Námið
Rannsóknir
HR
Verkfræðideild

Rekstrar-
verkfræði

Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
BSc
Lögverndað starfsheiti
Verkfræðingur, eftir BSc & MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Nútíma stjórnendur þurfa að geta tekið ákvarðanir varðandi rekstur, nýsköpunarverkefni og flókin alþjóðleg viðskipti. Í rekstrarverkfræði er hefðbundinni verkfræði og rekstrarfræði blandað saman til að undirbúa fólk fyrir slík störf.

Rekstrarverkfræði veitir nemendum fræðilegan grunn og þjálfun fyrir fjölbreytileg störf í fyrirtækjum svo sem við framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og verkefnastjórnun. Í verkfræðinámi læra nemendur að greina flókin og fjölbreytt viðfangsefni og þróa lausnir sem byggja á stærðfræði- og raunvísindaþekkingu. Helstu tól rekstrarverkfræðinga eru bestunarmódel, spálíkön og stærðfræðilíkön.

Námið byggir á vísindum, verkfræði og félagsvísindum og myndar þannig þekkingargrunn sem gerir nemendum kleift að takast á við breitt svið vandamála og áskorana sem einkennast af auknum þverfaglegum, alþjóðlegum og þvermenningarlegum aðgerðum. 

Fimm ára nám

Verkfræði er í heildina fimm ára nám og 300 ECTS. Nemendur öðlast löggilt starfsheiti sem verkfræðingar eftir bæði BSc- og MSc-nám.

Hvernig læri ég?

Undirstöðunámskeið

Á öllum námsleiðum í verkfræði eru fyrstu annir námsins helgaðar undirstöðunámskeiðum sem nýtast verkfræðingum alla starfsævina.  Að námskeiðunum loknum hafa nemendur góða þekkingu á:

  • Stærðfræði
  • Eðlisfræði
  • Forritun
  • Verkefnastjórnun
  • Sjálfbærni
Sérhæfð námskeið 

Eftir fyrsta árið er námið sífellt meira sniðið að hverri og einni námsleið. Sérhæfð námskeið námsleiðarinnar byggja undir meiri sérhæfingu.

Sérhæfð námskeið í rekstrarverkfræði eru t.d: 

  • Aðgerðagreining 
  • Fjármál fyrirtækja 
  • Hermun
  • Líkindafræði og slembiferlar 
  • Gagnasafnsfræði 
  • Hagfræði 
  • Framleiðslu- og birgðarstýring
  • Ákvarðanatökuaðferðir
Verkfræði X 

Á sjöttu önn BSc-náms ljúka allir nemendur í verkfræði viðamiklu lokanámskeiði. Í námskeiðinu vinna nemendur verkefni í hópum þar sem að unnið er frá hugmynd að lokaafurð. Viðfangsefnin eru ýmist sérsniðin vekefni fyrir mismunandi námsleiðir eða unnið þvert á þær. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir atvinnulífið.

Áhersla á sjálfbærni 

Málefni sjálfbærni og umhverfis eru sífellt mikilvægari í okkar umhverfi. Í verkfræðináminu er brugðist við þessu í þremur skyldunámskeiðum. Á fyrstu önn fara allir verkfræðinemar í námskeið um orkunýtingu og í námskeiðinu "Inngangur að verkfræði" er áhersla á sjálfbærni og umhverfi. Á fimmtu önn er svo sérstakt námskeið um sjálfbærni. Auk þessa eru umhverfismál tengd við umfjöllunarefni annarra námskeiða. 

Val 

Nemendur geta valið sér námskeið eftir áhugasviði t.d. starfsnám, námskeið úr öðrum námsleiðum verkfræðinnar eða úr öðrum deildum HR. 

12+3 kerfið

Í náminu eru annirnar brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið við þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Starfsnám 

Nemendur geta sótt um 6 ECTS starfsnám á síðasta ári BSc-námsins. Líkt er eftir atvinnuleit þar sem nemendur senda inn ferilskrá og kynningarbréf og fyrirtækin velja úr hópi umsækjenda og boða í viðtöl. 

Markmið með starfsnámi er m.a. að efla tengsl nemenda tækni- og verkfræðideildar HR við atvinnulífið, auka innsýn og skilning nemenda á viðfangsefnum síns fagsviðs og undirbúa þá undir störf að loknu námi með úrlausn raunhæfra viðfangsefna á vettvangi.

