Vél- og orkutæknifræði BSc

Störf vél- og orkutæknifræðinga tengjast meðal annars farartækjum, framleiðsluferlum og orkuverum. Framfarir á sviði endurnýjanlegra orkugjafa opna fyrir ótal tækifæri í virkjun vatnsorku, vindorku og sjávarfallaorku ásamt þróun jarðvarma, lífmassa og efnarafala.

Um námið

Nemendur og kennarar segja frá náminu í vél- og orkutæknifræði við HR

Hönnun, reglun og stýringar

Vél- og orkutæknifræði snýr að hönnun, greiningu og rekstri fjölbreyttra vélrænna kerfa og byggir meðal annars á styrkri stoð í tölvustuddri hönnun, varma- og straumfræði, efnisfræði og vélahönnun ásamt reglun og stýringum. Lögð er áhersla á öll svið framleiðsluferils, bæði frá hönnun og greiningu að hermun og smíði ásamt prófunum og rekstri.

Véltæknileg hönnun og orkutækni

Sérhæfingarsviðin eru tvö, véltæknileg hönnun og orkutækni. Nemandi sem velur að minnsta kosti þrjú fög og vinnur auk þess lokaverkefni sitt á sérhæfingarsviði hlýtur prófskírteini þar sem fram kemur að hann hafi aflað sér sérþekkingar á sviðinu. Einnig geta nemendur valið námskeið úr verkfræði, viðskiptafræði eða tölvunarfræði.

Starfsnám og tengsl við atvinnulífið

Tækni- og verkfræðideild er með samninga við um 40 fyrirtæki og stofnanir og nemendum býðst að taka allt að 24 ECTS í starfsnámi. Stærri verkefni, eins og lokaverkefni í tæknifræði, eru oftast unnin í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Margir nemendur hafa fengið tilboð um starf til lengri eða skemmri tíma í kjölfar starfsnáms og lokaverkefna sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki.

Dæmi um fyrirtæki þar sem tæknifræðingar starfa og nemendur hafa farið í starfsnám:

Orka náttúrunnar • Mannvit • HB Grandi • HS Orka •Jáverk • Orkuveita Reykjavíkur • Ístak • VSÓ Ráðgjöf • Landsvirkjun • Össur • Marel • Síminn• Trefjar • VSB verkfræðistofa • Verkís • VHE vélaverkstæði • Efla • Landsnet • Norðurorka • Alcoa • Stálsmiðjan • Framtak • Elkem • Samey • Veitur

Í hópi framsækinna tækniháskóla

HR tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar. Hugmyndafræðin er sú að verk- og tæknifræðingar framtíðarinnar fái traustan, fræðilegan grunn en vinni þar að auki raunhæf verkefni og læri að leysa verkefni í hópum. Nemendur kunna því á ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur þegar þeir koma á vinnumarkaðinn. Samstarfsnetið heitir CDIO , sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement, Operate“. Aðrir skólar í CDIO eru meðal annars:

MIT - Massachusetts Institute of Technology • DTU - Danmarks Tekniske Universitet • Chalmers Tekniska Högskola • KTH - Royal Institute of Technology • Aalborg University • Delft University of Technology  • University of Sydney • Beijing Jiaotong University

Strax á fyrstu önn kynnast nemendur hugmyndavinnu í hópum í námskeiðinu Inngangur að tæknifræði.  Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er síðan þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið, með áherslu á hugmyndafræði CDIO.

Í lok hverrar annar vinna nemendur að hagnýtu, raunhæfu verkefni þar sem markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið. Hagnýtu verkefnin eru umfangsmikil, oftast hönnunarverkefni sem byggjast á því að nýta og samþætta þekkingu úr bóklegu námskeiðunum. 

Að námi loknu 

Lögverndað starfsheiti

Þeir sem ljúka lokaprófi í tæknifræði (BSc) hljóta staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og full réttindi til að starfa sem tæknifræðingar og nota lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur (enska: Certified Engineer). Þeir sem ljúka BSc-námi í tæknifræði, eru með sveinsbréf og hafa lokið tilskildum starfstíma fá jafnframt meistarabréf í tilsvarandi iðngrein.

