Orku- og véltæknifræði (áður vél- og orkutæknifræði BSc)

Störf orku- og véltæknifræðinga tengjast meðal annars farartækjum, framleiðsluferlum og orkuverum. Framfarir á sviði endurnýjanlegra orkugjafa opna fyrir ótal tækifæri í virkjun vatnsorku, vindorku og sjávarfallaorku ásamt þróun jarðvarma, lífmassa og efnarafala.

Um námið

Hönnun, reglun og stýringar

Orku- og véltæknifræði snýr að hönnun, greiningu og rekstri fjölbreyttra vélrænna kerfa og byggir meðal annars á styrkri stoð í tölvustuddri hönnun, varma- og straumfræði, efnisfræði og vélahönnun ásamt reglun og stýringum. Lögð er áhersla á öll svið framleiðsluferils, bæði frá hönnun og greiningu að hermun og smíði ásamt prófunum og rekstri.

Tvö sérhæfingarsvið

Sérhæfingarsviðin eru tvö, véltæknileg hönnun og orkutækni. Einnig geta nemendur valið námskeið úr verkfræði, viðskiptafræði eða tölvunarfræði.

Starfsnámið veitir forskot

Nemendum í tæknifræði býðst að taka allt að 12 ECTS í starfsnámi. Iðn- og tæknifræðideild er með samninga við um 40 fyrirtæki og stofnanir. Stærri verkefni, eins og lokaverkefni, eru oftast unnin í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Margir nemendur hafa fengið tilboð um starf til lengri eða skemmri tíma í kjölfar starfsnáms og lokaverkefna sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki.

Markmið með starfsnámi

Með því að ljúka starfsnámi auka nemendur þekkingu sína á því sviði sem þeir stunda nám á. Þeir búa sig jafnframt undir störf að námi loknu.

Ávinningur af starfsnámi er margvíslegur. Markmið með starfsnámi er meðal annars að:

  • efla tengsl nemenda við atvinnulífið.
  • auka innsýn og skilning nemenda á viðfangsefnum viðkomandi fagsviðs.
  • að nemendur öðlist reynslu af því að vinna að úrlausn raunhæfra viðfangsefna á vettvangi, undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu.
  • að nemendur beiti aðferðum tæknifræðinnar við lausn hagnýtra verkefna.
  • að nemendur geti unnið sjálfstætt og borið ábyrgð á eigin þekkingarleit og faglegum áherslum.
  • að nemendur tileinki sér sjálfstæð og markviss vinnubrögð við úrlausn raunhæfra hönnunar-, greiningar- og/eða rannsóknarverkefna á fagsviðinu.

Fyrirtæki

Hér eru nokkur dæmi um fyrirtæki þar sem tæknifræðingar starfa og nemendur hafa farið í starfsnám:

Orka náttúrunnar • Mannvit • HS veitur • Jáverk • Orkuveitan • Ístak • VSÓ Ráðgjöf • Landsvirkjun • Össur • Marel • Síminn• Trefjar • VSB verkfræðistofa • Verkís • VHE vélaverkstæði • Efla • Landsnet • Norðurorka • Alcoa • Stálsmiðjan • Framtak • Elkem • Samey • Veitur

Lifandi nám

Nemendur í orku- og véltæknifræði við HR fá ótal tækifæri til þess að leysa raunveruleg vandamál, allt frá hugmyndastigi að hönnun og smíði, ásamt því að öðlast sterkan og breiðan fræðilegan bakgrunn. Þeir eru hvattir til að taka þátt í hönnunarverkefnum og/eða hönnunarnámskeiðum, skoða kosti starfsnáms til að kynnast raunverulegum og aðkallandi hagnýtum verkefnum.

12+3 kerfið

Í náminu eru annir brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Hugmyndavinna strax á fyrsta ári

Á fyrsta námsári standa nemendur frammi fyrir raunhæfu verkefni sem þarf að takast á við og skoða frá mörgum hliðum. Námskeiðið heitir Inngangur að tæknifræði. Nemendur vinna í hópum við að útfæra lausnir og leysa þau fjölmörgu vandamál sem upp gætu komið. Þeir kynna svo niðurstöður sínar fyrir leiðbeinendum og öðrum nemendum. Viðfangsefni nemenda hafa meðal annars verið að:

  • hanna nýjan þjóðarleikvang
  • koma með nýstárlegar hugmyndir að brú yfir Fossvoginn
  • bregðast við eldgosi í nágrenni Reykjavíkur
  • undirbúa Eurovision-keppnina á Íslandi
  • gera aðgerðaráætlun vegna bólusóttarfaraldurs

Undirbúningur fyrir atvinnulífið

Nemendur vinna hagnýt, raunhæf verkefni á hverri önn þar sem markmiðið er að undirbúa þá fyrir atvinnulífið. Hönnun X er dæmi um námskeið sem er umfangsmikið og vinnan dreifist á 15 vikur. Unnið er í hópum. Dæmi um verkefni í Hönnun X eru kafbátur, eldflaug sem skotið var upp af Mýrdalssandi og smíði kappakstursbíls sem nemendur keppa á í Formula Student-keppninni sem fer fram á Silverstone-brautinni í Englandi.

