Framadagar
Fimmtudaginn 22. janúar 2026 kl. 10-14
Framadagar í Háskólanum í Reykjavík
Framadagar eru haldnir árlega í HR með það að markmiði að gefa háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.
Framadagar 2026 fara fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 22. janúar kl. 10:00-14:00.

Framadagar eru einnig góð leið fyrir fyrirtæki að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn en viðburðurinn er ákaflega vel sóttur ár hvert.
Fyrirspurnum skal beint til verkefnastjóra Framadaga, Lailu Sæunnar Pétursdóttur.








