.
Sérsvið: Hagfræði, stærðfræði, líkinda- og tölfræði.
Gísli Guðjónsson

Gísli H. Guðjónsson

Rannsóknarprófessor

PhD og MSc í klínískri sálfræði frá University of Surrey, Englandi. 
Emeritus prófessor í réttarsálfræði við Institute of Psychiatry, King´s College, University of London.
Sérsvið: Klínísk sálfræði og réttarsálfræði.
Guðrún Mjöll

Guðrún Mjöll Sigurðardóttir

Aðjúnkt

MPA frá School of International and Public Affairs, Columbia University. BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Tölfræði, stjórnun almannaheilla samtaka.
Svarthvit_HallurThorSigurdsson_1500x1000--003-

Hallur Þór Sigurðsson

Aðjúnkt 

Doktorsnemi í viðskiptafræði við CBS. MSc í viðskiptafræði og heimspeki frá CBS. BSc í tölvunarfræði frá HR.
Sérsvið: Nýsköpunarfræði, frumkvöðlafræði.
Haukur-Freyr-Gylfason

Haukur Freyr Gylfason

Aðjúnkt

MSc í heilsuhagfræði frá University of York og MA í sálfræði frá Háskóla Íslands.  
BA í sálfræði og BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Aðferðafræði, heilsuhagfræði, lífsgæði, atferlisfjármál.

Heiðdís Valdimarsdóttir

Heiðdís Valdimarsdóttir

Prófessor

PhD í sálfræði, State University of New York at Stony Brook.
Sérsvið: Heilsusálfræði, sálarónæmisfræði og forvarnir.
HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði.

AMP frá IESE, University á Spáni. MSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og BSc í viðskiptafræði frá sama skóla.
Sérsvið: Stjórnun, stefnumótun, árangursstjórnun, stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard).
Inga Dóra Sigfúsdóttir

Inga Dóra Sigfúsdóttir

Prófessor

PhD í félagsfræði, Pennsylvania State University. 
Rannsóknarprófessor við Department of Health and Behavior Studies, TC, Columbia University. 
Framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar.
Sérsvið: Ungmennarannsóknir, rannsóknir á menntun og vísindastarfi.
Jack James

Jack James

Prófessor

PhD í sálfræði frá University of Western Australia. 
Sérsvið: Experimental behavioural medicine (cardiovascular reactivity to psychosocial stress), health psychology, and behavioural epidemiology.
Jón Friðrik

Jón Friðrik Sigurðsson

Prófessor og forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði.

PhD í sálfræði frá Institute of Psychiatry, King´s College, University of London. 
MSc í heilsusálfræði frá University of Stirling, Skotlandi. 
Prófessor við sálfræðisviði HR og læknadeild HÍ.
Sérsvið: Réttarsálfræði.
Jón Ormur Halldórsson

Jón Ormur Halldórsson

Dósent

PhD frá  University of Kent at Canterbury, Englandi, MA Instiute of Social Studies, Hollandi, Development Studies og BA frá 
University of Essex, Englandi, Government and Economic History.

Sérsvið:

Alþjóðavæðing, -viðskipti, -stjórnmál og -stofnanir, efnahags- og stjórnmál Asíu

Jón Þór Sturluson

Jón Þór Sturluson

Dósent

PhD í hagfræði frá Stockholm School of Economics. MSc og BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Hagfræði
Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Lektor og forstöðumaður BSc-náms í sálfræði.

PhD í þverfaglegum hugvísindum, Carleton University, Ottawa, Kanada.
Sérsvið: Rannsóknir á vinnsluminni og athygli í flóknu, hreyfanlegu umhverfi.
Katrín Ólafsdóttir

Katrín Ólafsdóttir

Lektor

PhD-gráðu í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell University í New York-fylki. AB gráðu (Advanced Bachelor‘s) í hagfræði með stærðfræði sem aukagrein frá Occidental College í Kaliforníu.

