Hagfræði BSc

Efnahagslífið verður sífellt flóknara og margbrotnara og um leið þörfin meiri fyrir skilning á því. Fyrir fyrirtæki og stjórnvöld er mikilvægt að skilja þróun og lögmál sem eru til staðar í efnahagsstarfseminni og hafa mikla þýðingu fyrir afkomu fyrirtækja og almennings.

Um námið

Nám í hagfræði við viðskiptadeild HR er þriggja ára nám, 180 ECTS. Tvær námsleiðir eru í boði:

  • BSc-nám í hagfræði og fjármálum
  • BSc-nám í hagfræði og stjórnun

Námið er eins uppbyggt að því frátöldu að í hagfræði og fjármálum eru tekin þrjú námskeið á sviði fjármála en hagfræði og stjórnun taka þrjú námskeið á sviði stjórnunar.

Hvað skilur að hagfræði og viðskiptafræði?

Hagfræði grundvallast á því að við búum við skort á hagrænum gæðum. Viðfangsefnið verður því hvernig við skiptum þeim gæðum meðal okkar, hvað við framleiðum og hvers við neytum og efnahagslegar afleiðingar af þessum ákvörðunum. Viðskiptafræði er sú fræðigrein sem fæst við að skoða rekstur fyrirtækja, umgjörð þeirra og innviði til að tryggja efnahagslega farsæld þeirra. 

Fræðilegt nám, hagnýt viðfangsefni

Í kennslunni er lagt upp með þau lærdómsviðmið að nemendur afli sér þekkingar á sviði hagfræði og öðlist við það innsæi og skilning á lögmálum efnahagslífsins. Markvisst er unnið að því að nemendur byggi upp þekkingu á helstu hagfræðihugtökum og að þeir öðlist leikni í að beita þeim við greiningu vandamála. Allt miðar að því að nemandinn búi við hæfni til að nýta fræðigreinina við lausn margs konar hagrænna vandamála í starfi og til frekara náms.

Hópavinna og þverfagleiki

Kennslan byggir meðal annars á samspili fræðilegra og hagnýtra verkefna. Byggt er á þeirri sterku hefð HR að þjálfa nemendur í að vinna í hópum, efla samskiptahæfni og þátttöku í þverfaglegu samstarfi. Í náminu er umtalsverð tenging við viðskiptafræði sem eykur þverfagleika og fjölbreytni námsins.  

Alþjóðleg vottun EFMD-Accreditated-BSc-Pantone

BSc-námið í viðskiptafræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (EFMD) sem staðfestir gæði þess.

Hluti náms á ensku

Til að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi er hluti námsins á ensku. Öll kennsla á þriðja ári er á ensku, auk nokkurra námskeiða utan þess.

Skiptinám

Nemendur í hagfræði eru hvattir til að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í námi. Reynsla af skiptinámi erlendis eykur virði háskólagráðunnar og hefur jákvæð áhrif á atvinnuhorfur að námi loknu. Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra námsins eða skrifstofu alþjóðaskipta.    

Samfélagsleg ábyrgð 

PRME

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. Í því felst að leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. Viljayfirlýsing PRME var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu.

HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.   

Hafðu samband

Saga-Yr-Kjartansdottir

Saga Ýr Kjartansdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

Bryndís Ásbjarnardóttir

Bryndís Ásbjarnardóttir

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði


Að námi loknu

Lögverndað starfsheiti

Þeir sem ljúka BSc-prófi í hagfræði mega nota lögverndaða starfsheitið hagfræðingur. Nemendur hafa að námi loknu hlotið þjálfun í beitingu hagfræði og góða innsýn í viðskiptafræði. Þeir hafa jafnframt reynslu af því að beita kenningum og fræðum á hagnýt verkefni.

Fræðileg og hagnýt viðfangsefni

Hagfræðingar starfa á ólíkum sviðum á breiðum vettvangi. Má þar t.d. nefna störf í fjármálageiranum, við hagtengd viðfangsefni. Hagfræðingar eru líka atkvæðamiklir í störfum hjá hinu opinbera, á ólíkum stöðum í stjórnsýslunni. Þar tvinnast oft saman rannsóknir og fræðileg eða hagnýt viðfangsefni á sviði efnahagsmála. Þá láta hagfræðingar líka talsvert til sín taka við rekstur og stjórnun fyrirtækja. 

Áframhaldandi nám

Að loknu grunnnámi geta nemendur lokið meistaranámi og þannig sérhæft sig enn frekar.