Fjölbreyttur starfsvettvangur

Starfssvið vél- og orkutæknifræðinga er fjölþætt. Þeir starfa meðal annars við hönnun, stjórnun, eftirlit, ráðgjöf, þróun og nýsköpun. Þeir vinna á verkfræðistofum, í framleiðslufyrirtækjum og hjá orkufyrirtækjum.

Þekking og færni

Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.

Frekara nám

Tæknifræðinám veitir góða undirstöðu fyrir framhaldsnám í verkfræði á tengdum sviðum innanlands sem erlendis.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í vél- og orkutæknifræði hafa aðgang að vélsmiðju, orkutæknistofu og rafeindatæknistofu. 

Vélsmiðja
HR_des032Vel búin vélsmiðja er mikilvægur þáttur í verk- og tæknifræðinámi því þar er bilið brúað milli þess fræðilega og þess hagnýta. Flestir nemendur sem útskrifast úr tækninámi frá HR hafa kynnst vélsmíði að einhverju marki, til að mynda unnið í rennibekk og fræsivél við að útfæra hugmyndir og hönnun sína. Í stofunni eru í boði inngangsnámskeið í vélsmíði, þar sem farið er yfir öryggismál og nemendum kennd viðeigandi handtök. Nemendur búa að þessari reynslu á seinni stigum náms og hafa aðgang að vélsmiðjunni til að leysa skemmtileg og raunveruleg verkfræðileg viðfangsefni.

Í vélsmiðjunni eru þrír rennibekkir, tvær fræsivélar, CNC rennibekkur og fræsivél, suðutæki, laser-skurðarvél, ásamt öðrum hefðbundnum verkfærum. Ábyrgðarmenn vélsmiðju eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson

Orkutæknistofa
Orkutaeknistofa

Í orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. Formula Student lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir. Ábyrgðarmenn orkutæknistofu eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

RafeindatæknistofaLab

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir. Ábyrgðarmaður rafeindatæknistofu er Hannes Páll Þórðarson.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala. 

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í vél- og orkutæknifræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og fjölda studakennara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. Vél- og orkutæknifræði heyrir undir véla- og rafmagnssvið.

Indridi_S_Rikhardsson

Indriði Sævar Ríkharðsson

MSc
Námsbrautarstjóri

Kennir námskeið á sviði vélahönnunar og tölvustuddrar hönnunar, s.s. vélhlutafræði, FEM greiningu og þrívíddarhönnun. Einnig námskeið á sviði stýringa s.s. reglunarfræði, stýritækni (loft og vökvastýringar), PLC stýringar og forritun iðnaðarþjarka. Indriði leggur mikla áherslu á hagnýt og krefjandi verkefni í kennslu í anda CDIO. Hefur einnig verið leiðbeinandi í meistaraverkefnum í vélaverkfræði og byggingaverkfræði og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á sviði ómannaðra farartækja og jarðskjálftahönnunar. Indriði er einnig umsjónarmaður lokaverkefna í vél- og orkutæknifræði og leiðbeinandi í mörgum þeirra. Indriði lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ 1987 og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) 1990 með áherslu á annars vegar sjálfvirk stýrikerfi og hinsvegar ólínulega tímaháða FEM greiningu.

Armann_Gylfason

Ármann Gylfason

PhD

Kennir áfanga á sviði varma- og straumfræði, aflfræði og burðarþolsfræði. Í kennslu leggur Ármann áherslu á samspil fræða og hagnýtingar með verklegum æfingum og hönnunarverkefnum, þar sem nemendur fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar og smíða. Rannsóknir hans fjalla um iðustreymi, hreyfingar agna, dreifni aðskotaefna, og varmaburð í slíkum flæðum og Ármann framkvæmir tölulegar hermanir og tilraunir á Tilraunastofu í iðustreymi í HR. Að loknu grunnnámi í vélaverkfræði (Háskóli Íslands, 2000) hóf hann doktorsnám í flugvélaverkfræði, og stundaði rannsóknir í straumfræði með áherslu á iðustreymi (Cornell University, 2006).
Agust

