Lögfræði BA
Viðfangsefni lögfræðinga eru afar fjölbreytt og þeir starfa á flestum sviðum samfélagsins. Lögfræðingar þurfa að tileinka sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð til að leysa úr álitaefnum með rökstuddum hætti.
Námið
Verkefnatengt laganám
BA-námið við lagadeild Háskólans í Reykjavík er verkefnatengt. Nemendur öðlast traustan, fræðilegan grunn en eru líka virkjaðir til þátttöku í náminu eins mikið og kostur er. Þannig eru þeir undirbúnir fyrir störf sem lögfræðingar.
Nám til BA-gráðu er þriggja ára, 180 ECTS eininga nám. Hægt er að velja um tvær námsleiðir í grunnnámi: lögfræði og lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein.
Lögfræði er í heildina fimm ára nám. Fyrst lýkur nemandi þriggja ára grunnnámi og að því loknu tveggja ára meistaranámi. Fullnaðarpróf í lögfræði er forsenda fyrir því að hægt sé að afla sér málflutningsréttinda.
Lifandi nám
Á haustönn á fyrsta ári: taka laganemar þátt í námskeiði í úrlausn lögfræðilegra álitaefna þar sem grunnfög haustannar; aðferðafræði, fjármunaréttur I og stjórnskipunarréttur eru tengd saman í raunhæfu þriggja vikna verkefni í lok annar.
Á vorönn á fyrsta ári: taka nemendur þátt í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þar eiga þeir að finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun á þremur vikum og kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi.
Á vorönn á öðru ári: er málflutningsnámskeið sem miðar að því að þjálfa nemendur í ræðumennsku og málflutningi.
Smærri hópar og vönduð endurgjöf
Í náminu er beitt fjölbreyttum kennsluaðferðum og árangur nemenda er metinn með ýmsum hætti, ekki bara með prófum. Kennslan fer fram í smærri hópum, dregið er úr áherslu á fyrirlestra og nemendur fá vandaða endurgjöf. Kennarar hvetja til umræðu og þjálfa nemendur með því að láta þá fást við raunhæf verkefni í tímum.
Val á þriðja ári
Á þriðja ári gefst nemendum kostur á að velja tvö valnámskeið úr meistaranámi lagadeildar. Enn fremur geta þeir valið námskeið á öðrum fræðasviðum innan HR eða annarra háskóladeilda hér á landi. Þeir nemendur sem hafa til dæmis áhuga á alþjóðalögum og alþjóðaviðskiptum, fjármunarétti eða málflutningi geta strax í grunnnámi öðlast aukna sérhæfingu eftir áhugasviði.
Námsferð til Brussel
Evrópuréttur er eitt af kjarnafögum BA-námsins. Nemendum í námskeiðinu stendur til boða að fara til Brussel þar sem þeir kynnast starfsemi Evrópusambandsins með heimsóknum til meðal annars EFTA, framkvæmdastjórnarinnar, ráðherraráðsins og á lögmannsstofur.
Frekari upplýsingar
Að námi loknu
Góður grunnur
Að loknu BA-námi í lögfræði geta nemendur haldið áfram í tveggja ára ML-námi í lögfræði. Þeir nemendur sem lokið hafa fimm ára laganámi geta þannig aflað sér réttinda til þess að starfa sem lögmenn eða dómarar.
Starfsvettvangur lögfræðinga
Lögmanna- og dómarastörf, lögfræðisvið ráðuneyta, embætti ríkislögreglustjóra, tollstjóra eða skattstjóra, fjármálafyrirtæki og tryggingafyrirtæki, stjórnendur í fyrirtækjum, stjórnmál, bankar, sérfræðingar hjá alþjóðastofnunum og margt fleira.
Fullnaðarpróf í lögfræði
Þeir sem ljúka meistaranámi við lagadeild að undangengnu grunnnámi í lögfræði og a.m.k. 240 einingum í lögfræðigreinum hafa lokið fullnaðarprófi í lögfræði og uppfylla því almenn menntunarskilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda.
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar eru jafnframt hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Málflutningur í dómsal

