Námið
Rannsóknir
HR

Fólkið í HR

Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Árangur Háskólans í Reykjavík byggir fyrst og fremst á hæfileikaríku starfsfólki sem bæði endurspeglar fjölbreytt viðhorf og fagnar fjölbreytileika. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af virðingu, heilindum, sanngirni og jafnrétti.

HR skiltið fyrir utan Háskólann í Reykjavík

Menntun

Eins og gefur að skilja í háskóla er menntunarstig starfsfólks frekar hátt. 92% starfsfólks er með háskólagráðu. 40% með doktorsgráðu, 35% með meistaragráðu, 3% með kandídatsgráðu, 14% með grunngráðu og 8% með aðra menntun.

Kynjaskipting

Kynjaskipting starfsfólks í HR er nánast jöfn en ef horft er á deildir eru flestir karlmenn í viðskiptadeild, verkfræðideild, tölvunarfræðideild, iðn- og tæknifræðideild og íþróttafræðideild en á stoðsviðum eru konur í meirihluta. Konur eru einnig fleiri í sálfræðideild og í Háskólagrunni en lagadeild er eina deildin með jafna skiptingu.

Starfsumhverfi

Háskólinn í Reykjavík hlaut jafnlaunavottun fyrstur íslenskra háskóla á vormánuðum 2019. Jafnlaunavottunin er staðfesting á því að unnið sé markvisst gegn kynbundnum launamun innan háskólans, að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun og að jafnlaunakerfi háskólans standist kröfur jafnlaunastaðals.

Jafnlaunavottun 2022 - 2025
Ýmis fríðindi í boði

Nýir starfsmenn eru hvattir til þess að kynna sér þau fríðindi sem HR býður starfsmönnum sínum.

  • Samgöngusamningur
  • Líkamsrækt
  • Góður matur í hádeginu
  • Niðurfelling skólagjalda
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Hádegisfyrirlestrar
Sólin í Háskólanum í Reykjavík
Sólinn í Háskólanum í Reykjavík

Jafnréttismál

Háskólinn í Reykjavík hlaut jafnlaunavottun fyrstur íslenskra háskóla á vormánuðum 2019. Jafnlaunavottunin er staðfesting á því að unnið sé markvisst gegn kynbundnum launamun innan háskólans, að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun og að jafnlaunakerfi háskólans standist kröfur jafnlaunastaðals.

Við háskólann er starfrækt jafnréttisnefnd sem:

  • Fylgir jafnréttisáætlun eftir í samvinnu við mannauðsstjóra HR
  • Hefur umsjón með endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar á þriggja ára fresti
  • Tekur þátt í samráðsvettvangi jafnréttisfulltrúa háskólanna
  • Stendur fyrir fræðslu um jafnréttismál
  • Er yfirstjórn skólans og rektor til ráðgjafar um jafnréttismál 

Skrifstofa mannauðs

Á skrifstofu mannauðs starfa mannauðsstjóri og launa- og mannauðssérfræðingur. Mannauður vinnur náið með yfirstjórn, stjórnendum, starfsfólki, deildum og sviðum innan HR. 

Hægt er að leita upplýsinga, ráðgjafar og leiðbeininga með ýmis mannauðstengd mál með því að senda póst á mannaudur@ru.is eða hitta okkur í HR á 3. hæð í Mars.

Laus störf

Hlutverk 

Meginhlutverk mannauðs í HR er að stuðla að stefnumörkun, samhæfingu og eftirfylgni við hin ýmsu mannauðstengdu mál innan Háskólans í Reykjavík, svo sem:

  • Umsjón og samræming á starfslýsingum.
  • Aðstoð við auglýsingagerð og texta við starfsauglýsingar, til dæmis um ábyrgðarsvið, hæfniskröfur, viðeigandi starfstitill o.s.frv.
  • Vera tengiliðir við auglýsingastofur og vefsíður.
  • Vera til stuðnings í ráðningarferlinu, svo sem í viðtölum, við gerð viðtalsramma, launaramma, ráðningasaminga, rafrænna undirskrifta, veita upplýsingar, ráðgjöf, leiðbeiningar o.s.frv.
  • Halda utan um nýliðakynningar, þjálfun og aðlögun nýs starfsfólks.
  • Stuðla að vellíðan og góðri heilsu starfsfólks.
  • Skapa jöfn tækifæri til stöðuveitinga og launa og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana eða annarra ómálefnalegra þátta með vísan til siðareglna og jafnréttisáætlunar.
  • Skapa alþjóðlegan vinnustað sem fagnar fjölbreytileika.
  • Stuðningur við erlenda starfsmenn og umsækjendur.
  • Stuðla að starfsþróun starfsfólks með viðeigandi þjálfun og fræðslu.
  • Halda utan um framkvæmd starfsmannasamtala.
  • Veita ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda um ýmis mannauðsmál.
  • Veita stuðning við starfsfólk og stjórnendur í eineltis-, áreitnis- og ofbelsimálum.
  • Veita ráðgjöf og úrræði í einstaklingsmálefnum, svo sem í samskiptamálum.
  • Halda utan um jafnlaunakerfi HR.
  • Halda utan um launavinnslu og launatengd mál.
  • Fylgja eftir launaendurskoðun.
  • Framkvæma reglulega starfsmannakannanir og vinnustaðagreiningar.
  • Halda utan um kennsluleyfi, rannsóknarleyfi, starfsleyfi, veikindaleyfi og leyfi vegna fæðingarorlofs starfsfólks í mannauðskerfi HR.
  • Veita stuðning við starfsfólk og stjórnendur við starfslok og í veikindaleyfum.
  • Stuðla að fjölskylduvænum vinnustað.
  • Fóstra góða vinnustaðamenningu.
  • Samantekt tölfræði sem viðkemur mannauði HR.
  • Utanumhald með handbók starfsmanna og stjórnendahandbók á Orion.
Fara efst