Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Húsnæði fyrir nemendur HR við Nauthólsveg

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um íbúðir og herbergi í Háskólagörðum Háskólans í Reykjavík. Háskólagarðarnir eru í byggingu við Nauthólsveg við rætur Öskjuhlíðar, skammt frá háskólanum og verða teknir í notkun í haust.

Í fyrsta áfanga eru 122 leigueiningar í boði: 

  • Einstaklingsherbergin eru 26 m2 með litlum eldhúskróki með áhöldum og sér baðherbergi. Ennfremur er aðgangur að stóru sameiginlegu eldhúsi, mat- og samkomusal og svölum. Mánaðarleiga er u.þ.b. 110.000 kr.
  • Einstaklingsíbúðir eru um 40 m2, með eldhúskróki, sér baðherbergi og svölum. Mánaðarleiga er u.þ.b. 128.000 kr.
  • Paraíbúðir, 2 herbergja eru 43 m2 - 57 m2, með eldhúskróki, sér baðherbergi og svölum. Mánaðarleiga er  u.þ.b. 159.000 kr.
  • Fjölskylduíbúðir, 3 herbergja eru um 75 m2, með eldhúskróki, sér baðherbergi og svölum. Mánaðarleiga er 173.000 kr.

Innifalið í leigu er hússjóður, hiti, rafmagn og þráðlaust net sem verður í öllum rýmum. Ísskápar og eldavélar eru í eldhúsum allra íbúðanna. Í íbúðargarðinum verða teygjubekkir, kolagrill, setbekkir og opin svæði. Hægt verður að flytja inn í íbúðirnar í byrjun ágúst.

Einstaklingsherbergi-eda-studio_1590763759512

Þegar er hafin bygging sambærilegs húss sem hefur að geyma 130 útleigueiningar fyrir stúdenta og þrjár íbúðir fyrir kennara, eins og í fyrsta áfanga. Áætlanir gera ráð fyrir að 2. áfangi verði tilbúinn í ágúst 2021.

Hvernig sæki ég um?

Byggingafélag námsmanna sér um útleigu á íbúðum og herbergjum til  nemenda HR. Sótt er um Háskólagarða HR á vefsíðunni: bn.is

  • Nýnemar geta skráð sig þegar þeir hafa fengið staðfestingu á námi í byrjun júní. 
  • Núverandi nemendur geta skráð sig á bn.is.
  • Úthlutun verður í júlí og verður það handahófsval, engir biðlistar. 
  • Úthlutunarreglur HR er að finna á vef bn.is

Háskólagarðar HR


Var efnið hjálplegt? Nei