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Lagadeild hefur til umráða fullbúinn dómsal sem hannaður er frá grunni og innréttaður sem slíkur. Stofan þjónar m.a. þeim tilgangi að þjálfa nemendur í störfum dómara og lögmanna. Í dómsalnum er fullkominn tölvubúnaður, hljóðkerfi og fjórar tökuvélar sem taka upp hljóð og mynd.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Vísindamenn og sérfræðingar
Nemendur í lögfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna í greininni og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Starfsfólk
Dr. Ragnhildur Helgadóttir er forseti samfélagssviðs. Sviðið nær yfir viðskiptadeild, lagadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild.
Deildarforseti lagadeildar er Eiríkur Elís Þorláksson. Skrifstofustjóri er Benedikta G. Kristjánsdóttir.

Sviðsforseti og prófessor
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M og S.J.D. frá University of Virginia
Sérsvið: Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur og réttarsaga

Deildarforseti og dósent
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M frá King‘s College London
Sérsvið: Fjármunaréttur og réttarfar
Prófessorar, dósentar, lektorar, sérfræðingar og nýdoktorar

Lektor
Cand. jur. frá lagadeild HÍ og Ph.D. frá Kaupmannahafnarháskóla
Sérsvið: Fjármagnsmarkaðsréttur og félagaréttur

Prófessor
Cand.jur og MA í alþjóðasamskiptum frá HÍ, LL.M frá University of Miami og
Ph.D frá University of Edinburgh
Sérsvið: Þjóðaréttur, einkum hafréttur.

Dósent
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M frá King‘s College London
Sérsvið: Fjármunaréttur og réttarfar

Prófessor
Cand. jur. frá lagadeild HÍ og Dr. jur. frá Háskólanum í Osló
Sérsvið: Skaðabótaréttur, tryggingaréttur og sjó- og flutningaréttur

Prófessor
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M og Dr. juris frá Háskólanum í Lundi
Sérsvið: Evrópuréttur og lyfjaréttur

Sérfræðingur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ
MSc. Boston University, LL.M Leichester University
Sérsvið: Evrópuréttur, fjármálafyrirtæki, fjármálamarkaðir og fjármálakerfi

Sérfræðingur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ
Sérsvið: Samkeppnisréttur

Lektor
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M frá háskólanum í Lundi
Sérsvið: Eignaréttur, auðlindaréttur og Evrópuréttur

Prófessor
Cand. jur. frá lagadeild HÍ og LL.M. frá háskólanum í Cambridge
Sérsvið: Evrópuréttur, réttarfar og almenn lögfræði

Dósent
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M frá University of Texas at Austin, MPA frá HÍ
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, mannréttindi og auðlindaréttur
Sérfræðingur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ
DEA frá Robert Schuman háskólanum í Strassborg,
BA í heimspeki og stjórnmálafræði frá HÍ
Sérsvið: Mannréttindi, stjórnskipunarréttur og fjölmiðlaréttur

Prófessor
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M og S.J.D. frá University of Virginia
Sérsvið: Stjórnskipunarréttur, stjórnsýsluréttur og réttarsaga

Lektor
Mag. jur. frá lagadeild HÍ. Mag. jur (LLM) frá lagadeild Oxford háskóla.
Sérsvið: Réttarfar, skattaréttur, stjórnsýsluréttur og vinnuréttur

Nýdoktor
BA og ML frá Háskólanum í Reykjavík, PhD frá University of Edinburgh
Lektor
Cand.jur frá lagadeild HÍ
LL.M. frá Cambridge
Sérsvið: Fjármunaréttur og félagaréttur

Dósent
Cand. jur. frá lagadeild HÍ, MA í félagsfræði frá félags- og mannvísindadeild HÍ,
diplóma í afbrotafræði á meistarastigi frá félagsvísindadeild HÍ, diplóma í hagnýtri frönsku
og BA í frönsku frá hugvísindadeild HÍ
Sérsvið: Refsiréttur, afbrotafræði og lagafranska

Sérfræðingur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ
Sérsvið: Vátryggingaréttur

