Samgöngur
Að Háskólanum í Reykjavík liggja margar skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir. Hvort sem komið er vestan að, úr austurborginni eða sunnan frá Kópavogi eða Hafnarfirði er hægt að velja um þægilega stíga um Öskjuhlíð, meðfram sjónum eða gegnum Hlíðarenda.

Hjólaskýli
Við HR er fullkomið aðgangsstýrt hjólaskýli þar sem hjól og rafskútur í einkaeign bíða örugg meðan tímar eru sóttir eða öðrum erindum í HR sinnt.
Bílastæði
Fjöldi bílastæða er við HR, þau sem eru næst skólanum eru gjaldskyld en þau sem eru fjær eru gjaldfrjáls. Einnig eru 12 hleðslustöðvar á bílastæðinu en Orka náttúrunnar rekur stöðvarnar. Hverfahleðslur ON eru aðgengilegar öllum og greitt er samkvæmt verðskrá ON. Til að nota hleðslustöðvarnar þarf að hlaða niður ON-appinu og stofna þar aðgang. Að því loknu er hægt að sækja ON-lykil og virkja í appinu en hann er hægt að nálgast í afgreiðslu HR.
Frekari upplýsingar um appið má finna á vefsíðu Orku náttúrunnar.
Hér má nálgast ON appið
Strætisvagn
Strætisvagn númer 8 gengur á u.þ.b. 10 mínútna fresti frá 06:53-18:30 milli HR og BSÍ en á BSÍ er víðtæk tenging við aðrar leiðir. Eftir klukkan 18:30 og um helgar og á helgidögum ekur leið númer 5 þessa leið.
Samgöngutæki til leigu
Leigurafskútur eru mikið notaðar af þeim sem eiga erindi í HR og nágrenni og því er aðgengi að þeim vanalega mjög gott, fyrir þau sem kjósa þann samgöngumáta.