Lögfræði BA með viðskiptafræði sem aukagrein

Nútíma samfélag kallar í auknum mæli eftir þverfaglegri þekkingu. Námsbraut í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein er gott dæmi um stefnu HR um að þróa nám sem er í takt við atvinnulífið ásamt því að byggja á traustum, fræðilegum grunni.  

Námið

Margir möguleikar

Með því að ljúka þessari námsbraut hefur nemandi aflað sér fullnægjandi grunnþekkingar í lögfræði til að halda áfram sérhæfingu í meistaranámi en hefur jafnframt aflað sér haldgóðrar þekkingar sem í ákveðnum tilvikum fullnægir skilyrðum fyrir meistaranám á ákveðnum brautum í viðskiptafræði. Nám til BA-gráðu er þriggja ára og er 180 ECTS einingar. 

Gangur í HR

Tvær gráður á fjórum árum

Nemendum gefst kostur á að bæta við sig einu aukaári í viðskiptafræði eftir útskrift og ljúka þannig tveimur námsgráðum á fjórum árum; BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein og BSc í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein. Nemandinn útskrifast þannig fyrst úr lagadeild, skráir sig svo í viðskiptadeild og útskrifast þaðan líka, sem sagt úr báðum deildum á sitt hvoru árinu.

Verkefnatengt laganám

BA-námið við lagadeild Háskólans í Reykjavík er verkefnatengt. Nemendur öðlast traustan, fræðilegan grunn en eru líka virkjaðir til þátttöku í náminu eins mikið og kostur er. Þannig eru þeir undirbúnir fyrir störf sem lögfræðingar. 

Smærri hópar og vönduð endurgjöf

Í náminu er beitt fjölbreyttum kennsluaðferðum og árangur nemenda er metinn með ýmsum hætti, ekki bara með prófum. Kennslan fer fram í smærri hópum, dregið er úr áherslu á fyrirlestra og nemendur fá vandaða endurgjöf. Kennarar hvetja til umræðu og þjálfa nemendur með því að láta þá fást við raunhæf verkefni í tímum. 

Lifandi nám

Úrlausn lögfræðilegra álitaefna

Á haustönn á fyrsta ári taka laganemar þátt í námskeiðinu Úrlausn lögfræðilegra álitaefna þar sem grunnfög haustannar; aðferðafræði, fjármunaréttur I og stjórnskipunarréttur eru tengd saman í raunhæfu þriggja vikna verkefni í lok annar.

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Á vorönn á fyrsta ári taka nemendur þátt í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þar eiga þeir að finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun á þremur vikum og kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi.

Þjálfun í ræðumennsku

Á vorönn á öðru ári er málflutningsnámskeið sem miðar að því að þjálfa nemendur í ræðumennsku og málflutningi.

Námsferð til Brussel

Evrópuréttur er eitt af kjarnafögum BA-námsins. Nemendum í námskeiðinu stendur til boða að fara til Brussel þar sem þeir kynnast starfsemi Evrópusambandsins með heimsóknum til meðal annars EFTA, ráðherraráðsins og á lögmannsstofur.

Frekari upplýsingar 

Að námi loknu

Áframhaldandi nám

Með því að ljúka BA-námi í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein hefur nemandi aflað sér fullnægjandi grunnþekkingar í lögfræði til að halda áfram sérhæfingu í meistaranámi en hefur jafnframt aflað sér haldgóðrar þekkingar sem í ákveðnum tilvikum fullnægir skilyrðum fyrir meistaranám í aukagreininni. 

Tvær gráður á fjórum árum

Nemendum gefst kostur á að bæta við sig einu aukaári í viðskiptafræði eftir útskrift og ljúka þannig tveimur námsgráðum á fjórum árum; BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein og BSc í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein.  

Fullnaðarpróf í lögfræði

Vilji nemandi afla sér réttinda til þess að starfa  sem lögmaður og málflytjandi þarf hann að ljúka grunnnámi og tveggja ára meistaranámi.  Þeir sem ljúka meistaranámi við lagadeild að undangengnu grunnnámi í lögfræði og a.m.k. 240 einingum í lögfræðigreinum hafa lokið fullnaðarprófi í lögfræði og uppfylla því almenn menntunarskilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda.