Dósent
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M New York University School of Law
Sérsvið: Þjóðaréttur, alþjóðastofnanir, alþjóðlegur refsiréttur
Aðjúnktar
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. Framhaldsnám við King‘s College London
Sérsvið: Samkeppnisréttur og almenn lögfræði
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M í hugverkarétti frá Stanford Law School, Bandaríkjunum
Sérsvið: Hugverkaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ. MPH frá Johns Hopkins University
Sérsvið: Fjölskyldu– og erfðaréttur, heilbrigðisréttur
Mag. jur. frá lagadeild HÍ. LL.M. frá University of Miami
Sérsvið: Stjórnsýsluréttur, stjórnskipunarréttur og upplýsingaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ
Sérsvið: Refsiréttur
Cand. jur frá lagadeild HÍ
Sérsvið: Félagaréttur og vörumerkjaréttur
Cand. jur. frá lagadeild HÍ
Sérsvið: Aðferðafræði, alþjóða viðskiptasamningar og löggjöf um óréttmæta viðskiptahætti
Skipulag náms
Einingar
Lögfræði til BA-gráðu er þriggja ára nám. Fjöldi ECTS eininga er 180, 165 einingar í kjarna og 15 einingar í vali. Eðlileg framvinda náms er miðuð við að nemandi ljúki 30 einingum á önn eða 60 einingum á ári.
Kennsluskrá
Í kennsluskrá grunnnáms við lagadeild eru ítarlegar lýsingar á námskeiðum og allar helstu upplýsingar um báðar brautir í grunnnámi við lagadeild.
Kennsluskrá grunnnáms við lagadeild
Lögfræði BA - skipulag náms
1. ár |
1. önn |
2. önn |
|
|
|
2. ár |
3. önn
|
4. önn
|
3. ár |
5. önn
|
6. önn
|
* Nemendum er einnig heimilt að velja námsgreinar innan annarra deilda eða annarra háskóla, í stað ofangreindra valgreina
** Námskeið kennd í lotu á síðasta hluta annarinnar
Kjörgreinar
Nemendum gefst kostur á að velja tvær kjörgreinar úr meistaranámi við lagadeild eða skrifa BA-ritgerð sem er 15 einingar.
Námsmat
Miðannar- og lokapróf mega að hámarki gilda 70% af heildarnámsmati í einstökum kjarnagreinum.
Reglur
Mælst er til þess að nemendur lesi námsreglur hér fyrir neðan sem taka til námsmats, framvindu náms, undanþága ofl.
Námsframvinda
Nemandi skal ljúka 30 einingum á önn eða 60 einingum á ári, miðað við eðlilega námsframvindu. Nemanda er heimilt að innritast á annað námsár, hafi hann lokið a.m.k. 48 einingum af námsefni fyrsta árs í lögfræði, með meðaleinkunn 6 eða hærri.
Til að hefja nám á þriðja ári námslínu þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 90 einingum, öllum námskeiðum fyrsta árs og a.m.k. 30 einingum á öðru námsári, með meðaleinkunn 6 eða hærri.
Nemandi skal hafa lokið a.m.k. 90 einingum í síðasta lagi tveimur árum eftir síðustu innritun á fyrsta námsár. Námskeið sem nemandi tekur úr aukagrein teljast ekki hluti af þessum 90 einingum nema nemandinn hafi uppfyllt skilyrði um 48 einingar að loknu fyrsta námsári. Nemandi skal hafa lokið bakkalárprófi í síðasta lagi fimm árum eftir síðustu innritun á fyrsta námsár.
Námsráð getur í sérstökum tilvikum veitt undanþágu frá almennum námsframvindureglum. Hún verður aðeins veitt ef gildar læknisfræðilegar ástæður og veigamikil rök eru fyrir hendi. Umsókn skal fylgja námsáætlun nemanda sem námsráð þarf að samþykkja og getur bundið sérstökum skilyrðum, m.a. um tilhögun náms og námsframvindu. Námsráð getur farið fram á að nemandi leggi fram sérfræðivottorð læknis eða önnur gögn sem þörf er á svo leggja megi mat á umsóknina. Umsókn þarf að berast lagadeild a.m.k. 8 vikum fyrir upphaf annar.
Námsmat og einkunnagjöf