Viðamikið lokaverkefni

Nemendur ljúka lokaverkefni á sjöundu og síðustu önn námsins. Lokaverkefni byggist á sérhæfingu hvers og eins og er oft unnið í samvinnu við fyrirtæki.

CDIO-samstarfsnetið

Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og HR er þátttakandi í.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða tæknilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Skiptinám

Nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Skiptinám er tilvalið tækifæri fyrir upprennandi tæknifræðinga að kynnast námi og störfum í öðrum löndum, og það er jafnvel hægt að nýta skiptinám til að öðlast meiri sérhæfingu á áhugasviði. Nemendur í BSc-námi þurfa að vera með 7 eða yfir í meðaleinkunn og búnir með 60 einingar þegar þeir fara í skiptinámið. Skrifstofa alþjóðaskipta veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.

Að námi loknu 

Lögverndað starfsheiti

Þeir sem ljúka lokaprófi í tæknifræði (BSc) hljóta staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og full réttindi til að starfa sem tæknifræðingar og nota lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur (enska: Certified Engineer). 

Þau sem ljúka BSc-námi í tæknifræði, eru með sveinsbréf og hafa lokið tilskildum starfstíma geta jafnframt sótt meistarabréf í tilsvarandi iðngrein, en HR ber ekki ábyrgð á að gefa út slík leyfi.

Fjölbreyttur starfsvettvangur

Starfssvið orku- og véltæknifræðinga er fjölþætt. Þeir starfa meðal annars við hönnun, stjórnun, eftirlit, ráðgjöf, þróun og nýsköpun. Þeir vinna á verkfræðistofum, í framleiðslufyrirtækjum og hjá orkufyrirtækjum.

Þekking og færni

Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.

Frekara nám

Tæknifræðinám veitir góða undirstöðu fyrir framhaldsnám í verkfræði á tengdum sviðum innanlands sem erlendis.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í orku- og véltæknifræði hafa aðgang að vélsmiðju, orkutæknistofu og rafeindatæknistofu. 

Vélsmiðja
HR_des032Vel búin vélsmiðja er mikilvægur þáttur í verk- og tæknifræðinámi því þar er bilið brúað milli þess fræðilega og þess hagnýta. Flestir nemendur sem útskrifast úr tækninámi frá HR hafa kynnst vélsmíði að einhverju marki, til að mynda unnið í rennibekk og fræsivél við að útfæra hugmyndir og hönnun sína. Í stofunni eru í boði inngangsnámskeið í vélsmíði, þar sem farið er yfir öryggismál og nemendum kennd viðeigandi handtök. Nemendur búa að þessari reynslu á seinni stigum náms og hafa aðgang að vélsmiðjunni til að leysa skemmtileg og raunveruleg verkfræðileg viðfangsefni.

Í vélsmiðjunni eru þrír rennibekkir, tvær fræsivélar, CNC rennibekkur og fræsivél, suðutæki, laser-skurðarvél, ásamt öðrum hefðbundnum verkfærum. Ábyrgðarmenn vélsmiðju eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson

Orkutæknistofa
Orkutaeknistofa

Í orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. Formula Student lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir. Ábyrgðarmenn orkutæknistofu eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

RafeindatæknistofaLab

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir. Ábyrgðarmaður rafeindatæknistofu er Hannes Páll Þórðarson.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala. 

Kennarar

Sérfræðiþekking og reynsla

Nemendur í orku- véltæknifræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og fjölda studakennara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Indridi_S_Rikhardsson

Indriði Sævar Ríkharðsson 

MSc
Lektor og Fagstjóri vélasviðs

Kennir námskeið á sviði vélahönnunar og tölvustuddrar hönnunar, s.s. vélhlutafræði, FEM greiningu og þrívíddarhönnun. Einnig námskeið á sviði stýringa s.s. reglunarfræði, stýritækni (loft og vökvastýringar), PLC stýringar og forritun iðnaðarþjarka. Indriði leggur mikla áherslu á hagnýt og krefjandi verkefni í kennslu í anda CDIO.

Indriði hefur einnig verið leiðbeinandi í meistaraverkefnum í vélaverkfræði og byggingaverkfræði og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á sviði ómannaðra farartækja og jarðskjálftahönnunar. Hann er jafnframt umsjónarmaður lokaverkefna í  orku- og véltæknifræði og leiðbeinandi í mörgum þeirra. Indriði lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ 1987 og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) 1990 með áherslu á annars vegar sjálfvirk stýrikerfi og hinsvegar ólínulega tímaháða FEM greiningu.

