Tölvunar-fræði
Hvað læri ég?
Námið hentar þeim vel sem vilja þróa sína sérþekkingu eftir áhugasviði. Nemendur hafa mikið val og sveigjanleika enda eru skylduáfangar aðeins tveir.
Meðal mögulegra viðfangsefna eru:
- Gervigreind, t.d. gerandatækni (e. agent technology).
- Tölvuleikir, þjarkafræði og sýndarheimar.
- Samtímavinnsla í tölvuforritum (e. concurrency theory) með áherslu á líkanagerð og hönnunarprófun gagnverkandi kerfa, ferlaalgebru og merkingarfræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics).
- Gagnagrunnar með áherslu á skilvirka lyklun margmiðlunargagnagrunna.
- Máltækni, t.d. mörkun íslensku og hugbúnaðarlausnir fyrir greiningu íslensks texta.
Áherslulína í Gervigreind (AIEMP)
Í M.Sc. námi í tölvunarfræði með gervigreindaráherslu við Háskólann í Reykjavík sækja nemendur grunn- og valnámskeið í gervigreind, gagnafræði, stafrænni heilsu og tölvunarfræði. Gervigreind er rannsóknarsvið sem snýst um beitingu og þróun nýrra aðferða til að láta vélar framkvæma flókin verk. Verk sem annars væri aðeins hægt að vinna með aðkomu mannlegrar greindar.
Markmið AIEMP er að veita nemendum þekkingu á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum rannsókna og þróunar gervigreindartækni, veita þeim tækifæri og reynslu í beitingu nýjustu aðferða og þekkingu og skilning til að hanna næstu kynslóð slíkrar tækni. Með (valfrjálsu) starfsnámi hjá einum af fjölmörgum samstarfsaðilum HR, eða sjálfstæðu námskeiði á haustönn 2. árs brautar, öðlast nemendur reynslu í beitingu gervigreindar í hagnýtum upplýsingatækniverkefnum.
Í M.Sc. námi í tölvunarfræði með gervigreindaráherslu leggja nemendur sitt af mörkum til gervigreindarsviðsins með því að beita þekktum gervigreindaraðferðum á ný vandamál (M.Sc. lokaverkefni) eða þróa nýja gervigreindartækni (M.Sc. lokaritgerð).
Að minnsta kosti einn þriðji af heildareiningum námsins þarf að vera úr gervigreindarnámskeiðum (20 ECTS ef M.Sc. rannsóknarbraut/lokaritgerð er valin og 30 ECTS ef valið er M.Sc. námskeiðsbraut/lokaverkefni).
Skylduáfangar
Haust
- T-744-AISE AI Seminar (2 ECTS)
- T-740-SPMM Software Proj. Mgmt. (8 ECTS)
- T-519-STOR Theory of Computation (6 ECTS)
Vor
- T-622-ART Artificial Intelligence (6 ECTS)
- T-701-REM4 Research Methodology (8 ECTS)
Valáfangar - AI
- T-713-MERS Empirical Reasoning & Control (8 ECTS)
Control Systems (e.g. T-503-REGL Regulation Theory) (6 ECTS) - T-768-SMAI Informed Search Methods in AI (8 ECTS)
- T-419-CADP Parallel & Distributed Programming (6 ECTS)
- T-723-VIENNA Virtual Reality (8 ECTS)
- T-820-DEEP Reinforcement Learning (8 ECTS)
- T-749-INDS Independent Study (2-8 ECTS)
- T-720-ATAI Advanced Topics in AI (8 ECTS)
- T-707-MOVE Modeling and Verification (8 ECTS)
- T-809-DATA Data Mining & Machine Learning (8 ECTS)
Áherslulína í Hugbúnaðarverkfræði
Kröfur:
Nemendur í tölvunarfræði með áherslu á hugbúnaðarverkfræði þurfa að ljúka að minnsta kosti þriðjungi heildareininga í meistaranámi úr sérhæfðum námskeiðum hugbúnaðarverkfræði. Námskröfur eru mismunandi eftir því hvaða námsleið er valin innan áherslulínunnar.
Hægt er að velja milli tveggja brauta innan áherslulínu hugbúnaðarverkfræði:
- Rannsóknartengd braut (60 ECTS ritgerð): Að lágmarki 20 ECTS þurfa að vera af námskeiðum í hugbúnaðarverkfræði.
- Námskeiðatengd braut (30 ECTS ritgerð): Að lágmarki 30 ECTS þurfa að vera af námskeiðum í hugbúnaðarverkfræði.
