Námið
Rannsóknir
HR
Tölvunarfræðideild

Hugbúnaðar-
verkfræði

Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Athugið að ekki er tekið inn í námið að svo stöddu en nemendum er bent á að í MSc í tölvunarfræði er boðið upp á áherslulínu í hugbúnaðarverkfræði.

Nemendur læra að beita aðferðum verkfræði við hönnun og smíði hugbúnaðarkerfa. Hugbúnaðarkerfin eru notuð í tæknilausnir sem eru allt frá því að vera afmarkaðar og sérhannaðar fyrir ákveðinn markhóp eða nýttar af almenningi á hverjum degi. 

Meðal sérsviða eru samtímavinnsla í tölvuforritum (e. concurrency theory) með áherslu á líkanagerð og hönnunarprófun gagnverkandi kerfa og merkingarfræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics).

Við útskrift eiga nemendur að hafa: 

  • Trausta undirstöðu og hagnýta reynslu við notkun tækniaðferða þ.m.t. þarfagreiningu, hönnun, innleiðingu, prófun og viðhald, með áherslu á gæði hugbúnaðar.
  • Skilning á meginreglum þessara aðferða svo teknar séu réttar ákvarðanir við hönnun og þróun kerfa og hugbúnaðar.
  • Aðferðafræði rannsókna.
  • Þekkingu á meginreglum tölfræði og hugbúnaðarverkfæra.
  • Þekkingu á tæknilausnum af þeim valsviðum þar sem nemandi þróar sérþekkingu. 

Hvernig læri ég?

Í meistaranáminu velja nemendur ýmist rannsóknarmiðað nám þar sem lokaverkefnið er 60 ECTS einingar eða námskeiðsmiðað nám þar sem lokaverkefnið er 30 ECTS einingar. 

Í námskeiðsmiðuðu námi geta nemendur lokið 60 ECTS með valáföngum. Þeir ákveða valáfanga í samráði við leiðbeinanda sinn og skila inn námsáætlun í byrjun hverrar annar.

Hægt er að nýta ýmis skemmtileg og spennandi tækifæri til að ljúka einingum í náminu. Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám hér landi hjá CCP eða erlendis hjá rannsóknarstofnuninni Fraunhofer. Einnig er hægt að ljúka Nordic Master. 

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Handhafar prófgráðunnar eiga að vera færir um að:

  • Hanna, innleiða, prófa, skjala og viðhalda hugbúnaðarkerfi.
  • Nýta viðeigandi aðferðir og verkfæri til að greina flókin vandamál úr raunveruleikanum og finna lausnir sem byggja á hugbúnaði.
  • Beita reynslubundnum og stærðfræðilegum rannsóknaraðferðum, tæknilausnum og nálgunum við lausn vandamála í hugbúnaðarþróun. 
  • Tjá sig með árangursríkum og faglegum hætti bæði skriflega og gegnum kynningar fyrir bæði sérfræðinga og almenning.
  • Nálgast og meta viðeigandi fagupplýsingar með áreiðanlegum hætti.
  • Vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og nýsköpun.
  • Vinna á árangursríkan hátt með öðrum meðlimum teymis og taka þátt í stjórnun, áætlanagerð og innleiðingu kerfis.
  • Bera sjálfstætt fram tillögu um lítið rannsóknarverkefni, gera áætlun um framkvæmd þess, ráðast í þróun verkefnisins, leggja mat á niðurstöður og skýra frá þeim með faglegum hætti.
  • Efla þekkingu gegnum frumkvöðlastarf og þekkingarsköpun.
Starfsréttindi

Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur þarf að ljúka 3 ára BSc námi og 2 ára MSc námi í verkfræði í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kröfurnar fela í sér ákveðið margar einingar í raungreinum og tvenns konar flokkum af verkfræðigreinum. Nemendur eru hvattir til að leita frekari upplýsinga á skrifstofum tölvunarfræðideildar og verkfræðideildar.

Draumurinn er að nýta þá þekkingu sem ég hef fengið frá HR, bæði úr meistara- og grunnnámi sem og af vinnumarkaði til að stofna fyrirtæki. Vonandi mun það fyrirtæki eiga þátt í að gera heiminn að betri stað.

Sara Árnadóttir
Meistaranemi í hugbúnaðarverkfræði

 Það kom mér á óvart hversu skemmtilegt námið er. Þegar ég hóf nám í hugbúnaðarverkfræði vissi ég ekkert hvað mig langaði að gera í framtíðinni en fann svo ástríðuna á meðan á náminu stóð.

Bergur Tareq Tamimi
BSc í hugbúnaðarverkfræði

Skipulag náms

Meistaranám í hugbúnaðarverkfræði er 120 ECTS og tvö ár í staðarnámi.