Um námsmat og einkunnagjöf í BA-námi fer samkvæmt reglum HR um próf og einkunnir. Lágmarkseinkunn í kjarnagreinum, valgreinum og BA-ritgerð er 5,0. Lágmarkseinkunn í aðferðarfræði (námskeið L-101) er 6.
Í greinum þar sem lokapróf, hvort sem það er munnlegt eða skriflegt, er hluti námsmats skulu aðrir námsþættir því aðeins metnir inn í lokaeinkunn, að nemandi hafi hlotið tilgreinda lágmarkseinkunn á lokaprófi enda vegi lokaprófið a.m.k. 20% af lokaeinkunn námskeiðsins. Nái nemandi ekki tilgreindri lágmarkseinkunn á lokaprófi getur hann ekki nýtt sér einkunnir sem hann hefur fengið fyrir aðra námsþætti, þótt hann endurtaki námskeiðið síðar.
Endurinnritun
Uppfylli nemandi ekki framangreind lágmarksskilyrði um námsframvindu, fellur réttur til frekara náms við deildina niður. Nemandi getur þó sótt um endurinnritun í deildina. Þar sem heimild til endurinnritunar felur í sér undantekningu frá lágmarksskilyrðum um námsframvindu eru þau skilyrði sett að námsferill nemanda beri með sér ótvíræða námsgetu eða ótvíræðar framfarir í námi og að meðaleinkunn sé 6 eða hærri. Sé slík heimild veitt, heldur nemandi sem þess óskar þeim námskeiðum sem lokið hefur verið með einkunn 6 eða hærri. Heimild til endurinnritunar verður aðeins veitt einu sinni á námstímanum.
Endurtekning prófa
Nemendum er heimilt að sitja hvert námskeið tvisvar sinnum og þreyta þau próf sem í boði eru í bæði skiptin. Að sitja námskeið þýðir að nemandi hefur verið skráður í námskeið eftir að frestur um úrsögn er liðinn. Nemanda, sem uppfyllir ekki framangreindar kröfur og óskar eftir að halda áfram námi við deildina, ber að sækja um endurinnritun. Um forsendur og afleiðingar endurinnritunar fer skv. 11. gr. eftir því sem við á. Ákvæði þetta tekur til próftöku nemenda í námskeiði sem þeir voru fyrst skráðir í haustið 2011 eða síðar.
Námshlé
Nemandi getur sótt um til námráðs að gera hlé á námi sínu. Beiðnin skal studd fullnægjandi gögnum er sýni að gildar ástæður séu fyrir beiðninni. Meðal ástæðna sem réttlætt geta námshlé eru barneignir og veikindi. Leyfi til námshlés má veita með skilyrðum. Hámarkslengd námshlés er 1 ár. Hámarksnámstími skv. reglum þessum framlengist sem námsleyfi nemur.
Undanþágur
Hafi námsráð komist að þeirri niðurstöðu að undanþágur frá reglum um framvindu náms og námshlé samkvæmt 11. og 13. gr. reglna þessara eigi ekki við getur deildarfundur lagadeildar, ef ríkar ástæður eru til, veitt frekari undanþágur frá þeim reglum. Slík heimild verður aðeins veitt í algjörum undantekningartilvikum.
Sjá einnig stjórnskipulag lagadeildar og reglur um BA-nám við lagadeild HR.
BA-verkefni
Sjálfstætt verkefni nemenda
BA-ritgerð er sjálfstætt verkefni nemenda og getur komið í stað tveggja valgreina. Hægt er að sjá lista yfir öll BA-verkefni sem skilað hefur verið frá árinu 2010 neðst á þessari síðu. Númer áfangans er L-611.
Námskeið og kynning
Haldið er námskeið um ritun ritgerða í upphafi annar og er skyldumæting á námskeiðið. Nemendur kynna ritgerðarefni sitt í byrjun apríl og er þar jafnframt um að ræða skyldumætingu.
Ritgerð skal:
- Fjalla um lögfræðilegt viðfangsefni eða viðfangsefni sem tekur til lögfræðilegra álitaefna auk álitaefna á öðrum fræðasviðum og sem tilefni er til að fjalla um á þeim tíma sem ritgerðin er skrifuð.
- Fela í sér fræðilega notkun frumheimilda og afleiddra heimilda eftir því sem viðfangsefni ritgerðarinnar gefur tilefni til.
- Uppfylla þau markmið sem nemandinn hefur sett sér áður en vinnan hófst og leiðbeinandi hefur fallist á. Markmiðin skulu koma skýrt fram í inngangi ritgerðarinnar.