Starfsvettvangur lögfræðinga

Lögmanna- og dómarastörf, lögfræðisvið ráðuneyta, embætti ríkislögreglustjóra, tollstjóra eða  skattstjóra, fjármálafyrirtæki og tryggingafyrirtæki, stjórnendur í fyrirtækjum, stjórnmál, bankar, sérfræðingar hjá alþjóðastofnunum og margt fleira. 

Aðstaðan

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar eru jafnframt hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Málflutningur í dómsal

Ung stutthærð kona í málflutningsskikkju stendur í pontu með kennslustofu í bakgrunni

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Lagadeild hefur til umráða fullbúinn dómsal sem hannaður er frá grunni og innréttaður sem slíkur. Stofan þjónar m.a. þeim tilgangi að þjálfa nemendur í störfum dómara og lögmanna. Í dómsalnum er fullkominn tölvubúnaður, hljóðkerfi og fjórar tökuvélar sem taka upp hljóð og mynd.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í lögfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna í greininni og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.  

Starfsfólk

Dr. Ragnhildur Helgadóttir er sviðsforseti yfir viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild.

Deildarforseti lagadeildar er Eiríkur Elís Þorláksson. Skrifstofustjóri er Benedikta G. Kristjánsdóttir.


Dr. Ragnhildur Helgadóttir

Sviðsforseti og prófessor


Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M og S.J.D. frá University of Virginia 

Sérsvið: Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur og réttarsaga

Eiríkur Elís Þorláksson

Deildarforseti og dósent

 

Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M frá King‘s College London

Sérsvið: Fjármunaréttur og réttarfar

 

Prófessorar, dósentar, lektorar og sérfræðingar

Cand. jur. frá lagadeild HÍ og Ph.D. frá Kaupmannahafnarháskóla
Sérsvið: Fjármagnsmarkaðsréttur og félagaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M og Dr. Jur. frá Háskólanum í Lundi
Sérsvið: Félagaréttur og Evrópuréttur. Samningaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M frá King‘s College London 
Sérsvið:  Fjármunaréttur og réttarfar
Cand. jur. frá lagadeild HÍ og Dr. jur. frá Háskólanum í Osló 
Sérsvið: Skaðabótaréttur, tryggingaréttur og sjó- og flutningaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ.  LL.M og Dr. juris  frá Háskólanum í Lundi 
Sérsvið: Evrópuréttur og lyfjaréttur
Cand. jur frá lagadeild HÍ, MBA frá viðskiptafræðideild HÍ.
Sérsvið: Fjármunaréttur, fjölmiðlaréttur og neytendaréttur.
Cand. jur. frá lagadeild HÍ 
MSc.  Boston University, LL.M  Leichester University 
Sérsvið:  Evrópuréttur, fjármálafyrirtæki, fjármálamarkaðir og fjármálakerfi
Cand. jur. frá lagadeild HÍ               
Sérsvið: Samkeppnisréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ, LL.M. frá háskólanum í Cambridge og PhD frá Háskóla Íslands.
Sérsvið: Evrópuréttur, réttarfar og almenn lögfræði
Cand. jur. frá lagadeild HÍ.  LL.M frá University of Texas at Austin, MPA frá HÍ og PhD frá háskólanum í Osló.
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, mannréttindi og auðlindaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M og S.J.D. frá University of Virginia 
Sérsvið: Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur og réttarsaga
Mag. jur. frá lagadeild HÍ. Mag. jur (LLM) frá lagadeild Oxford háskóla.
Sérsvið: Réttarfar, skattaréttur, stjórnsýsluréttur og vinnuréttur
BA og ML frá Háskólanum í Reykjavík, PhD frá University of Edinburgh.
Cand.jur frá lagadeild HÍ 
LL.M. frá Cambridge
Sérsvið: Fjármunaréttur og félagaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ, MA í félagsfræði frá félags- og mannvísindadeild HÍ,  
diplóma í afbrotafræði á meistarastigi frá félagsvísindadeild HÍ, diplóma í hagnýtri frönsku 
og BA í frönsku frá hugvísindadeild HÍ 
Sérsvið: Refsiréttur, afbrotafræði og lagafranska
Cand.  jur. frá lagadeild HÍ 
Sérsvið: Vátryggingaréttur      

