20. október 2025
Frostkastið fer í loftið
20. október 2025
Frostkastið fer í loftið
Fyrsti þáttur Frostkastsins er kominn í loftið. Þættirnir eru framleiddir af nemendum í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og eru hluti af Frostbyte rannsóknarsetrinu og styrkt af Defend Iceland verkefninu. Markmið hlaðvarpsins er að miðla fræðslu og upplýsingum um netöryggismál á íslensku fyrir almenning.
Með stjórn hlaðvarpsins fer Vigdís Helga Eyjólfsdóttir en þættirnir munu birtast á tveggja vikna fresti og er fyrsti þátturinn nú þegar aðgengilegur á Spotify. Það var, Jacqueline Clare Mallett, lektor við tölvunarfræðideild, sem á hugmyndina að hlaðvarpinu og leitaði til Vigdísar um að taka verkefnið að sér. Vigdís Helga segist vera ánægð með að geta lagt sitt af mörkum til umræðunnar um netöryggi;
Mér fannst mikil vöntun á vitundavakningu um netöryggi í samfélaginu, auk þess sem ég hugsaði með mér að ég gæti lært mikið af þessu tækifæri og svaraði því kallinu játandi. Ég hef líka séð það í starfi mínu hjá Frostbyte að það er mikill skortur á upplýsingum á íslensku um tölvu- og netöryggi svo ég er ánægð með að geta lagt mitt af mörkum til umræðunnar.

Vigdís Helga segir framleiðsluna hafa gengið mjög vel með frábæru teymi og í góðu samstarfi við starfsfólk HR sem kemur að stúdíóinu í HR. Góðir gestir hafa mætt í hljóðverið m.a. nemendur, kennararar og fleiri og er á dagskrá að fá enn fleira fræðafólk í viðtal.
Spurð um eitt gott, skothelt ráð sem fólk gæti nýtt sér í daglegu lífi til að gæta frekara netöryggis segir Vigdís Helga;
Ég hugsa að eitt það mikilvægasta sem þú getur gert er að vera með tvíþátta auðkenningu að öllu og þá sérstaklega að netfanginu þínu þar sem það er oftast tengt við flesta aðgangana þína. Þá mæli ég sérstaklega með að fólk hlusti á þátttinn; Allt sem þú þarft að vita um lykilorð en þar rætt ítarlega um þetta og almennt um lykilorðamál.
Nýjustu fréttirnar
Sjá allar fréttir