- Efnistökin skulu vera með þeim hætti að ljóst sé að ekki liggi færri en 375-450 vinnustundir að baki ritgerðinni.
Lengd
Lengd ritgerðarinnar skal vera á bilinu 12.500-15.000 orð.
Mat
Forseti lagadeildar skipar prófdómara og skulu leiðbeinandi og prófdómari sameiginlega leggja mat á ritgerð nemanda. Séu leiðbeinendur fleiri en einn, leggja þeir sameiginlega mat á ritgerðina og er þá ekki þörf á prófdómara. Um framangreint vísast nánar til leiðbeininga um BA-ritgerðir og verklagsreglna lagadeildar um prófdómara.
Skil
BA-ritgerð skal skila á skrifstofu lagadeildar innan skilafrests. Nemanda er óheimilt að draga til baka ritgerð sem skilað hefur verið.
Ef nemandi nær ekki lágmarkseinkunn
Nái nemandi ekki lágmarkseinkunn í BA-ritgerð getur hann valið milli þess að skrifa aðra 15 eininga ritgerð eða taka tvær valgreinar. Með annarri ritgerð er átt við að nemandi skrifi nýja ritgerð hjá öðrum leiðbeinanda.
Nemandi getur óskað eftir sérstöku samþykki forseta lagadeildar fyrir ritgerðarefni sem gerir honum kleift að nýta fyrri vinnu við heimildaöflun. Í slíkum tilvikum þarf nemandi að gera sérstaklega grein fyrir nýrri/breyttri nálgun og/eða efnistökum. Við afgreiðslu slíkrar beiðni skal deildarforseti leita álits viðkomandi leiðbeinanda.
Listi yfir BA-verkefni
Hér má finna yfirlit yfir BA-verkefni nemenda við lagadeild HR frá árinu 2010. Hægt er að nálgast ritgerðirnar á bókasafni HR og í Skemmunni.
Inntökuskilyrði
Umsóknarfrestur
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní og fyrir vorönn 15. október - 5. desember ár hvert. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2020 hefur verið framlengdur og er því opið fyrir umsóknir til og með 15. júní 2020.
Inntökuskilyrði BA í lögfræði
Umsækjandi skal hafa lokið stúdentsprófi eða jafngildu prófi. Við val á umsækjanda er einkum litið til einkunna í íslensku, ensku, norrænu tungumáli og stærðfræði. Annars konar þekking og reynsla, svo sem úr atvinnulífinu, þátttaka í félagsstörfum, íþróttum, tónlistarnámi og öðru sem talið er að reynst geti umsækjanda vel í námi, getur einnig haft áhrif á mat umsókna. Í undantekningartilvikum er heimilt að innrita nemendur sem að mati inntökunefndar lagadeildar búa yfir jafngildum þroska og þekkingu og þeir nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi eða jafngildu prófi.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir þeim atriðum sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar í sérstakri greinargerð sem er hluti umsóknar. Umsækjandi getur óskað eftir viðtali við fulltrúa deildarinnar vilji hann kynna sig, leita upplýsinga og leggja fram viðbótargögn.
Fylgigögn með umsókn
Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Staðfest afrit af prófskírteini/námsferilsyfirliti. Umsækjandi gæti þurft að framvísa frumriti verði þess óskað.
- Skila þarf staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir.
- Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.
- Ferilskrá er æskileg en ekki skilyrði.
Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR
Þeir nemendur sem vilja hefja nám í lögfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Þar er boðið upp á eins árs undirbúningsnám með sérsniðnum lögfræðigrunni.
Nám hefst á haustönn
Grunnnám hefst að jafnaði að hausti. Forseti lagadeildar getur þó ákveðið, að höfðu samráði við rektor, að taka við umsóknum um nám í lagadeild á vorönn. Forseta deildar er heimilt að ákveða strangari skilyrði fyrir inntöku nemenda á vorönn.
Getum við aðstoðað?
Hafa samband við lagadeild