Skyldunámskeið í hugbúnaðarverkfræði (16 ETCS):
Nemendur þurfa að ljúka eftirfarandi námskeiðum til að byggja upp kjarnafærni í hugbúnaðarverkfræði:
- T-707-MOVE Modelling and Verification 8 ECTS (Vor)
- T-741-ERSE Empirical Research in Software Engineering, Information Systems, and Human-Computer Interaction 8 ECTS (Vor)
Valnámskeið í hugbúnaðarverkfræði:
Til að uppfylla eftirstandandi einingar í áherslulínu hugbúnaðarverkfræði geta nemendur valið úr eftirfarandi valáföngum:
- T-733-ICAP Introduction to Computer-Assisted Proof 6 ECTS (3-week course)
- T-533-VIHU Software Maintenance (BSc Advanced, Spring):
- T-631-SOE2 Software Engineering II (BSc Advanced):
- T-764-DATA Big Data Management (Spring 2025):
- T-749-INDS Independent Study Focused on Software Engineering (Spring/Fall, up to 16 ECTS):
- T-742-CSDA Computer Security: Defense Against the Dark Arts (Spring)
- T-603-THYD Compilers 6 ECTS
Ritgerðarkröfur í áherslulínu hugbúnaðarverkfræði:
Til að geta útskrifast með áherslu í hugbúnaðarverkfræði verða nemendur að ljúka rannsóknarritgerð um efni sem tengist hugbúnaðarverkfræði. Hægt er að velja á milli 30 ECTS eða 60 ETCS ritgerðar.
Hvernig læri ég?
Hvernig læri ég?
Staðarnám
Meistaranám við tölvunarfræðideild er staðarnám, kennt í dagskóla.
Kennt á ensku
Námskeið eru kennd á ensku af alþjóðlegum sérfræðingum.
Fyrirkomulag kennslu
Kennsla fer fram í smærri hópum, að meðaltali með færri en 20 nemendum.
Námsmat
Námsmat í námskeiðum er fjölbreytt, til dæmis í formi einstaklingsverkefna, hópaverkefna og prófa.
Intelligent Software Systems: Nordic Master
Nemendur sem eru skráðir í MSc-nám í tölvunarfræði eða MSc-nám í hugbúnaðarverkfræði geta lokið "Nordic Master í Intelligent Software Systems" en það er tvöföld gráða með Mälardalen University, Västerås, Svíþjóð, og Åbo Akademi University í Turku, Finnlandi.
Námið felur í sér að vera eina önn eða ár við gestaháskólann og innifalinn er fjárhagslegur styrkur til að búa erlendis, sjá nánari upplýsingar hér.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Vinsamlega sækið um hér.
Aðstoðarkennsla
Hefð er fyrir því að meistaranemum standi til boða að sinna kennslu sem launaðir aðstoðarmenn. Þeir sem hljóta forsetastyrk ganga fyrir um störfin.
Tvíþætt gráða: Frá Íslandi og Ítalíu
Tölvunarfræðideild HR og tækni- og vísindadeild Háskólans í Camerino (UNICAM) bjóða upp á meistaragráðu í tölvunarfræði með útskrift úr báðum skólum.
Camerino er sögulegur bær í Apennine fjöllum sem staðsettur er 200 kílómetra norðaustur af Róm, mitt á milli Ancona og Perugia. Háskólinn var stofnaður árið 1336 og býr því yfir sex og hálfrar aldar sögu. Í dag eru meira en 10.000 nemendur í Háskólanum sem dreifast á fimm deildir (arkitektúr, lyfjafræði, lögfræði, dýralækningar, vísindi og tækni). Í háskólanum starfa 297 kennarar (sem þýðir að það er einn kennari fyrir hverja 34 nemendur).

UNICAM hefur mikilvæga hefð í kennslufræðum og í vísindalegum rannsóknum: Það eru fjölmargar og nýjar gráður í boði í mismunandi deildum þ.m.t. meistaragráður og margir af prófessorum skólans hafa fengið virtar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar.
Að námi loknu
Út í atvinnulífið
Sú sérhæfing sem útskrifaðir meistaranemar í tölvunarfræði öðlast veitir þeim forskot á vinnumarkaði. Handhafar prófgráðunnar eiga að námi loknu að geta beitt þekkingu sinni og leikni eins og hér segir:
- Aðferðir og verkfæri til að hanna, innleiða, prófa, skjala og viðhalda tölvukerfi.
- Efla þekkingu gegnum frumkvöðlastarf og þekkingarsköpun.
- Beita rannsóknaraðferðum, tæknilausnum og nálgunum við lausn vandamála af því rannsóknasviði þar sem nemendur sérhæfa sig.
- Nálgast og meta viðeigandi fagupplýsingar með áreiðanlegum hætti.
- Aðferðir og verkfæri til að greina flókin vandamál úr raunveruleikanum og finna tölvumiðaðar lausnir.
- Vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og nýsköpun
- Tjá sig með árangursríkum og faglegum hætti bæði skriflega og gegnum kynningar fyrir bæði sérfræðinga og almenning
- Greina flókin vandamál úr raunveruleikanum og finna skilvirkar tölvumiðaðar lausnir
- Vinna á árangursríkan hátt með öðrum teymismeðlimum og taka þátt í stjórnun, áætlanagerð og innleiðingu tölvukerfis.
