Námið
Rannsóknir
HR

Árangur

Rannsóknir eru mikilvægur þáttur í kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík og eru þær unnar í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á alþjóðlegt samhengi, nýsköpun og þverfaglegt starf í rannsóknum og kennslu sem er nauðsynlegt til þess að hægt sé að takast á við helstu áskoranir sem framundan eru. Rannsóknirnar eru metnar eftir alþjóðlegum stöðlum. 

Samkvæmt listum Times Higher Education (THE) er Háskólinn í Reykjavík í 7. sæti háskóla í heiminum þegar horft er til tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn. Listinn var gefinn út í september árið 2022. 

Áhrif rannsókna eru metin út frá upplýsingum frá Elsevier um rúmlega 86 milljónir tilvitnanir í 13,6 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða.

Rannsóknarvirkni HR hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og fjöldi birtinga á ritrýndum vettvangi að sama skapi. Á megin fræðasviðum skólans er HR nú fremstur meðal jafningja hér á landi þegar litið er til árangurs í rannsóknum.

Mars Rover prófanir á Íslandi í samstarfi við NASA.
Mars Rover prófanir á Íslandi í samstarfi við NASA.
Árleg rannsóknarskýrsla

Háskólinn í Reykjavík gefur árlega út skýrslu um styrk skólans í rannsóknum


Rannsóknarsetur HR

Lagadeild: 

Viðskiptadeild:

Tölvunarfræðideild:

Verkfræðideild:

Iðn- og tæknifræðideild  

Íþróttafræðideild

Sálfræðideild 

Mat á rannsóknum

Háskólinn í Reykjavík er virkur þátttakandi í alþjóða rannsóknarsamfélaginu. Matsnefnd skipuð erlendum sérfræðingum gerir úttekt á rannsóknum allra akademískra starfsmanna annað hvert ár. Að auki er rannsóknarstarf skólans metið af Gæðaráði íslenskra háskóla fimmta hvert ár.

Erlenda matsnefndin er sérstaklega beðin um að hafa í huga, að við allan alþjóðlegan samanburð á rannsóknarvirkni innan einstakra vísindasviða/-greina og áhrifum (e. impact) skal taka mið af;

  • Birtingum
  • Tilvitnunum
  • Rannsóknarvinnu
  • Leiðbeiningu doktorsnema/nýdoktora
  • Öflun rannsóknarstyrkja
  • Setu í ritstjórnum
  • Ritrýni
  • Þátttöku í alþjóðlegum verkefnum
  • Skipulagningu vísindaráðstefna
  • Mati á doktorsritgerðum, o.fl.  
Stigakerfi

Erlenda matsnefndin raðar akademískum starfsmönnum í eftirfarandi fimm flokka, þ.e. gefur rannsóknarstig á kvarðanum 0-4:

0 Engin eða lítil sem engin rannsóknarvirkni (e. None or insignificant research activity).

  1. Lítil en ekki ómarkverð rannsóknarvirkni (e. Little but nontrivial research activity).
  2. Framlag til alþjóðlega rannsóknarsamfélagsins eða ef viðeigandi til íslenska rannsóknarsamfélagsins (e. Contributes to the international research community or domestic where appropriate).
  3. All nokkur og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með greinilegu framlagi og áhrifum (e. Considerable and active participant in the international research community or domestic, where appropriate, with a clear contribution and impact).
  4. Veruleg og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með talsverðu framlagi og áhrifum (e. Significant and active participant in the international research community or domestically, where appropriate, with a substantial contribution and impact).
Skipan erlendu matsnefndarinnar 2022
  • Professor Oliver Hoener, Tübingen University, Þýskaland (íþróttafræði)
  • Professor Amnon Lev, University of Copenhagen, Danmörk (lögfræði)
  • Professor Allan Borodin, University of Toronto, Kanada (tölvunarfræði)
  • Professor Sabine T. Koeszegi, Vienna University of Technology, Austurríki (viðskiptafræði)
  • Professor Zohar Yosibash, Tel Aviv University, Ísrael (verkfræði)
  • Professor Aline Cotel, University of Michigan, Bandaríkin (verkfræði)
  • Professor Maria Melchior, French Institute of Health and Medical Research, Frakkland (sálfræði)
Vissir þú að

HR er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, þriðja árið í röð, samkvæmt lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2022. 

Fara efst