Nemendur geta valið um tvær leiðir: 
  • Rannsóknarmiðað nám þar sem lokaverkefnið er 60 ECTS einingar 
  • Námskeiðsmiðað nám þar sem lokaverkefni er 30 ECTS einingar  
Námskeiðsmiðað nám
SKYLDAAðferðafræði rannsókna 8 ECTS
SKYLDAStöðuvélar og reiknanleiki 6 ECTS
SKYLDA Modeling and Verification 8 ECTS
SKYLDA Software Project Management 8 ECTS
SKYLDALokaverkefni 30 ECTS
VAL60 ECTS - Nemendur ákveða valáfanga í samráði við leiðbeinanda sinn og þeir þurfa að skila inn námsáætlun í byrjun hverrar annar.
Rannsóknamiðað nám
 SKYLDA Aðferðafræði rannsókna 8 ECTS
 SKYLDA Stöðuvélar og reiknanleiki 6 ECTS
 SKYLDA Modeling and Verification 8 ECTS
 SKYLDA Software Project Management 8 ECTS
 SKYLDA Lokaverkefni 60 ECTS
Valáfangar

Nemendum er heimilt að taka áfanga sem kenndir eru í BSc-náminu eða að taka áfanga utan tölvunarfræðideildar eða tækni- og verkfræðideildar að uppfylltum þessum skilyrðum:

  • BSc-námskeiðið þarf að vera framhaldsnámskeið sem skarast ekki á við áður tekin námskeið sem nemendur hafa tekið. Listi yfir samþykkt námskeið verður birtur fyrir upphaf hverrar annar.  
  • Fyrir námskeið utan tölvunarfræðideildar eða tækni- og verkfræðideildar þarf að vanda valið við námskeiðin og sýna þarf fram á að námskeið sé nauðsynlegt og/eða gagnlegt fyrir námsframvindu nemanda. Leiðbeinandi og framhaldsnámsráð þurfa að samþykkja námskeiðin.
Dæmi um valáfanga 
T-533-VIHUViðhald hugbúnaðar - 6 ECTS
T-631-SOE2Hugbúnaðarfræði II - 6 ECTS
T-741-ERSE Empirical Software Eng - 8 ECTS
T-603-THYDÞýðendur - 6 ECTS
T-622-ARTIGervigreind - 6 ECTS
T-723-VIENVirtual Environments - 8 ECTS
T-724-SETASemantics: Theory and Application - 8 ECTS
T-749-INDPSjálfstæð rannsókn - 8 ECTS
T-810-OPTIOptimization Methods - 8 ECTS
T-813-STOCStochastic Methods - 8 ECTS
Allir nemendur þurfa að taka áfangana:
  • T-701-REM4 Aðferðafræði rannsókna
  • T-707-MOVE Modeling and Verification
  • T-740-SPMM    Software Project Management

Nemendur sem ekki hafa tekið áfangann T-519-STOR Stöðuvélar og reiknanleiki, eða sambærilegan áfanga í BSc-námi sínu þurfa að taka áfangann T-719-STO4 Stöðuvélar og reiknanleiki.

Haust
Stöðuvélar og reiknanleiki
T-519-STOR / 6 ECTS
Software Project Management
T-740-SPMM / 8 ECTS
Valnámskeið I
0 / 6 ECTS
Valnámskeið I
0 / 6 ECTS
Vor
Aðferðafræði rannsókna
T-701-REM4 / 8 ECTS
Modeling and Verification
T-707-MOVE / 8 ECTS
Valnámskeið I
0 / 6 ECTS
Valnámskeið I
0 / 6 ECTS

Þriggja vikna námskeið

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.  

Verkleg kennsla á margvíslegum vettvangi

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Af hverju hugbúnaðarverkfræði í HR?

  • Nemendur öðlast eftirsótta sérfræðiþekkingu fyrir framtíðina. 
  • Nemendur fá dýpri þekkingu á því sviði sem þeir hafa mestan áhuga á.
  • Hægt er að nýta valnámskeið til að móta námið að sínu áhugasviði. 
  • Deildin hefur á að skipa mörgum af afkastamestu fræðimönnunum í tölvunarfræði á Íslandi.*
  • Nemendur taka þátt í raunverulegum vísindaverkefnum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið, til dæmis í máltækni og með sýndarveruleika.
  • Deildin hefur mjög góð alþjóðleg tengsl við aðra háskóla og rannsóknarstofnanir.
  • Nemendur fá reynslu í rannsóknum og efla þannig getuna til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrrar þekkingar - út starfsferilinn.
  • Betri starfsmöguleikar hvar sem er í heiminum.
  • Almennt séð hafa handhafar meistaragráðu hærri laun á vinnumarkaði en þeir sem aðeins hafa grunngráðu. 
  • Nemendur fá undirbúning fyrir doktorsnám.

*samkvæmt DBLP-gagnagrunninum (The DBLP Computer Science Bibliography). 

Tölvunarfræðideild HR var tilgreind sem fyrirmynd fyrir norska háskóla í alþjóðlegum upplýsingatæknirannsóknum ásamt tölvunarfræðideildum MIT, Georgia Tech, University of Southampton, Technion og ETH tækniháskólans í Zurich. Nemendur vinna með þessum öflugu vísindamönnum. 

Fara efst