Skiptinám 

Skiptinám: Nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Nemendur í BSc-námi þurfa að vera með 7 eða hærra í meðaleinkunn og að hafa lokið 60 einingum þegar þeir fara í skiptinámið. Alþjóðaskrifstofa veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám. 

Klúbbastarf 

Nemendur geta tekið þátt í alls konar starfi sem tengist verkfræðinni t.d. verið í Formúlu-liði skólans (RU Racing), róbótaklúbbnum eða tekið þátt í nýsköpunar- eða stjórnunarkeppnum.

Í HR fá verkfræðinemar ótal tækifæri til þess að leysa raunveruleg vandamál og læra á hönnunarferlið allt frá hugmynd, hönnun og smíði að virkni.

Að námi loknu

Markmið rekstrarverkfræðinámsins er að mennta stjórnendur, sérfræðinga og leiðtoga sem geta tekist á við nýsköpunarverkefni, flókin alþjóðleg viðskipti og uppbyggingu nýrra tækifæra í atvinnulífinu.

Mér þótti nám við verkfræðideild HR bæði hagnýtt og viðburðaríkt. Meðal annars stóð mér til boða að fara í skiptinám erlendis, til Barcelona og Kaupmannahafnar, sem ég nýtti mér og sú reynsla staðfesti enn frekar fjölbreytni og gæði námsins. Námið hefur reynst mér góður stökkpallur út í atvinnulífið og hefur gefið mér góða undirstöðu til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem ráðgjafastarfið hefur upp á að bjóða, en ég er ráðgjafi hjá Expectus ehf.

Skúli Magnús Sæmundsen
Rekstrarverkfræðingu
Starfsréttindi

Verkfræðinám samanstendur af 3ja ára (180 einingar) grunnnámi og tveggja ára (120 einingar) MSc námi. Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða starfsheitið verkfræðingur þarf að ljúka MSc-gráðu í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Skipulag náms

Í þriggja ára grunnnámi til BSc-gráðu kynnast nemendur undirstöðugreinum í fjármálaverkfræði. Til að öðlast sérhæfingu og starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að BSc-námi loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi. Verkfræði, BSc og MSc, er 5 ára námsleið (alls 300 einingar) sem uppfyllir skilyrði fyrir lögverndaða starfsheitið verkfræðingur.

Haust
Stærðfræði I
T-101-STA1 / 6 ECTS
Eðlisfræði I
T-102-EDL1 / 6 ECTS
Línuleg algebra
T-211-LINA / 6 ECTS
Hugmyndavinna
T-100-HUGM / 1 ECTS
Orka
T-102-ORKA / 4 ECTS
Forritun í Matlab
T-101-MATL / 2 ECTS
Inngangur að verkfræði
T-102-VERK / 5 ECTS
Vor
Stærðfræði II
T-201-STA2 / 6 ECTS
Eðlisfræði II
T-202-EDL2 / 6 ECTS
Forritun fyrir verkfræðinema
T-201-FOR1 / 6 ECTS
Notkun verkfræðilegra aðferða og líkana við rekstur og stjórnun
T-106-REVE / 6 ECTS
Verkefnastjórnun
T-305-PRMA / 6 ECTS

Þriggja vikna námskeið

Inngangur að verkfræði
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
Hermun I
Verkefnastjórnun
Töluleg greining
Verkfræði X
Námstími
3 ár
Einingar
180 ECTS
Prófgráða
BSc
Lögverndað starfsheiti
Verkfræðingur, eftir BSc & MSc
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Verkleg kennsla á margvíslegum vettvangi

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. 

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.  

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Af hverju verkfræði í HR?

  • Kennt er í 12 vikur og svo tekur við þriggja vikna hagnýtur áfangi. 
  • Markviss verkefnavinna með raunverulegum viðfangsefnum.
  • Líkt eftir atvinnulífinu: nemendur ljúka hinu viðamikla verkfræði X námskeiði.
  • Frábær aðstaða fyrir verklegt og bóklegt nám. 
  • Góður stuðningur í námi frá hjá náms- og starfsráðgjöfum, starfsfólki bókasafns, skrifstofum deilda og kennurum.  
  • Allar námsleiðir eru í boði sem samfellt fimm ára nám (BSc & MSc).
  • Nemendur hljóta þekkingu í raungreinum og þjálfun í aðferðafræði og vinnubrögðum sem gagnast til framtíðar.
  • Möguleiki á starfsnámi
  • Nemendur geta sótt um leigu á herbergi eða íbúð í Háskólagörðum HR sem eru við rætur Öskjuhlíðar.
  • Allt nám undir einu þaki.
Fara efst