Cand. jur. frá lagadeild HÍ.  LL.M New York University School of Law og PhD frá University of Helsinki
Sérsvið: Þjóðaréttur, alþjóðastofnanir, alþjóðlegur refsiréttur, mannréttindi

 

Aðjúnktar

Cand. jur. frá lagadeild HÍ. Framhaldsnám við King‘s College London 
Sérsvið: Samkeppnisréttur og almenn lögfræði
Cand. jur. frá lagadeild HÍ.  LL.M í hugverkarétti frá Stanford Law School, Bandaríkjunum 
Sérsvið: Hugverkaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. MPH frá Johns Hopkins University 
Sérsvið: Fjölskyldu– og erfðaréttur, heilbrigðisréttur
Mag. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M. frá University of Miami 
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, stjórnskipunarréttur og upplýsingaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ.  
Sérsvið: Refsiréttur
Cand. jur frá lagadeild HÍ              
Sérsvið: Félagaréttur og vörumerkjaréttur

Þórður S. Gunnarsson

Aðjúnkt og héraðsdómari

Cand. jur. frá lagadeild HÍ
Sérsvið: Aðferðafræði, alþjóða viðskiptasamningar og löggjöf um óréttmæta viðskiptahætti

 

Skipulag náms 

Einingar

Námið samanstendur af 120 ECTS af fyrsta og öðru ári í lögfræði og 60 ECTS af fyrsta ári í viðskiptadeild. 

Kennsluskrá

Í kennsluskrá grunnnáms við lagadeild eru ítarlegar lýsingar á námskeiðum og allar helstu upplýsingar um báðar brautir í grunnnámi við lagadeild. 

Kennsluskrá grunnnáms við lagadeild

Skipulag námsins 

Fyrsta ár

1. önn (lögfræði)  2. önn (lögfræði) 

 

 

 

 

Annað ár

3. önn (lögfræði)  4. önn (lögfræði) 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðja ár

5. önn (viðskiptafræði) 6. önn (viðskiptafræði)
  • Markaðsfræði 6 einingar
  • Hagnýt stærðfræði  6 einingar
  • Reikningshald 6 einingar
  • Þjóðhagfræði 6 einingar
  • Alþjóðaviðskipti 6 einingar*

 

  • Aðferðafræði II (LD) 6 einingar

 

  • Hagnýt tölfræði I 6 einingar

 

  • Rekstrarhagfræði I 6 einingar

 

  • Stjórnun 6 einingar

 

  • Stefnumótun 6 einingar*

*kennt í þriggja vikna lotu á síðasta hluta annar.

Tvöföld gráða

Nemandi sem hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein getur sótt um að bæta við sig einu ári í viðskiptafræði og útskrifast að því loknu einnig með BSc-gráðu í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein.

Reglur

Sjá reglur um grunnám við lagadeild 

Lærdómsviðmið

Bakkalárpróf í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein.

Við lok bakkalárprófs í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein skal nemandi hafa til að bera þekkingu, leikni og hæfni í samræmi við almenn lærdómsviðmið BA náms. 

Við útskrift búi nemandi yfir a) lögfræðilegri þekkingu, b) getu til að beita aðferðum og verklagi lögfræðinnar c) hæfni til að hagnýta þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi og d) skilningi á hlutverki nokkurra helstu undirstöðugreina innan viðskiptafræða, svo sem stærðfræði, tölfræði, reikningshaldi, hagfræði, stjórnun og markaðsfræði.

Í því felst:

1. þekking

Að nemandi:

Þekki og hafi almennan skilning á og innsæi í helstu kenningar og hugtök lögfræðinnar. Þekki og skilji réttarheimildir og aðferðafræði lögfræðinnar.

Hafi yfirsýn yfir gildandi rétt á tilteknum sviðum lögfræðinnar og vitneskju um nýjustu þekkingu á þessum réttarsviðum.

Hafi skilning á samfélagslegu hlutverki lögfræðinnar, tengslum hennar við önnur fræðasvið og þekkingu á siðferðilegum forsendum lögfræðinnar.