Ágúst Valfells

PhD

Kennir einkum áfanga á sviði varmafræði, rafmagnsfræði og orkuvísinda. Ágúst leggur áherslu á að nemendur tileinki sér sterkan fræðilegan grunn sem er svo prófaður og treystur í sessi með verklegum æfingum, s.s. heimatilraunum og hönnunarverkefnum. Rannsóknir Ágústar eru tvíþættar. Annars vegar snúa þær að lofttómsrafeindakerfum, einkum hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum. Hins vegar lúta þær að sjálfbærri orku, og þá sérstaklega að notkun aðferða aðgerðarrannsókna í rekstri jarðhitakerfa. Ágúst lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ. Í framhaldsnámi lagði hann aðallega stund á rannsóknir á aflmiklum örbylgjum. Hann hlaut PhD í kjarnorkuverkfræði frá University of Michigan árið 2000.
Einar-Jon-Asbjornsson

Einar Jón Ásbjörnsson

PhD

Kennir einkum námskeið á sviði efnisfræði og orkutækni með megináherslu á jarðhita. Einar leggur mikla áherslu á að tengja saman hagnýt verkefni við sterkan fræðagrunn í kennslu. Einar hefur starfað við efnisfræðirannsóknir hjá Iðntæknistofnun Íslands, innleiðingu og suðuprófanir á hástyrksstáli hjá Volvo í Svíþjóð og var tæknistjóri gufuveitu hjá OR áður en hann kom til starfa hjá HR.  Einar lauk CSc- og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1996 og PhD frá háskólanum í Nottingham 2001, þar sem hann rannsakaði hegðun kornasmækkunarefnis í áli.
Jens

Jens Arnljótsson

BSc

Aðal kennslugreinar eru á sviði varmafræði, varmaflutnings, rennslis-  og straumfræði sem tengjast m.a  hagnýtu hönnunarverkefni eða tilraunum á sviði varma og streymisfræði í námi vél- og orkutæknifræðinema. Einnig hefur Jens umsjón með iðnfræðinámi í HR og lokaverkefnum véliðnfræðinema. Menntun: Ingeniør højskolen Helsingør Teknikum 1986, véltæknifræðingur BSc Mech. Eng, með orkufræði sem sérsvið. Fyrri störf: Verkfræðistofa Sefáns A. Stefánssonar, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og rennslikerfa, þó einkum vinna tengd sjávarútvegi og þá sérstaklega varmagreining og varmendurvinnsla á orku fra útblæstri   fiskimjölsverksmiðja víðs vegar um landið, Stálvík hf. og Skipahönnun ehf., við hönnun, breytingar og fyrirkomulag vélbúnaðar í fiskiskipum.
Joseph-Timothy-Foley

Joseph Timothy Foley

PhD

Joseph Timothy Foley (MIT BSc ‘99, MEng, ‘99, PhD ‘07) previously worked at iRobot's Government and Industrial division designing and building shape-changing robots. At Reykjavik University, he focuses on Mechatronics and Mechanical Design for teaching. His research interests include Axiomatic Design,  aircraft maintenance, product design, embedded smart devices, wireless communication, physical security, and engineering-artist collaborations. 

12243426_10153079080880672_1093764498939285495_n

María Sigríður Guðjónsdóttir

PhD

Kennir námskeið á sviði orkuverkfræði, s.s. varmafræði, jarðhita og orkutækni auk þess að leiðbeina meistaranemum í orkuverkfræði. Hefur einnig kennt hagnýta forritun í Matlab og inngangsnámskeið að verkfræði fyrir fyrsta árs verkfræðinema. Megináherslur í rannsóknum hennar eru á sviði forðafræði jarðhita og jarðhitanýtingar. María lauk BSc-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ árið 2000 og Dipl. Ing. gráðu í orkuverkfræði frá Tækniháskólanum í München árið 2003. Hún starfaði við hönnun og gangsetningu jarðhitavirkjana hjá verkfræðistofunni Mannvit í tæp 7 ár þar til hún hóf doktorsnám á sviði jarðhitarannsókna og lauk doktorsprófi með sameiginlega gráðu frá HR og HÍ árið 2015. Doktorsverkefnið fjallaði um samspil vatns og gufu í jarðhitakerfum þar sem tilraunir voru gerðar með jarðhitavökva til að líkja eftir aðstæðum í jarðhitakerfi.