Aðstaða 

Nemendur sitja við borð í Sólinni og læra og spjalla samanKennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Viðskiptadeild hefur á að skipa einvalaliði af sérfræðingum á sviði viðskipta- og hagfræði sem hafa áratuga reynslu af kennslu, rannsóknum og störfum fyrir atvinnulíf og samfélag. Nemendur í hagfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Hér eru upplýsingar um fasta kennara í viðskiptadeild

Skipulag náms

Fjölþætt námsmat

Hagfræði skiptist í grunninn í þjóðhagfræði (e. macroeconomics) og rekstrarhagfræði (e. microeconomics). Nemendur taka tvö námskeið í undirstöðuatriðum í hvorri grein. Áhersla er lögð á dæmatíma, fjölþætt námsmat og að nýta kosti hópastarfs og verklegrar vinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur ljúki BSc-prófi á þremur árum. Að jafnaði eru tekin fimm námskeið (30 ECTS) á hverri önn og telst það fullt nám.

Skiptinám

Nemendur þurfa að hafa lokið 60 ECTS áður en farið er utan í skiptinám. Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra námsins.

Sjá skipulag náms í hagfræði og fjármálum / hagfræði og stjórnun

 

BSc hagfræði og fjármál 180 ECTS  
Haust Vor

1.ár

 

 
2.ár
 
3.ár 
  • Hagrannsóknir II
  • Hagnýt leikjafræði
  • Saga hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar
  • Hagnýtt verkefni í hagfræði (3 vikna)
  • Valnámskeið
 
 BSc hagfræði og stjórnun 180 ECTS  
 Haust Vor 

1ár

 
2.ár
 
3.ár
  • Hagrannsóknir II
  • Hagnýt leikjafræði
  • Saga hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar
  • Hagnýtt verkefni í hagfræði (3 vikna)
  • Valnámskeið
 

Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá. Skoða kennsluskrá.

Þjálfun í rannsóknum

Mikilvægt er að nemendur sem útskrifast í hagfræði hafi góða þekkingu á hagrannsóknum og því eru tölfræði og stærðfræði hluti náms í hagfræði. Önnur grunnnámskeið eru til dæmis vinnumarkaðshagfræði, alþjóðahagfræði og leikjafræði. Á haustönn þriðja árs er þriggja vikna námskeið þar sem nemendur vinna hagnýtt rannsóknarverkefni.

12 vikna + 3 vikna lotur

Annirnar skiptast í tvær lotur. Fyrri lotan er 12 vikur og taka nemendur þá fjögur námskeið. Eftir fyrri lotu eru lokapróf og að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið. Aðeins er leyfilegt að skrá sig í eitt námskeið í hverri þriggja vikna lotu. 

Upplýsingar fyrir nemendur

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum 5. febrúar - 5. júní ár hvert. 

Nauðsynlegur undirbúningur

Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða samsvarandi námi. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega. 

  • Nauðsynlegur grunnur er stúdentspróf af hagfræði-, náttúrufræði- eða eðlisfræðibraut á framhaldsskólastigi (brautir sem ná yfir stærðfræði í hæfniþrepi 3 og innihalda deildun og heildun). 
  • Gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Fylgiskjöl með umsókn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í sama umsóknarkerfi. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Staðfest afrit af prófskírteini/námsferilsyfirlit.
  • Staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar hafa verið metnir.
  • Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.
  • Umsækjandi getur jafnframt sent meðmælabréf, en það er ekki skylda.

Háskólagrunnur HR

Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi eða öðrum nauðsynlegum undirbúningi er hægt að ljúka eins árs undirbúningsnámi fyrir háskóla í Háskólagrunni HR. Umsækjendur velja sérstakan viðskiptagrunn sem býr þá vel undir nám í hagfræði. Í Háskólagrunni er jafnframt hægt að bæta einingum við stúdentspróf í stærðfræði til að uppfylla inntökuskilyrði.

Að hefja nám á vorönn

Ekki er opið fyrir umsóknir um áramót. Undantekningar eru mögulegar ef nemandi í HR óskar eftir að skipta um námsbraut og uppfyllir inntökuskilyrði í hagfræði. Einnig ef nám í hagfræði hefur verið stundað í öðrum háskóla.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.

Reglur og eyðublað vegna mats á fyrra námi.

Hafðu samband

Saga-Yr-Kjartansdottir

Saga Ýr Kjartansdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

Bryndís Ásbjarnardóttir

Bryndís Ásbjarnardóttir

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði



Umsóknarvefur



Gott að vita:






Þetta vefsvæði byggir á Eplica