Hugbúnaðarverkfræði

Markmið náms í hugbúnaðarverkfræði er að kenna verkfræðilegar aðferðir og beitingu þeirra við hönnun og smíði hugbúnaðarkerfa. Mikil eftirspurn er eftir verkfræðimenntuðu fólki og sérstaklega á þeim sviðum er tengjast upplýsinga- og hátækniiðnaði. 

Um námið

Nemandi situr í sófa á göngum HR og heldur á fartölvuSameinar tölvunarfræði og verkfræði

Hugbúnaðarkerfi eru á meðal stærstu og tæknilega flóknustu kerfa sem smíðuð eru og það eru gerðar miklar kröfur um áreiðanleika þeirra. Nám í hugbúnaðarverkfræði er þverfaglegt og sameinar þekkingu á tölvutækni og undirstöðugreinum verkfræði. Námið er skipulagt í samvinnu tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar.

Grunnnám og meistaranám

Nemendur hefja nám í BSc-námi sem er grunnnám. Að því loknu geta þeir valið að halda áfram í meistaranámi (MSc).  

Nám með alþjóðlega vottun

MSc-námið í hugbúnaðarverkfræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (ASIIN) sem staðfestir gæði þess.

Siegel-a-rgb-q

Lifandi nám

Með því að glíma við raunhæf verkefni og finna lausnir við vandamálum hljóta nemendur góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig kennslan og námsefnið miðar að því að veita nemendum dýrmæta reynslu.

12+3 kerfið

Í náminu eru annir brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Hugmyndavinna strax á fyrsta ári

Á fyrsta námsári í verkfræði, tæknifræði og íþróttafræði standa nemendur frammi fyrir raunhæfu verkefni sem þarf að takast á við og skoða frá mörgum hliðum. Námskeiðið heitir Inngangur að verkfræði. Nemendur vinna í hópum við að útfæra lausnir og leysa þau fjölmörgu vandamál sem upp gætu komið. Þeir kynna svo niðurstöður sínar fyrir leiðbeinendum og öðrum nemendum. Viðfangsefni nemenda hafa meðal annars verið að:

  • hanna nýjan þjóðarleikvang
  • koma með nýstárlegar hugmyndir að brú yfir Fossvoginn
  • bregðast við eldgosi í nágrenni Reykjavíkur
  • undirbúa Eurovision-keppnina á Íslandi
  • gera aðgerðaráætlun vegna bólusóttarfaraldurs

CDIO-samstarfsnetið

Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og tækni- og verkfræðideild HR er þátttakandi í.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða verkfræðilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Lesa meira um CDIO - Conceive, Design, Implement, Operate

Lokaverkefni með fyrirtækjum

Lokaverkefni nemenda í BSc-námi eru hópverkefni sem unnin eru í samstarfi við kennara og oftast í samvinnu við fyrirtæki. Undanfarin ár hafa nemendur unnið verkefni fyrir Icelandair, Advania, Minjastofnun, Marel, Tempo, Netorku, Össur, Valitor, Neyðarlínuna og Landspítalann. 

Skiptinám

Nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Nemendur í BSc-námi þurfa að vera með 7 eða yfir í meðaleinkunn og búnir með 60 einingar þegar þeir fara í skiptinámið. Skrifstofa alþjóðaskipta veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.

Spennandi starfsnám 

Starfsnám veitir nemendum einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem verkfræðingar mæta í atvinnulífinu. Nemendur í hugbúnaðarverkfræði geta sótt um starfsnám hjá virtri rannsóknarstofnun sem heitir Fraunhofer. Einnig geta nemendur sótt um að fara í starfsnám til tölvuleikjafyrirtækisins CCP Games. Frekari upplýsingar um starfsnámið veitir skrifstofa tölvunarfræðideildar: td@ru.is.

Fraunhofer eða CCP

Fraunhofer Center for Experimental Software Engineering

Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám (e. paid internship) til hinnar virtu Fraunhofer-rannsóknarstofnunar, í Maryland í Bandaríkjunum. Við Fraunhofer eru stundaðar öflugar rannsóknir í nánu samstarfi við stofnanir á borð við NASA og FDA og fá nemendur að taka þátt í þeirri vinnu. Starfsnámið er metið til eininga. Nemendur fá greidd laun meðan á starfsnáminu stendur og algengast er að nemendur fari í sex mánuði í senn.