 

Skipulag náms BSc

Skipulag náms

Námstími: 3 1/2 ár í fullu námi.   Einingar: 210 ECTS

Námið er 30 ECTS einingar á önn. Öll námskeið eru 6 ECTS nema annað sé tekið fram.

1.önn

Stærðfræði I

Eðlisfræði I

Burðarþolsfræði I 

Forritun í Matlab

Hugmyndavinna (1 ECTS)

Inngangur að tæknifræði og tölvustudd hönnun (5 ECTS)

2.önn

Stærðfræði II

Vélhlutafræði 

Tölfræði og aðferðafræði

Efnisfræði og vinnsla I

Hagnýtt verkefni  (tölvustudd hönnun)

3.önn

Stærðfræði III

Tölvustudd burðarþolshönnun

Varmafræði I

Hreyfiaflfræði

Vélhlutahönnun

4.önn

Varmafræði II

Sveiflufræði

Straum- og varmaflutningsfræði

Rafmagns- og raforkufræði

Hagnýtt verkefni (varma/straumfræði)


5.önn

Stýritækni

Reglunarfræði

Efnisfræði og vinnsla II

Straumvélar

Verkefnastjórnun

 

6. önn - Skyldufög
Aðgerðagreining

Hönnun 

Hagnýtt verkefni í orkutækni 
eða véltækni

Valfög í sérhæfingu

Sjálfbær orkukerfi

Jarðhiti

Tölvustudd hönnun II

Kælikerfi og varmadælur

Rafmagnsvélar

Iðntölvur og vélmenni

Starfsnám I og II

7.önn

Lokaverkefni 
(24 ECTS)

Rekstur, stjórnun og
nýsköpun

Sérhæfingarsvið

Á 6. önn taka nemendur valfög sem bjóða upp á sérhæfingu í véltæknilegri hönnun eða orkutækni og á 7. önn vinna þeir lokaverkefni. Sérhæfingarsviðs er getið á prófskírteini hafi nemandi lokið a.m.k. 2 sérhæfðum valnámskeiðum ásamt lokaverkefni á sviðinu.

Nánari upplýsingar um tilhögun náms

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í tæknifræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi, 4. stigs vélstjórnarprófi eða sambærilegu prófi. 

Undirbúningur

Námsefni og kennsla á fyrsta ári í tæknifræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning:  

  • Stærðfræði - 18 einingar (þ.m.t. stæ 503 eða sambærilegt) eða 25 fein, þar af 15 fein á 3. hæfniþrepi*.  Nemandi þarf að þekkja diffrun, heildun og helstu heildunaraðferðir (t.d. innsetningaraðferð og hlutheildun).
  • Eðlisfræði - 6 einingar (þ.m.t. eðl 203 eða sambærilegt) eða 10 fein, þar af 5 fein á 3. hæfniþrepi*.  Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós.

* skilgreining mennta- og menningarmálaráðuneytisins á hæfniþrepum

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeim nemendum sem vilja hefja nám í vél- og orkutæknifræði en vantar nauðsynlegan undirbúning, til dæmis í stærðfræði og eðlisfræði, er bent á frumgreinanám HR sem er undirbúningsnám fyrir háskóla. Þar er hægt að velja strax áherslulínu fyrir tæknigreinar. Nám til frumgreinaprófs tekur eitt ár. 

Frekari upplýsingar

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og þiggja einstaklingsráðgjöf. Hver nemandi er metinn sérstaklega.

Verkefnastjóri námsins veitir frekari upplýsingar:

Vilborg Hrönn Jónudóttir
Netfang: vilborg@ru.is
Sími: 599-6255


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei