Fjármál -fyrirtækja
Hvað læri ég?
Námið hentar þeim sem vilja sérhæfa sig í stjórnun og rekstri. Það veitir nemendum traustan fræðilegan bakgrunn í fjármálum auk þess sem þeir efla greiningarhæfni og hagnýtan skilning.
Útskrifaðir nemendur hafa ítarlega þekkingu á fjármálum fyrirtækja, fjárfestingarstýringu, áhættustjórnun í fjármálum og mati fyrirtækja. Námið er með alþjóðlegum fókus.
Við útskrift eiga nemendur að hafa þekkingu á meðal annars:
- Stjórnunarbókhaldi, fjármálum fyrirtækja, fjárfestingarstýringu og fjármálamarkaði
- Stjórnunarkenningum og áhrifum stjórnunar á atferli.
- Fjármálastjórn
- Fjárfestingastýringum
- Rannsóknir og uppsprettur reynsluþekkingar í fjármálum fyrirtækja
- Stöðlum, aðferðum og túlkunum
- Reikningsskilafræði
Val um tvær námsleiðir
Nemendur geta valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi. Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.
Hvernig læri ég?
Staðarnám
Meistaranám í viðskiptadeild er staðarnám.
Kennt á ensku
Námskeið eru kennd á ensku af íslenskum og erlendum sérfræðingum sem veitir alþjóðlega sýn á námsefnið.
Fyrirkomulag kennslu
Námskeið eru kennd í lotum sem ná yfir tvo til fjóra daga samfleytt eða vikulega. Kennsla getur einnig verið skipulögð seinnipart dags og á laugardögum.
Námsmat
Námsmat í námskeiðum er fjölbreytt, til dæmis í formi einstaklingsverkefna, hópaverkefna og prófa. Nemendur geta átt von á því að verkefnavinna og próf fari fram utan lota. Ávallt er leitast við að hafa lokanámsmat fljótlega eftir hvert námskeið.
Starfsnám
Mögulegt er að taka starfsnám í stað eins eða tveggja valnámskeiða (7.5 - 15 ECTS). Starfsnámið er skipulagt á vegum HR og nemendur starfa undir handleiðslu tengiliðs hjá fyrirtæki. Starfsnám er mikilvægur þáttur fyrir þá sem hafa almennt litla starfsreynslu eða þá sem vilja nýta námið til að skapa sér tækifæri á nýjum vettvangi.
*Sjá nánari upplýsingar í Leiðbeiningum um starfsnám í meistaranámi.
Að námi loknu
Út í atvinnulífið
Við útskrift eiga nemendur að vera færir um að starfa sem fjármálastjórar, sérfræðingar í fjármálum fyrirtækja, fjármálagreinendur, fjármálaráðgjafar og fagfólk í fjárfestatengslum.
Nemendur geti starfað við fjármálastjórnun með sérstakri vísan til fjárfestingamats, geti starfað við fjárfestingastýringar, gerðir fjárfestingaáætlana, áhættustjórnun og fjármálabókhald.
Kunnátta og færni
Þeir skulu hafa tileinkað sér aðferðir fjármálastjórnunar með sérstakri vísan til fjárfestingarmats. Nemendur geti af kunnáttu starfað við fjárfestingarstýringar, gerðir fjárfestingaráætlana, áhættustjórnun og fjármálabókhald.
Að námi loknu hafa nemendur:
- Tileinkað sér viðeigandi vinnubrögð.
- Hlotið þekkingu til að greina og miðla tölulegum upplýsingum.
- Öðlast færni til að beita verkfærum og aðferðum bestu starfsvenja í fjármálum fyrirtækja og fjárfestingarstýringu.
- Tileinkað sér færni til að leggja gagnrýnið mat á aðferðir fjármálastjórnunar með það markmið að leggja til og framkvæma endurbætur.
- Náð tökum á að nota viðeigandi aðferðir og greiningu til að átta sig á hagnýtum fjármálalegum vandamálum og leggja til árangursríkar lausnir á grundvelli þessarar greiningar.
- Tileinkað sér opið viðmót gagnvart nýjum hugmyndum og nýsköpun.
- Átt frumkvæði að verkefnum, stýrt þeim og axlað ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa.
- Öðlast getu til að taka sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og þekkingu til að rökstyðja þær.
Starfsvettvangur
Námið býður upp á fjölbreytt starfsumhverfi í fjármáladeildum innan stórra fyrirtækja, nýsköpunarfyrirtækja eða í fjármálafyrirtækjum eins og bönkum, fjárfestingafélögum, tryggingafélögum, verðbréfafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.
Skipulag náms
Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi.
Annir
- Haustönn: ágúst - desember.
- Vorönn: janúar - maí.
- Sumarönn: maí - september.
Hámarks námstími
Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími er sex annir (tvö ár).
Val um tvær námsleiðir
Nemendur geta valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi (MIM).
Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.
MSc-gráða
Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.
Viðbótargráða á meistarastigi (MCF)
Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms.
Möguleiki á starfsnámi að hámarki 15 ECTS.
Athugið
- Hægt er að fara í að hámarki 15 ECTS eininga starfsnám.
- Að starfsnám telst sem val.
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Kennsla fer fram á netinu og í háskólabyggingu HR.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í meistaranámi eru með sérstaka lesaðstöðu í Úranus á annarri hæð.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Af hverju meistaranám í viðskiptafræði við HR?
- Öflugt starfsnám
- Byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki
- Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám
- Val um viðbótargráðu eða MSc-gráðu
- Námskeið kennd af íslenskum og erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á efnið
- Kennsla fer fram á ensku