Michael Shannon Moorhead 

PhD
Dósent

Kennir ýmis námskeið í orku- og véltæknifræði  s.s. sveiflufræði, straumfræði, varmaflutningsfræði. 
Michael lauk doktorsnámi frá Cornell University árið 2009 í Aerospace Engineering.
Jens

Jens Arnljótsson

BSc
Lektor

Aðal kennslugreinar eru á sviði varmafræði, varmaflutnings, rennslis- og straumfræði sem tengjast m.a. hagnýtu hönnunarverkefni eða tilraunum á sviði varma og streymisfræði í námi orku- og véltæknifræðinema. Einnig hefur Jens umsjón með iðnfræðinámi í HR og lokaverkefnum véliðnfræðinema.

Menntun: Ingeniør højskolen Helsingør Teknikum 1986, véltæknifræðingur BSc Mech. Eng, með orkufræði sem sérsvið. Fyrri störf: Verkfræðistofa Stefáns A. Stefánssonar, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og rennslikerfa, þó einkum vinna tengd sjávarútvegi og þá sérstaklega varmagreining og varmendurvinnsla á orku frá útblæstri fiskimjölsverksmiðja víðs vegar um landið, Stálvík hf. og Skipahönnun ehf., við hönnun, breytingar og fyrirkomulag vélbúnaðar í fiskiskipum.
Armann_Gylfason

Ármann Gylfason

PhD

Kennir áfanga á sviði varma- og straumfræði, aflfræði og burðarþolsfræði. Í kennslu leggur Ármann áherslu á samspil fræða og hagnýtingar með verklegum æfingum og hönnunarverkefnum, þar sem nemendur fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar og smíða.

Rannsóknir hans fjalla um iðustreymi, hreyfingar agna, dreifni aðskotaefna, og varmaburð í slíkum flæðum og Ármann framkvæmir tölulegar hermanir og tilraunir á Tilraunastofu í iðustreymi í HR. Að loknu grunnnámi í vélaverkfræði (Háskóli Íslands, 2000) hóf hann doktorsnám í flugvélaverkfræði, og stundaði rannsóknir í straumfræði með áherslu á iðustreymi (Cornell University, 2006).
12243426_10153079080880672_1093764498939285495_n

María Sigríður Guðjónsdóttir

PhD

Kennir námskeið á sviði orkuverkfræði, s.s. varmafræði, jarðhita og orkutækni auk þess að leiðbeina meistaranemum í orkuverkfræði. Hefur einnig kennt hagnýta forritun í Matlab og inngangsnámskeið að verkfræði fyrir fyrsta árs verkfræðinema. Megináherslur í rannsóknum hennar eru á sviði forðafræði jarðhita og jarðhitanýtingar.

María lauk BSc-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ árið 2000 og Dipl. Ing. gráðu í orkuverkfræði frá Tækniháskólanum í München árið 2003. Hún starfaði við hönnun og gangsetningu jarðhitavirkjana hjá verkfræðistofunni Mannvit í tæp 7 ár þar til hún hóf doktorsnám á sviði jarðhitarannsókna og lauk doktorsprófi með sameiginlega gráðu frá HR og HÍ árið 2015. Doktorsverkefnið fjallaði um samspil vatns og gufu í jarðhitakerfum þar sem tilraunir voru gerðar með jarðhitavökva til að líkja eftir aðstæðum í jarðhitakerfi.

Skipulag náms BSc

Skipulag náms

Námstími: 3 1/2 ár í fullu námi.   Einingar: 210 ECTS

Námið er 30 ECTS einingar á önn. Öll námskeið eru 6 ECTS nema annað sé tekið fram. Námsskipulag er birt með fyrirvara um breytingar.


1. ár
HaustVor

2.ár
HaustVor

3.ár
HaustVor

  • Hönnun

  • Sveiflufræði (bundið val)
  • Jarðhiti (bundið val)
  • Sérhæft valnámskeið
  • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (þriggja vikna námskeið)   

Nemendur sem sérhæfa sig í orku taka Jarðhita. Nemendur sem sérhæfa sig í véltæknifræði taka Sveiflufræði. Möguleiki er á að taka bæði námskeið. 

4.ár
HaustValnámskeið í sérhæfingu

  • Aðferðafræði (4 ECTS)

  • Lokaverkefni (20 ECTS)
  • Valnámskeið                                                                                            

Nemendum sem vilja sérhæfa sig í orku er bent á að taka Jarðhita, Kælikerfi og varmadælur, Hönnun jarðvarmavirkjana og Sjálfbærni.

Nemendum sem vilja sérhæfa sig í véltækni er bent á að taka Rafmagnsvélar, Iðntölvur og vélmenni, og Mechatronichs I. 

