Námið
Rannsóknir
HR

Tölvunarfræðideild

Tölvunarfræðideild er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Kennarar eru í fararbroddi á sínu fræðasviði og nemendur taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Rík áhersla er á gæði kennslu og jafnvægi milli styrkrar fræðilegrar undirstöðu og hagnýtrar þekkingar á nýjustu tækni og aðferðum. Námið fer að einhverju leyti fram á ensku.

Edda Pétursdóttir, nemandi, lýsir ákvörðuninni að skrá sig í tölvunarfræði í HR.

Tölvunarfræði gerir þér kleift að taka þátt í spennandi framþróun iðnaðar og samfélags. Gagnavísindi, gervigreind, formlegar aðferðir, forritunarkunnátta og skapandi hönnun notendaviðmóta eru allt viðfangsefni sem snerta okkur meira með hverjum deginum. Í HR getur þú nælt þér í þessa ofurkrafta og notað þá til að breyta heiminum.

Henning Arnór Úlfarsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar HR.

Rannsóknir

Rannsóknir í tölvunarfræðideild fara að verulegu leyti fram innan sérstakra rannsóknarsetra og þar gefst nemendum kostur á að vinna að spennandi verkefnum undir handleiðslu sérfróðra vísindamanna. 

Rannsóknarsetrin vinna jafnframt að rannsóknum í samvinnu við innlenda og erlenda háskóla, fyrirtæki í atvinnulífinu og aðra samstarfsaðila. Rannsóknir eru stór þáttur í starfi flestra fastráðinna kennara við deildina og hefur framlag þeirra til rannsókna aukist ár frá ári. Tölvunarfræðideild hefur sett sér sérstaka stefnu í rannsóknum og birtir nú árlega skýrslu um rannsóknarvirkni deildarinnar í heild sinni.  

Helstu rannsóknasvið:
  • Gervigreind
  • Tölvuöryggi
  • Sýndarveruleiki
  • Máltækni
  • Samskipti manns og tölvu
  • Hugbúnaðarverkfræði
  • Gagnasöfn
  • Fjártækni
  • Fræðileg tölvunarfræði
Rannsóknasetur

Starfsfólk

Vísindamenn & fastráðnir kennarar

Stundakennarar

Akureyri og austurland

Ólafur Jónsson
Umsjónarmaður náms á Akureyri og austurlandi

Skrifstofa deildar

Skrifstofa tölvunarfræðideildar er ekki með fastan skrifstofutíma en senda má póst á netfang deildarinar td@ru.is og óska eftir viðtali eða aðstoð.

Samstarf


Atvinnulífið

Lokaverkefni nemenda í BSc-námi eru hópverkefni sem unnin eru í samstarfi við kennara og oftast í samvinnu við fyrirtæki. Nemendur vinna með mismunandi fyrirtækjum ár hvert.

Starfsnám

Nemendur í tölvunarfræðideild hafa möguleika á að sækja um að fara til Bandaríkjanna í starfsnám við hina virtu Fraunhofer-rannsóknarstofnun í Maryland eða til þýska fyrirtækisins Härte- und Oberflächentechnik GmbH & Co sem staðsett er í Nürnberg.

Nemendur fá borguð laun meðan á starfsnáminu stendur og algengast er að nemendur fari í sex mánuði í senn.

Háskólinn á Akureyri

Samstarf tölvunarfræðideildar HR og Háskólans á Akureyri gerir íbúum á Norðurlandi kleift að sækja BSc-nám í staðarnámi á Akureyri. Fyrir norðan hlýða nemendur á fyrirlestra á netinu en eru með kennara á svæðinu sem sér um dæmatíma. Í náminu á Akureyri er lögð áhersla á forritun og leikjahönnun. Verkefnastjóri við HA heldur utan um nemendur og námið fyrir norðan.

Samstarf við alþjóðlega háskóla

Samstarf við UNICAM

Tölvunarfræðideild HR og tækni- og vísindadeild Háskólans í Camerino (UNICAM) bjóða upp á meistaragráðu í tölvunarfræði (120 ECTS) með útskrift úr báðum skólum.

Í lok námsins fá nemendur eftirfarandi titla:

  • Master in Computer Science (MSc) frá Háskólanum í Reykjavík og
  • Laurea Specialistica/Magistrale in Informatica (Master in Computer Science) frá The Faculty of Science and Technology of UNICAM.
Styrkir

Hægt er að sækja um Erasmus styrki í gegnum alþjóðaskrifstofuna fyrir ferðakostnaði og uppihaldi.

Deildarforseti

Dr. Henning Arnór Úlfarsson

Upplýsingar fyrir nemendur

Stundatöflur eru birtar í kennslukerfi HR inni á Canvas. Stundatöflur eiga að birtast áður en að kennsla hefst. Ef nemendur þurfa nauðsynlega að kynna sér stundatöflur fyrir þann tíma má senda fyrirspurn á netfangið td@ru.is

Skipt um braut

Nemendur geta sótt um að skipta um námsbraut innan tölvunarfræðideildar. Vinsamlegast sendið tölvupóst á td@ru.is en umsóknin er svo lögð fyrir Námsmatsnefnd. 

Ef nemendur vilja skipta frá verkfræði yfir í tölvunarfræði eða útskrifast með báðar gráður ber að fara eftir ákveðnum reglum við uppsetningu námsins. Vinsamlegast sendið tölvupóst á td@ru.is og óskið eftir leiðbeiningum. Athugið að ætíð þarf samþykki frá námsmatsnefnd fyrir brautarskiptum og uppsetningu námsins.

Framlag

Tölvunarfræðideild leggur sitt af mörkum fyrir samfélagið á ýmsan hátt, til dæmis með átaksverkefnum, áherslum í innra starfi og kennslu í tölvu- og netöryggi. Kennd eru námskeið bæði á grunn- og meistarastigi þar sem farið er yfir siðferðileg mál í tölvunarfræði. Nemendur ljúka jafnframt námskeiðum þar sem þeir læra að efla tölvu- og netöryggi.

Eins hefur deildin unnið markvisst að því að stuðla að jöfnu kynjahlutfalli meðal kennara námsins og að jafna hlutfall kynja í nefndum deildarinnar. Tölvunarfræðideildin tekur þátt í verkefninu Stelpur og tækni en þar er markmiðið að vekja áhuga stelpna á þeim ýmsu möguleikum sem tækninám hefur upp á að bjóða.

Skipulag

Deildarforseti

Henning Arnór Úlfarsson hef­ur gegnt stöðu deildarforseta tölvunarfræðideildar frá árinu 2023.

Ráð og nefndir

Hlutverk nefndarinnar er að afgreiða beiðnir um mat á námi/námskeiðum í grunnnámi úr öðrum skólum. Erindum til námsmatsnefndar, eins og gögn frá fyrra námi, skal beina til td@ru.is.

Í námsmatsnefnd skólaárið 2024-2025 sitja:

  • Steinunn Gróa Sigurðardóttir, forstöðukona grunnnáms
  • Yngvi Björnsson, prófessor
  • Drífa Skúladóttir, verkefnastjóri BSc náms
  • Eyrún Eva Haraldsdóttir, verkefnastjóri BSc náms
Var efni síðunnar hjálplegt?