Námið
Rannsóknir
HR

Háskólagrunnur HR

Háskólagrunnur HR er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf. Háskólagrunnur HR er starfræktur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík.

Nemendahópur deildarinnar samanstendur af einstaklingum sem hafa verið á vinnumarkaði, einstaklingum með iðnmenntun og fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla.

  • Opið fyrir umsóknir frá 5. febrúar til og með 15. júní - í eins árs nám og viðbótarnám við stúdentspróf
  • Opið fyrir umsóknir frá 5. nóvember til og með 15. desember - í þriggja anna nám og viðbótarnám við stúdentspróf
  • Tekið inn um áramót í þriggja anna nám í alla grunna og í viðbótarnám við stúdentspróf sem hefst í janúar ár hvert

Deildin á sér langa og góða sögu. Hún hefur verið vettvangur fjölda fólks til að láta drauma sína um frekari menntun rætast.

Grunnar

Háskólagrunnur HR

Nám sem lýkur með lokaprófi. Val er á milli eins árs náms og þriggja anna náms.

Viðbótarnám við stúdentspróf

Í viðbótarnámi við stúdentspróf í Háskólagrunni geta stúdentar bætt við sig stærðfræði, raungreinum og öðrum greinum. Áhugasamir geta sent afrit af námsferli á haskolagrunnurhr@ru.is  og tekið fram í hvaða nám er stefnt og deildin hefur samband.

Kennsla

Deildin hefur á að skipa fastráðnum kennurum með mikla reynslu. Kennt er í staðarnámi í grunnunum en í ýmsum áföngum er einnig stafræn kennsla og upptökur úr kennslustundum. Auk þess er fjarnám í boði í ákveðnum áföngum í viðbótarnámi við stúdentspróf. Nemendur í viðbótarnámi hafa val á milli fjarnáms og staðarnáms.

Saga deildarinnar í 60 ár

Nám við Háskólagrunn byggir á 60 ára farsælli reynslu. Frumgreinadeild var stofnuð árið 1964 og þá við Tækniskóla Íslands, síðar Tækniháskóla Íslands, sem sameinaðist Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Brú úr iðnfræði

Háskólagrunnur HR býður upp á nám við deildina fyrir iðnfræðinga. Námið hefst um áramót og er fullt nám á vorönn. Að vorönn lokinni útskrifast nemendur með lokapróf úr Háskólagrunni HR sem veitir rétt til þess að sækja um í tæknifræði. 

Frekari upplýsingar má finna á vef um háskólanám eftir iðnnám

Kennarar

Arna Björk Jónsdóttir
frumgreinakennari - Íslenska
Björg Hilmarsdóttir
frumgreinakennari - danska og íslenska
Jóhann Björnsson
frumgreinakennari - heimspeki og hugmyndasaga
Klara Kristín Arndal
frumgreinakennari - enska
Kristinn Torfason
frumgreinakennari - eðlisfræði og stærðfræði
Ósk Guðmundsdóttir
frumgreinakennari - stærðfræði og viðskiptagreinar
Sjá fleiri kennara

Skrifstofa deildar

Forstöðumaður

Anna Sigríður Bragadóttir

Framlag

Háskólagrunnur HR hefur lagt sitt af mörkum í áratugi við að efla menntun og möguleika til framhaldsnáms. Deildin kemur til móts við þann hóp sem vantar grunn til frekara náms og hefur veitt ótal einstaklingum ný tækifæri í lífinu. Í samstarfi við alþjóðasvið HR býður Háskólagrunnur erlendum nemendum skólans upp á námskeið í íslensku og stuðlar þannig að inngildingu þeirra í íslenskt samfélag.

Ég trúi því varla að ég sé að klára gráðu í háskóla - eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði getuna til að klára og gæti aldrei hafa gert án þess að hafa tekið Háskólagrunn HR.

Thelma Katrín Óskarsdóttir
Lauk BSc í hagfræði og fjármálum 2022
Lauk Háskólagrunni HR 2019

Skipulag deildar

Námsmatsnefnd samanstendur af þremur starfsmönnum. Einn af þeim er formaður nefndarinnar og er hann ábyrgur fyrir því að boða fundi.

Hlutverk námsmatsnefndar er eftirfarandi:

  • Afgreiða undanþágubeiðnir nemenda í tengslum við námsframvindu.
  • Sjá um mat á námi/námskeiðum úr öðrum skólum.

Veturinn 2023 - 2024 sitja eftirfarandi frumgreinakennarar í nefndinni:

  • Snjólaug Steinarsdóttir, frumgreinakennari og formaður nefndar
  • Arna Björk Jónsdóttir, frumgreinakennari
  • Sveinn Arnar Stefánsson, frumgreinakennari

Deildarfundir nemenda og kennara Háskólagrunns HR eru að jafnaði haldnir tvisvar á önn. Fundirnir eru samráðsvettvangur nemenda og kennara. Á fundunum er fjallað og ályktað um fagleg málefni náms Háskólagrunns HR. Fundina sitja allir kennarar deildarinnar og einn fulltrúi nemenda úr hverjum bekk.

Námsstyrkir

Nemendur í Háskólagrunni HR sem ná bestum árangri eiga þess kost að fá námsstyrk og fá skólagjöld næstu annar felld niður. Miðað er við árangur á prófatímabili haustannar hjá nemendum í eins árs námi en prófatímabili vorannar og haustannar hjá nemendum í þriggja anna námi.

Til þess að vera gjaldgengir þurfa nemendur, að öllu jöfnu, að ljúka einingum sem svara til fulls náms á viðkomandi önn og þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum viðkomandi annar samkvæmt samþykktri námsáætlun. Eingöngu námskeið sem nemendur ljúka á hefðbundnu próftímabili, eða fyrir þann tíma, eru tekin með við þessa ákvörðun. Í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf sem tekin eru í fyrsta sinn í tilteknu námskeiði, þ.e. sjúkrapróf gilda en endurtektarpróf ekki.

  • Flosi Torfason 
  • Guðmundur Alexander Magnússon 
  • Ólafur Dór Steindórsson 
  • Benedikt Máni Finnsson
  • Óli Daníel Brynjarsson
Var efni síðunnar hjálplegt?