Þekki hlutverk nokkurra helstu undirstöðugreina innan viðskiptafræða, svo sem stærðfræði, tölfræði, reikningshaldi, hagfræði, stjórnun og markaðsfræði.

Þekki nokkuð til þeirra aðferða sem beitt er við greiningu og úrvinnslu gagna í viðskiptafræði.

Þekkir í ákveðnum mæli þær vísindalegu nálganir og tæknilegu aðferðir sem notaðar eru í viðskiptafræði.

Þekki undirstöðuatriði leitar- og upplýsingatækni: Viti hvar og hvernig á að leita upplýsinga og hvenær upplýsinga er þörf. 

2. leikni

Að nemandi: 

Hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun og öguð og nákvæm vinnubrögð.

Geti beitt gagnrýnum fræðilegum vinnubrögðum og siðferðilegri dómgreind við úrlausn verkefna.

Geti beitt aðferðum lögfræðinnar og fræðilegri þekkingu á viðfangsefni fræðigreinarinnar.

Geti greint lögfræðileg álitaefni og leyst úr þeim með rökstuddum hætti. 

Geti túlkað og rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni með vísun í grunnatriði viðskiptafræða.

Nýti sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á sviði viðskiptafræða og lögfræði og metið áreiðanleika upplýsinga og aðferða og valið á milli þeirra.

3. hæfni

Að nemandi:

Hafi tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Geti sett sér markmið og fylgt verkáætlunum.

Geti tekið virkan þátt í samstarfi og leitt verkhópa.

Geti aflað sér þekkingar, haldið henni við og aukið við hana.

Hafi næga þekkingu og þjálfun til lögfræðistarfa og til þess að hefja ML nám og meistaranám á ákveðnum sviðum viðskiptafræða.

Sé fær um að túlka og kynna lögfræðileg atriði og niðurstöður.

Sé fær um að beita grunnatriðum fræðanna á kerfisbundinn hátt til að greina vandamál og finna skynsamlega lausn á ólíkum verkefnum
Geti skipulagt og stofnað eigin skipulagsheild, þróað viðskiptahugmyndir og byggt upp viðskiptaáætlun.

Geti dregið fram og greint stöðu efnahagsmála að ákveðnu marki.
Geti gagnrýnt og leyst viðfangsefni í rekstri og stjórnun skipulagsheilda að ákveðnu marki. 

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní og fyrir vorönn 15. október - 5. desember ár hvert. 

Inntökuskilyrði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Umsækjandi skal hafa lokið stúdentsprófi, prófi frá Háskólagrunni HR eða öðru jafngildu prófi. Í undantekningartilvikum er heimilt að innrita nemendur sem að mati inntökunefndar lagadeildar búa yfir jafngildum þroska og þekkingu og þeir nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi eða jafngildu prófi. Þá þarf umsækjandi einnig að uppfylla inntökuskilyrði í viðskiptadeild þegar sótt er um BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein.  

Við val á umsækjanda er einkunn á stúdentsprófi eða jafngildu prófi höfð til hliðsjónar. Sérstaklega er litið til einkunna í íslensku, ensku, norrænu tungumáli og stærðfræði. Annars konar þekking og reynsla, svo sem úr atvinnulífinu, þátttaka í félagsstörfum, íþróttum, tónlistarnámi og öðru sem talið er að reynst geti umsækjanda vel í námi, getur einnig haft áhrif á mat á umsóknum. Umsækjendur skulu gera grein fyrir þeim atriðum sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar í sérstakri greinargerð sem er hluti umsóknar. Umsækjandi getur óskað eftir viðtali við fulltrúa deildarinnar óski hann eftir að kynna sig, leita upplýsinga og leggja fram viðbótargögn. 

Fylgigögn með umsókn

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Staðfest afrit af prófskírteini/námsferilsyfirliti. Umsækjandi gæti þurft að framvísa frumriti verði þess óskað.
  • Skila þarf staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir.
  • Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.  
  • Ferilskrá er æskileg en ekki skilyrði.  

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeir nemendur sem vilja hefja nám í lögfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Þar er boðið upp á eins árs undirbúningsnám með sérsniðnum lögfræðigrunni. 

Getum við aðstoðað?


Umsóknarvefur



Gott að vita:






Þetta vefsvæði byggir á Eplica