Sérsvið: Vinnumarkaðshagfræði, hagfræði hins opinbera, þjóðhagsspár.
Ketill

Ketill Berg Magnússon

Aðjúnkt

MBA frá ESADE Barcelona á Sáni. MA í heimspeki með áherslu á viðskiptasiðfræði. BA í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja.

Kristján Vigfússon

Kristján Vigfússon

Aðjúnkt

Personal Leadership Program frá IESE University of Navarra 
MBA frá Háskólanum í Reykjavík, MA í stjórnmálahagfræði og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Sérsvið: Orkumál, loftslagsmál, alþjóðaviðskipti, stjórnsýsla, markaðsbrestir, ríkisbrestir, 
Evrópusambandið.
Dr. Marina Candi

Marina Candi

Dósent

PhD í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School. MSc í rafmagnsverkfræði frá University of Washington.

Sérsvið: Nýsköpunar og frumkvöðlafræði.
María K. Jónsdóttir

María K. Jónsdóttir

Dósent

PhD í klínískri taugasálfræði frá Háskólanum í Houston. 
Sérfræðiviðurkenning í klínískri taugasálfræði. 
Klínískur taugasálfræðingur á minnismóttöku Landspítalans á Landakoti.
Sérsvið: Taugasálfræði.
Mar-Wolfgang-Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor

PhD í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. MSc í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. BSBA Finance frá University of Arizona og BA í heimspeki frá University of Arizona.

Sérsvið: Fjármál, fjárfestingar, bankar og fjármálamarkaðir, efnahagsmál.
Paul Salkovskis

Paul Salkovskis

Heiðursprófessor

PhD í sálfræði frá University of Reading 
Forstöðumaður doktorsnáms í klínískri sálfræði við Bath University.
Páll Melsteð Ríkharðsson

Páll Melsted Ríkharðsson

Forseti viðskiptadeildar

PhD og MSc í viðskiptafræði frá Aarhus School of Business, Danmörk. Cand.Oecon frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Stjórnunarreikningsskil, heildarkerfi og viðskiptagreindarkerfi.
Simon Dymond

Simon Dymond

Dósent

PhD í hagnýtri sálfræði (atferlisgreiningu) frá University College Cork, Írlandi. 
Dósent við sálfræðisvið HR og Swansea University.
Sérsvið: Atferlisgreining og nám.
Stefan Wendt

Stefan Wendt

Lektor og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði.

Phd og MSc í viðskiptafræði frá Bamberg University, Þýskalandi.

Sérsvið: Fjármál fyrirtækja og stofnana, fjármálamarkaðir, verðmyndun eigna, atferlisfjármál, miðlun fjármagns og áhættustjórnun.
Susan Young

Susan Young

Heiðursprófessor

PhD í sálfræði frá Kings College London. 
Dósent í klínískri réttarsálfræði við Imperial College London Gestaprófessor við Buckinghamshire New University.
Unnar Friðrik

Unnar Friðrik Pálsson

Aðjúnkt

Cand.Oecon frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Löggiltur endurskoðandi.
Valdimar Sigurðsson

Valdimar Sigurðsson

Dósent

PhD í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Cardiff Business School, Wales, Bretlandi. MSc í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og BA í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Neytendahegðun, markaðsrannsóknir, tilraunamarkaðsfræði, hagfræðileg sálfræði, markaðssetning matvæla.
Þorlákur Karlsson

Þorlákur Karlsson

Dósent

PhD í sálfræði með aukagrein í tölfræði og aðferðafræði, West Virginia University. 

Sérsvið: Markaðsrannsóknir, aðferðafræði rannsókna, tölfræði, kannanir og gerð spurningalista, úrtaksfræði, námssálfræði, atferlisgreining.
Þröstur Olaf

Þröstur Olaf Sigurjónsson

Dósent

PhD frá Copenhagen Business School. MBA frá IESE, Barcelona á Sáni. BA í heimspeki og Cand.Oecon frá Háskóla Íslands.

Sérsvið: Stefnumótun, skipulag fyrirtækja, stjórnun, áætlun fyrirtækja, stjórnun starfsframans.Var efnið hjálplegt? Nei