Viðbótarnám -við stúdentspróf
Hvað læri ég?
Þetta nám er ætlað þeim einstaklingum sem hafa lokið stúdentsprófi en vilja bæta við sig einingum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði.

Umsókarfrestur
Opið er fyrir umsóknir í viðbótarnám við stúdentspróf fyrir vorönn 2026 frá 5. nóvember til og með 15. desember 2025.
Upplýsingar um námslán
Viðbótarnám við stúdentspróf er ekki lánshæft hjá Menntasjóði. Almennt veitir Menntasjóður ekki námslán þar sem lámarkseiningafjölda er ekki náð (30 fein)
Hvernig læri ég?
Nemendur í viðbótarnámi hafa val á milli staðarnáms og fjarnáms. Nemendur fá einstaklingamiðaða námsáætlun með hliðsjón af því í hvaða háskólanám er stefnt.
Að námi loknu
Hafi nemandi lokið þeirri námsáætlun sem lögð var fram í upphafi getur hann sótt um það nám sem hann stefnir í.
Skipulag náms
Oftast tekur einn vetur (haustönn og vorönn) að ljúka náminu því ákveðnir áfangar eru kenndir á haustönn sem margir viðbótarstúdentar þurfa að taka.
Umsóknarfrestur
Opið er fyrir umsóknir í þriggja anna nám og viðbótarnám við stúdentspróf á vorönn 2026 frá 5. nóvember til og með 15. desember 2025.
Upplýsingar um námslán
Viðbótarnám við stúdentspróf er ekki lánshæft hjá Menntasjóði. Almennt veitir Menntasjóður ekki námslán þar sem lámarkseiningafjölda er ekki náð (30 fein)
Aðstaða
Bekkir í Háskólagrunni eru með sínar heimastofur þar sem nemendum finnst gott að koma saman og læra, vinna hópverkefni, eða bara til að spjalla og hjálpast að í gegnum lærdóminn.