Styrkir

Styrkir í grunnnámi

Nýnemastyrkur

Háskólinn í Reykjavík veitir styrk þeim nýnemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi í framhaldsskóla. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Styrkurinn er veittur nemendum sem hefja grunnnám á haustönn. Handhafar eru valdir af nefnd innan HR. Ekki er sótt um styrkinn heldur er handhöfum tilkynnt það verði þeir fyrir valinu.

Raungreinaverðlaun

Háskólinn í Reykjavík veitir raungreinaverðlaun á vorin en þau hlýtur sá nemandi í hverjum framhaldsskóla sem nær bestum árangri í raungreinum á stúdentsprófi. Handhafi raungreinaverðlauna fær skólagjöld niðurfelld fyrstu önnina.

Forsetalisti HR

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Til þess að vera gjaldgengir á forsetalista þurfa nemendur í dagskóla að ljúka að minnsta kosti 30 einingum á önn. Eingöngu námskeið sem nemendur ljúka á hefðbundnu próftímabili, eða fyrir þann tíma, eru gjaldgeng á forsetalista. Í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf sem tekin eru í fyrsta sinn í tilteknu námskeiði, m.ö.o. endurtektarpróf gilda ekki en sjúkrapróf gilda.

Yfirlit yfir nemendur á forsetalista eftir deildum:

Styrkir fyrir afreksíþróttafólk

Allt að þremur afreksíþróttamönnum er veittur styrkur fyrir skólagjöldum í allt að sex annir að hámarki. Styrkirnir eru veittir nemendum í BSc-námi í íþróttafræði.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa.


Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur

Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Tilgangur sjóðsins er annars vegar að styrkja ungt, blint eða sjónskert fólk til mennta, og hins vegar að menntun eða vísindastarf í þágu blindra og blinduvarna. Heimilt er að úthluta árlega úr sjóðnum allt að 2 milljónum króna.

Umsóknir sendist rafrænt (eða á pappír) til Ingu Lísar Hauksdóttur ingaliso@landspitali.is Augndeild LSH, Eiríksgötu 37, 3. h. 101 Reykjavík, sem einnigt veitir nánari upplýsingar. 

Umsóknin skal í stuttu máli gera grein fyrir þeirri skólagöngu, menntun eða verkefni sem sótt er um, ásamt upplýsingum um umsækjanda, náms- og starfsferil og sjónskerðingu, ef við á.

Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 31. maí 2019.

Styrkir í meistaranámi

Tölvunarfræðideild

Alan Turing-styrkur / forsetastyrkur (niðurfelling skólagjalda)

Nemendur geta fengið Alan Turing-styrk sem nemur niðurfellingu allra skólagjalda yfir allt meistaranámið að því gefnu að námsárangur sé góður og námið sé tekið á fullum hraða. Forsetastyrkur (e. dean's selection grant) felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir einungis skólagjöld grunnnáms meðan á meistaranámi stendur að því gefnu að námsárangur sé góður og að námið sé tekið á fullum hraða.

Námssjóður Sameinaðra verktaka

Nemendur í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild geta sótt um styrk í námssjóð Sameinaðra verktaka við Háskólann í Reykjavík. 

Umsóknarfrestur er til 20. desember og 20. maí ár hvert. Úthlutun námsstyrkja fer fram í janúar og júní. Öllum umsóknum er svarað. Hver umsækjandi getur aðeins fengið úthlutun úr sjóðnum einu sinni.

Umsækjendur þurfa að sækja um styrki á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu skólans. Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af námsferilsblaði.

Tækni- og verkfræðideild

Nemendur sem sækja um meistaranám í tækni- og verkfræðideild og hafa lokið BSc-námi með góðum árangri, eiga möguleika á forsetastyrk. Styrkurinn getur numið niðurfellingu skólagjald að fullu eða að hluta (nemandi greiðir skólagjöld grunnnáms).

Námssjóður Sameinaðra verktaka

Nemendur í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild geta sótt um styrk í námssjóð Sameinaðra verktaka við Háskólann í Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til 20. desember og 20. maí ár hvert. Úthlutun námsstyrkja fer fram í janúar og júní. Öllum umsóknum er svarað. Hver umsækjandi getur aðeins fengið úthlutun úr sjóðnum einu sinni.

Umsækjendur þurfa að sækja um styrki á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu skólans. Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af námsferilsblaði.

Viðskiptadeild

Forsetastyrkur

Nemendur sem sækja um meistaranám í viðskiptadeild og ná bestum árangri í meistaranámi eiga möguleika á forsetastyrk.

Lagadeild

Nemendur sem sækja um meistaranám í lagadeild og ná bestum árangri í meistaranámi eiga möguleika á forsetastyrk. Einnig styrkir LOGOS lögmannsþjónustan þann nemanda sem hlýtur hæstu samanlagða einkunn úr BA- og ML-námi.


Var efnið hjálplegt? Nei