Námið
Rannsóknir
HR

Framadagar

Fimmtudaginn 22. janúar 2026 kl. 10-14

Framadagar í Háskólanum í Reykjavík

Framadagar eru haldnir árlega í HR með það að markmiði að gefa öllum háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.

Framadagar 2026 fara fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 22. janúar kl. 10:00-14:00.

Alls eru 61 fyrirtæki og stofnanir úr fjölbreyttum atvinnugreinum eru skráð til leiks, það er því óhætt að segja að gestir Framadaga ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Einnig bjóða 22 fyrirtæki og stofnanir gestum í ör-atvinnuviðtöl í stofum M325 og M326 frá 10:30-11:30, fimmtudaginn 22. janúar. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig, fólk bara mætir og verður vísað í viðtöl.

Þess má geta að Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, býður til sófaspjalls í Háskólanum í Reykjavík í tilefni Framadaga 2026, fimmtudaginn 22. janúar. Dr. Gunnar Þór Pétursson, deildarforseti lagadeildar, stýrir spjalli og umræðum. Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, opnar viðburðinn og í lokin gefst gestum tækifæri til að spyrja um hugðarefni sín varðandi leiðtogahugtakið, fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum og framtíðarsýn. Sófaspjallið fer fram í stofu V102 og hefst klukkan 12:00. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Framadagar eru einnig góð leið fyrir fyrirtæki að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn en viðburðurinn er ákaflega vel sóttur ár hvert.

Fyrirspurnum skal beint til verkefnastjóra Framadaga
Laila Sæunn Pétursdóttir
Verkefnastjóri Framadaga

Fyrirtæki sem taka þátt í Framadögum HR

61 fyrirtæki og stofnanir úr fjölbreyttum atvinnugreinum munu kynna starfssemi sína og störf framtíðarinnar fyrir gestum Framadaga HR. Nemendur í HR ættu því að heimsækja fyrirtækin á Framadögum HR 2026 til að byggja upp tengslanet sitt og fá raunhæfa mynd af því hvaða störf, sumarstörf og starfsnám/verkefnavinna eru í boði. Þar geta nemendur spurt beinna spurninga um hæfniskröfur, menningu og möguleika til starfsþróunar, borið saman ólíkar atvinnugreinar og störf á stuttum tíma og æft sig í að kynna sig og setja eigin styrkleika í samhengi við þarfir vinnumarkaðarins.

Fyrirspurnum skal beint til verkefnastjóra Framadaga
Laila Sæunn Pétursdóttir
Verkefnastjóri Framadaga
Fara efst