Dæmi um önnur valnámskeið

  • Sjálfbærni   

Valnámskeið eru háð því að lágmarksfjöldi nemendi skrái sig í þau hverju sinni



Á 6. önn taka nemendur valfög sem bjóða upp á sérhæfingu í véltæknilegri hönnun eða orkutækni og á 7. önn vinna þeir lokaverkefni. 

Nánari upplýsingar um tilhögun náms

Inntökuskilyrði

 

Umsóknarfrestur

Frá 5. febrúar til 5. júní

Nauðsynlegur undirbúningur

Til að hefja nám í tæknifræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, prófi úr Háskólagrunni HR, 4. stigs vélstjórnarprófi, sveinsprófi eða staðist lokapróf frá framhaldsskóla á þriðja hæfniþrepi. Nauðsynlegt er að uppfylla einingafjölda og hæfniþrep sem talin eru upp hér fyrir neðan. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í tæknifræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning. Hægt er að lesa meira um hæfniþrep á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Stærðfræði

20 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við áfanga af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut.

Eðlisfræði

Umsækjendur í byggingartæknifræði: 5 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi.

Umsækjendur í rafmagntæknifræði, orku- og véltæknifræði, iðnðaðar- og orkutæknifræði: 10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi.

Íslenska

20 einingar

Enska

15 einingar

Stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði

Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. 

Stöðuprófin eru ætluð fyrir:

  • Þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum
  • Þau sem uppfylla inngönguviðmið en vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst

Prófin fara fram um miðjan/lok júní í húsnæði HR við Nauthólsvík. Ekki verður að svo stöddu boðið upp á fjarpróf.

Athugið að ef sótt er um inntöku með stöðuprófi í stærðfræði og eðlisfræði, þarf samt sem áður að uppfylla kröfur um einingafjölda í íslensku og ensku.

Próf í stærðfræði:

Umsækjendur þreyta eitt stöðupróf. Prófið fer fram í júní og í því er kannaður grunnur í algebru auk annars efnis: Almenn brot, einfaldar jöfnur, prósentureikningur, rauntalnalínan, þáttun, mengi, föll, hornaföll, deildun, heildun, vigrar

Próf í eðlisfræði:

Stöðupróf í eðlisfræði fer fram í júní.

Umsækjendur í byggingartæknifræði taka A hluta stöðuprófs.

Umsækjendur í rafmagnstæknifræði, orku- og véltæknifræði, iðnaðar- og orkutæknifræði taka bæði A hluta og B hluta stöðuprófs.

A HLUTI B HLUTI
Mælieiningar Grunnhugtök í rafmagnsfræði
Vigrar Segulmagn og segulsvið
Hraði og hröðun Segulkraftar
Hreyfing í tveimur víddum Span
KraftarBylgjur
OrkaLjós
Skriðþungi
Vökvar
Varmi og varmaflutningur

Framkvæmd:

  1. Umsækjendur skrá sig með því að senda póst á Birtu Sif, verkefnastjóri í tæknifræði; birtaa@ru.is . Umsækjendur fá sendan hlekk inn á skráningarsíðu þar sem þau greiða fyrir stöðuprófið.
  2. Skráning er staðfest og umsækjendur fá aðgang að undirbúningsefni.
  3. Upplýsingar um prófstað og próftíma eru sendar áður en prófið fer fram í júní.

Þau sem standast nauðsynleg stöðupróf með einkunn 6 eða hærra er velkomið að hefja nám í tæknifræði. Þau sem ekki standast nauðsynleg stöðupróf geta hafið nám í Háskólagrunni til frekari undirbúnings. Að loknu námi í Háskólagrunni geta þau sótt um nám í tæknifræði.

Til þess að fá nánari upplýsingar og/eða skrá sig í stöðupróf sendið póst á birtaa@ru.is .

Við HR er hægt að ljúka viðbótarnámi við stúdentspróf ef einstaklinga vantar undirbúning í raungreinum, og Háskólagrunni HR ef frekari undirbúning vantar. 

Iðnfræðin metin

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám iðn- og tæknifræðideildar. Til að hefja nám í orku- og véltæknifræði þarf véliðnfræðingur eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Uppfylli viðkomandi lágmarkseinkunn fær hann að lágmarki 35 ECTS metnar inn í námið í tæknifræði. 

Vantar þig grunninn?

Eða meiri undirbúning í stærðfræði? Byrjaðu strax í HR

Háskólagrunnur HR er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

Frekari upplýsingar

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og þiggja einstaklingsráðgjöf. Hver nemandi er metinn sérstaklega.



Birta Sif Arnardóttir

Verkefnastjóri náms í tæknifræði

Netfang: birtaa(hja)ru.is
Sími: 599-6252

Umsóknarvefur



Gott að vita:






Þetta vefsvæði byggir á Eplica