- Bera sjálfstætt fram tillögu um lítið rannsóknarverkefni, gera áætlun um framkvæmd þess, ráðast í þróun verkefnisins, leggja mat á niðurstöður og skýra frá þeim með faglegum hætti.
„Mér finnst námið alveg frábært, ég hef mikið frelsi til að velja námsleið og fáir skylduáfangar þýðir að ég get einbeitt mér að áföngum sem ég hef áhuga á. Það er líka í boði að taka áfanga sem eru á allt öðru sviði en áherslulínunni ef manni hugnast svo, þó ég vilji halda mér innan þess ramma.“
Edda Pétursdóttir
Þetta er mjög skemmtilegt nám og atvinnumöguleikarnir að því loknu frábærir. Tenging við atvinnulífið er sterk, sem gefur nemendum tækifæri til að kynnast raunverulegum verkefnum.
Reynsla mín af náminu er mjög góð. Í HR er frábær aðstaða fyrir meistaranema, áhugaverð námskeið kennd og aðgengi að kennurum er ótrúlegt. Umfangið á rannsóknarsetrum tölvunarfræðideildarinnar kom mér einnig á óvart.
Skipulag náms
Skylduáfangar eru tveir en aðrir eru valfög. Hægt er að velja rannsóknamiðað nám eða námskeiðsmiðað nám.
Áhersla á námskeið
Þegar áhersla er lögð á námskeið þá þurfa nemendur að ljúka a.m.k. 90 ECTS í námskeiðum og að minnsta kosti 30 ECTS í lokaverkefni sem má vera hópverkefni.
Áhersla á rannsóknir
Þegar lögð er áhersla á rannsóknir þá þurfa nemendur að ljúka að minnsta kosti 60 ECTS einingum í námskeiðum og að minnsta kosti 60 ECTS í lokaverkefni sem er rannsóknarverkefni undir handleiðslu akademísks starfsmanns innan deildarinnar.
Námskröfur
Að minnsta kosti 2/3 af námskeiðum þurfa að vera framhaldsnámskeið innan tölvunarfræðideildar. Skyldunámskeið eru “T-701-REM4 Research Methodology” og T-740-SPMM Software Project Managment. Á námstímanum þurfa nemendur að uppfylla breiddarkröfur en það þýðir að þau þurfa að ljúka einu námskeiði sem tilheyrir hverri breidd (Theory, Systems og Applications). Nemendur sem ekki hafa tekið áfangann “T-519-STOR Theory of Computation”eða sambærilegt námskeið í grunnnámi verða að ljúka því í meistaranámi.
Nemendum er heimilt að taka námskeið í grunnnámi eða námskeið utan deildarinnar ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
- Námskeiðin verða að verða að tilheyra þriðja ári og ekki skarast á við námskeið sem nemandi hefur áður lokið í sínu grunnnámi.
- Námskeið sem tilheyra ekki tölvunarfræðideild þurfa að styrkja nemandann í þeirri áherslu sem hann hefur valið sér og vera honum til framdráttar. Nemandi þarf að fá samþykki leiðbeinanda sem og framhaldsnámsráðs fyrir því námskeiði.
- Sjá nánar reglur um meistaranám

MSc-námið í tölvunarfræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (ASIIN) sem staðfestir gæði þess.
Ertu með spurningar um námið?
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, rannsókna, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Ný þekking verður til
HR stendur framarlega á heimsvísu í rannsóknum í gervigreind. Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið. Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt. Hægt er að bóka herbergið vegna verkefnavinnu eða tilrauna.
Þar er líka aðstaða fyrir hópavinnu nemenda og starfsmanna á öllum námsstigum. Þar eru borð (flestum úthlutað á hverri önn, en líka borð sem nemendur geta notað hluta vikunnar), geymsluaðstaða (skúffur, hillur, kassar), grunn tækjabúnaður (skjáir, snúrur osfr.) og svo tússtöflur og afþreyingaraðstaða (sófi og leikjavélar).
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í tölvunarfræði læra oft saman á ákveðnu svæði í Sólinni. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Af hverju tölvunarfræði í HR?
- Eftirsótt og alþjóðleg sérfræðiþekking fyrir framtíðina.
- Dýpri þekking og valnámskeið til að móta námið að eigin áhugasviði.
- Reynsla af rannsóknum og þjálfun í að hugsa út fyrir boxið og leita nýrrar þekkingar út starfsferilinn.
- Þáttaka í vísindaverkefnum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
- Tækifæri til að vinna með mörgum af afkastamestu fræðimönnunum í tölvunarfræði á Íslandi.
- Undirbúningur fyrir doktorsnám.
- Tölvunarfræðideild HR var tilgreind sem fyrirmynd fyrir norska háskóla í alþjóðlegum upplýsingatæknirannsóknum ásamt tölvunarfræðideildum MIT, Georgia Tech, University of Southampton, Technion og ETH tækniháskólans í Zurich. Lesa meira um deildina.