Rannsóknir við HR
Árangur
Rannsóknir eru mikilvægur þáttur í kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík og eru þær unnar í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á alþjóðlegt samhengi, nýsköpun og þverfaglegt starf í rannsóknum og kennslu sem er nauðsynlegt til þess að hægt sé að takast á við helstu áskoranir sem framundan eru. Rannsóknirnar eru metnar eftir alþjóðlegum stöðlum.
Samkvæmt listum Times Higher Education (THE) er Háskólinn í Reykjavík í 7. sæti háskóla í heiminum þegar horft er til tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn. Listinn var gefinn út í september árið 2022.
Áhrif rannsókna eru metin út frá upplýsingum frá Elsevier um rúmlega 86 milljónir tilvitnanir í 13,6 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða.
Rannsóknarvirkni HR hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og fjöldi birtinga á ritrýndum vettvangi að sama skapi. Á megin fræðasviðum skólans er HR nú fremstur meðal jafningja hér á landi þegar litið er til árangurs í rannsóknum.

Árleg rannsóknarskýrsla
Háskólinn í Reykjavík gefur árlega út skýrslu um styrk skólans í rannsóknum.
Rannsóknarsetur HR
Lagadeild:
Viðskiptadeild:
Tölvunarfræðideild:
Verkfræðideild:
- Engineering Optimization & Modeling Center (EOMC)
- The Nanophysics Center
- Center of Risk and Decision Analysis (CORDA)
- Institute of Biomedical and Neural Engineering (IBNE) - Medical Technology Center
- Rannsóknarsetur um sjálfbæra þróun (SIF) (isl) / Sustainability Institute and Forum (SIF) (en)
- Svefnsetrið (RUSI)
- Mál- og raddtæknistofa Gervigreindarseturs HR
- Engineering Optimization & Modeling Center (EOMC)
- RU Neurolab (Karlsstofa)
- Structural Engineering and Composites Laboratory (SEL)
- The EHG Group (Electro Hystero Gram)
- Icelandic Center for Advanced Additive Manufacturing (ICAAM)
Iðn- og tæknifræðideild
Íþróttafræðideild
Sálfræðideild
- Rannsóknir og greining
- Rannsókn á geðheilsu karla og kvenna á Íslandi
- Þekkingarsetur áfalla
- Rannsóknar- og þjálfunarsetur í klínískri sálfræði
- Svefnsetrið (RUSI)
Mat á rannsóknum
Háskólinn í Reykjavík er virkur þátttakandi í alþjóða rannsóknarsamfélaginu. Matsnefnd skipuð erlendum sérfræðingum gerir úttekt á rannsóknum allra akademískra starfsmanna annað hvert ár. Að auki er rannsóknarstarf skólans metið af Gæðaráði íslenskra háskóla fimmta hvert ár.
Erlenda matsnefndin er sérstaklega beðin um að hafa í huga, að við allan alþjóðlegan samanburð á rannsóknarvirkni innan einstakra vísindasviða/-greina og áhrifum (e. impact) skal taka mið af;
- Birtingum
- Tilvitnunum
- Rannsóknarvinnu
- Leiðbeiningu doktorsnema/nýdoktora
- Öflun rannsóknarstyrkja
- Setu í ritstjórnum
- Ritrýni
- Þátttöku í alþjóðlegum verkefnum
- Skipulagningu vísindaráðstefna
- Mati á doktorsritgerðum, o.fl.
Stigakerfi
Erlenda matsnefndin raðar akademískum starfsmönnum í eftirfarandi fimm flokka, þ.e. gefur rannsóknarstig á kvarðanum 0-4:
0 Engin eða lítil sem engin rannsóknarvirkni (e. None or insignificant research activity).
- Lítil en ekki ómarkverð rannsóknarvirkni (e. Little but nontrivial research activity).
- Framlag til alþjóðlega rannsóknarsamfélagsins eða ef viðeigandi til íslenska rannsóknarsamfélagsins (e. Contributes to the international research community or domestic where appropriate).
- All nokkur og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með greinilegu framlagi og áhrifum (e. Considerable and active participant in the international research community or domestic, where appropriate, with a clear contribution and impact).
- Veruleg og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með talsverðu framlagi og áhrifum (e. Significant and active participant in the international research community or domestically, where appropriate, with a substantial contribution and impact).
Skipan erlendu matsnefndarinnar 2022
- Professor Oliver Hoener, Tübingen University, Þýskaland (íþróttafræði)
- Professor Amnon Lev, University of Copenhagen, Danmörk (lögfræði)
- Professor Allan Borodin, University of Toronto, Kanada (tölvunarfræði)
- Professor Sabine T. Koeszegi, Vienna University of Technology, Austurríki (viðskiptafræði)
- Professor Zohar Yosibash, Tel Aviv University, Ísrael (verkfræði)
- Professor Aline Cotel, University of Michigan, Bandaríkin (verkfræði)
- Professor Maria Melchior, French Institute of Health and Medical Research, Frakkland (sálfræði)

Vissir þú að
HR er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, þriðja árið í röð, samkvæmt lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2022.