CCP Games

CCP Games og Háskólinn í Reykjavík eru með samstarfssamning um rannsóknir og kennslu í tölvunarfræði og þetta á við um hugbúnaðarverkfræði líka. Hluti af þessum samningi er starfsnám nemenda HR hjá fyrirtækinu.  Starfsnámið er metið til eininga.

Vísindamenn í fremstu röð

Hugbúnaðarverkfræði er samstarf tækni- og verkfræðideildar og tölvunarfræðideildar. Vísindamenn við báðar deildir standa framarlega á sviði rannsókna í sínum fögum. Þannig hafa fræðimenn tölvunarfræðideildar til dæmis hlotið hin virtu Kurzweil-verðlaun tvisvar sinnum og CADIA player, sigursælasta leikjavél sem gerð hefur verið með gervigreind í almennri leikjaspilun, var þróuð innan deildarinnar. Helstu rannsóknarsvið tölvunarfræðideildar eru gervigreind, fræðileg tölvunarfræði og hugbúnaðar- og tölvukerfi.

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR í Nauthólsvík. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Tveir nemendur sitja við fartölvur í Sólinni í HR

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Ráðgjöf og aðstoð

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Adstadan_bokasafnKennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í hugbúnaðarverkfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Stundakennarar

Jafnframt kemur að kennslu fjöldi stundakennara.

Meðal kennara eru:

Anna-sigga

Anna Sigríður Islind

Lektor

PhD frá University West í Svíþjóð. Anna Sigríður vinnur að rannsóknum sem snúa að hönnun, þróun og notkun hugbúnaðar og hefur síðastliðin ár einnig unnið að rannsóknum sem snúa að áhrifum aukins flæði gagna á samfélagið.

Grischa

Grischa Liebel

Lektor

Grischa is currently an Assistant Professor at Reykjavík University, Iceland. He holds a PhD degree in Software Engineering from Chalmers University of Technology, Gothenburg, Sweden. His interests are in empirical software engineering, typically in close collaboration with industry – analyzing and tackling actual problems together with practitioners. His expertise is in requirements engineering, model-based engineering, agile methods, and software engineering education.
Marcel Kyas

Marcel Kyas

Lektor

Rannsakar tölvukerfi, sér í lagi ívafs- og dreifð kerfi. Meðal þeirra viðfangsefna sem Marcel fæst við er þróun og mat á tækni til að staðsetja hreyfanlega hluti með námkvæmni innanhúss. 

Maria-Oskarsdottir_sh

María Óskarsdóttir

Lektor

PhD from KU Leuven in Belgium. María's research interests include data science and analytics, network science, mobility, and machine learning with applications in industry.
Marta Kristín Lárusdóttir

Marta Kristín Lárusdóttir

Dósent

Sérfræðingur á sviði notendamiðaðrar hugbúnaðargerðar og kennir meðal annars námskeið um samskipti manns og tölvu.

Skipulag MSc

Meistaranám í hugbúnaðarverkfræði er 120 ECTS og tvö ár í staðarnámi

 Við Háskólann í Reykjavík eru margvíslegir möguleikar í meistaranámi.

Nemendur geta valið um tvær leiðir: 

  • Rannsóknarmiðað nám þar sem lokaverkefnið er 60 ECTS einingar 
  • Námskeiðsmiðað nám þar sem lokaverkefni er 30 ECTS einingar  

Námskeiðsmiðað nám

SKYLDA T-701-REM4 Aðferðafræði 8 ECTS
SKYLDA T-519-STOR Stöðuvélar og reiknanleiki 6 ECTS
SKYLDA  T-707-MOVE Modeling and Verification 8 ECTS
SKYLDA  T-740-SPMM Software Project Management 8 ECTS
SKYLDA Lokaverkefni 30 ECTS
VAL T-899-MSTH 60 ECTS - Nemendur ákveða valáfanga í samráði við leiðbeinanda sinn og þeir þurfa að skila inn námsáætlun í byrjun hverrar annar.

