Námið
Rannsóknir
HR
Háskólinn í Reykjavík er virkur þátttakandi í alþjóða rannsóknarsamfélaginu. Matsnefnd skipuð erlendum sérfræðingum gerir úttekt á rannsóknum allra akademískra starfsmanna annað hvert ár. Að auki er rannsóknarstarf skólans metið af Gæðaráði íslenskra háskóla fimmta hvert ár.

Erlenda matsnefndin er sérstaklega beðin um að hafa í huga, að við allan alþjóðlegan samanburð á rannsóknarvirkni innan einstakra vísindasviða/-greina og áhrif (e. impact) skal taka mið af birtingum, tilvitnunum, rannsóknarvinnu, leiðbeiningu doktorsnema/nýdoktora, öflun rannsóknarstyrkja, setu í ritstjórnum, ritrýni, þátttöku í alþjóðlegum verkefnum, skipulagningu vísindaráðstefna, mati á doktorsritgerðum, o.fl.  

Stigakerfi

Erlenda matsnefndin raðar akademískum starfsmönnum í eftirfarandi fimm flokka, þ.e. gefur rannsóknarstig á kvarðanum 0-4:

0: Engin eða lítil sem engin rannsóknarvirkni (e. None or insignificant research activity).

1: Lítil en ekki ómarkverð rannsóknarvirkni (e. Little but nontrivial research activity).

2: Framlag til alþjóðlega rannsóknarsamfélagsins eða ef viðeigandi til íslenska rannsóknarsamfélagsins (e. Contributes to the international research community or domestic where appropriate).

3: All nokkur og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með greinilegu framlagi og áhrifum (e. Considerable and active participant in the international research community or domestic where appropriate, with a clear contribution and impact).

4: Veruleg og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með talsverðu framlagi og áhrifum (e. Significant and active participant in the international research community or domestic where appropriate, with a substantial contribution and impact).

Skipan erlendu matsnefndarinnar 2025
  • Prof. Aurora A. C. Teixeira, Universidade Porto and INESC, Porto, Portugal (Business and Economics)
  • Prof. Christian Franklin, University of Bergen, Norway (Law)
  • Prof. Houshang Darvishi-Alamdari, Université Laval, Dept. of Mineral, Metallurgy, & Materials Engineering, Canada (Engineering)
  • Prof. Kalle Kähkönen, Faculty of Built Environment, Tampere University of Technology, Finland (Engineering)
  • Prof. Kristine Beate Walhovd, Neuropsychology, Department of Psychology, University of Oslo, Norway (Psychology)
  • Prof. Laurent Bosquet, University of Poitiers, France (Sport Science)
  • Prof. Pernille Bjørn Rasmussen, Department of Computer Science, University of Copenhagen(Computer Science)
Fara efst