Rannsóknamiðað nám

 SKYLDA  T-701-REM4 Aðferðafræði 8 ECTS
 SKYLDA  T-519-STOR Stöðuvélar og reiknanleiki 6 ECTS
 SKYLDA  T-707-MOVE Modeling and Verification 8 ECTS
 SKYLDA 

T-740-SPMM Software Project Management 8 ECTS

 SKYLDA T-899-MSTH Lokaverkefni 60 ECTS

Valáfangar

Nemendum er heimilt að taka áfanga sem kenndir eru í BSc-náminu eða að taka áfanga utan tölvunarfræðideildar eða tækni- og verkfræðideildar að uppfylltum þessum skilyrðum:

  • BSc-námskeiðið þarf að vera framhaldsnámskeið sem skarast ekki á við áður tekin námskeið sem nemendur hafa tekið. Listi yfir samþykkt námskeið verður birtur fyrir upphaf hverrar annar.  
  • Fyrir námskeið utan tölvunarfræðideildar eða tækni- og verkfræðideildar þarf að vanda valið við námskeiðin og sýna þarf fram á að námskeið sé nauðsynlegt og/eða gagnlegt fyrir námsframvindu nemanda. Leiðbeinandi og framhaldsnámsráð þurfa að samþykkja námskeiðin.
Dæmi um valáfanga  
T-603-THYD Þýðendur  6 ECTS
T-622-ARTI Gervigreind  6 ECTS
T-631-SOE2 Hugbúnaðarfræði II  6 ECTS
T-723-VIEN Virtual Environments  8 ECTS
T-724-SETA Semantics: Theory and Application  8 ECTS
T-732-GAPL General Game playing  8 ECTS
T-749-INDP Sjálfstæð rannsókn  2-16 ECTS
T-810-OPTI Optimization Methods  8 ECTS
T-742-CSDA Computer Security-Defence against the Dark Arts  8 ECTS

Allir nemendur þurfa að taka áfangana:

  • T-701-REM4 Aðferðafræði rannsókna
  • T-707-MOVE Modeling and Verification
  • T-740-SPMM     Software Project Management

Nemendur sem ekki hafa tekið áfangann T-519-STOR Stöðuvélar og reiknanleiki, eða sambærilegan áfanga í BSc-námi sínu þurfa að taka áfangann T-719-STO4 Stöðuvélar og reiknanleiki.

Nordic Master í Intelligent Software Systems

Nemendur sem eru skráðir í MSc-nám í tölvunarfræði eða MSc-nám í hugbúnaðarverkfræði hafa núna tækifæri til að öðlast "Nordic Master í Intelligent Software Systems" en það er tvöföld gráða með Mälardalen University og Åbo Akademi University. Námið felur í sér að vera eina önn eða ár við gestaháskóla og innifalinn er fjárhagslegur styrkur til að búa erlendis, sjá nánari upplýsingar hér: https://www.nordicmaster-niss.org/ 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Vinsamlega sækið um í gegnum: https://www.nordicmaster-niss.org/admissions

Sé frekari upplýsinga óskað, hafið samband við skrifstofu tölvunarfræðideildar.

Lokaverkefni

Inntökuskilyrði

Hugbúnaðarverkfræði BSc

Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning: 

  • Stærðfræði - 21 einingar eða 30 fein (þ.m.t. STÆ503 eða sambærilegt)

Vantar þig grunninn?

Eða meiri undirbúning í stærðfræði? Byrjaðu strax í HR

Frumgreinanám er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

Lesa meira um frumgreinanám HR - undirbúningsnám fyrir háskóla

Umsókn og fylgigögn

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum: 

  • Staðfest afrit prófskírteina 
  • Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur

Hugbúnaðarverkfræði MSc

Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn frá 5.febrúar til og með 30.apríl 2023.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum (gögnin skulu vera á ensku): 

  • Ferilskrá 
  • Staðfest afrit prófskírteina (skönnuð skírteini eru ekki tekin gild) 
  • Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur
  • Greinagerð: hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð)
  • Tvö meðmælabréf frá einstaklingum sem getur metið hæfni umsækjenda til að takast á við námið. Meðmælabréfin mega vera á ensku eða íslensku og eiga að berast beint frá viðkomandi meðmælanda til verkefnastjóra meistaranáms á netfangið telmas@ru.is

Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

Frekari upplýsingar

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á netfangið: td@ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei