Námið
Rannsóknir
HR
Viðskipta- og hagfræðideild

Reikningshald og -
endurskoðun

Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MAcc
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Nám sem fjallar um gerð reikningsskila og endurskoðun þeirra byggt á gildandi stöðlum og siðferðilegum viðmiðum. Einnig er fjallað um fjármál, skattaskil og félagarétt. Áhersla er lögð á greiningarhæfni, faglega dómgreind og gagnrýna hugsun við úrlausn mála tengdum reikningsskilum og annarri upplýsingagjöf fyrirtækja. Kennt er á íslensku og ensku.

Endurskoðendur jafnt og stjórnendur fjármála og reikningshalds þurfa að vera tilbúnir til að takast á við æ fjölbreyttari verkefni sem tengjast t.d. notkun gagna, upplýsingatækni, áhættumati, stefnumótun, ákvarðanatöku og góðum stjórnarháttum.

Hvernig læri ég?

Staðarnám
Meistaranám í viðskiptadeild er staðarnám.

Kennt á íslensku og ensku
Námskeið eru kennd á íslensku og ensku af íslenskum og erlendum sérfræðingum.

Fyrirkomulag kennslu
Námskeið eru kennd í lotum sem ná yfir tvo til fjóra daga samfleytt, eða vikulega. Kennsla getur einnig verið skipulögð seinnipart dags og á laugardögum.

Námsmat
Námsmat í námskeiðum er fjölbreytt, til dæmis í formi einstaklingsverkefna, hópaverkefna og prófa. Nemendur geta átt von á því að verkefnavinna og próf fari fram utan lota. Ávallt er leitast við að hafa lokanámsmat fljótlega eftir hvert námskeið.

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Námið býr útskrifaða nemendur undir störf sem löggildir endurskoðendur, aðalbókarar og störf á endurskoðunarstofum. Gráðan er ekki síður góður undirbúningur fyrir margvísleg önnur störf í viðskiptalífinu. 

Löggildur endurskoðandi

Nemendur útskrifast með MAcc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun sem veitir réttindi til að þreyta löggildingarpróf að lokinni starfsþjálfun í endurskoðun á endurskoðunarstofu.

Að náminu loknu eiga nemendur að vera færir um að:

  • Nota bestu starfsvenjur í reikningshaldi, endurskoðun og skattamálum á grundvelli viðkomandi laga, reglna, staðla og leiðbeininga og beita þeim með faglegum og siðferðilegum hætti.
  • Beita faglegri dómgreind.
  • Nýta tölfræðilegar aðferðir þegar það á við.
  • Færa rök fyrir niðurstöðum þar sem beitt er faglegu mati við túlkun á reglum og stöðlum.
  • Nálgast og nota upplýsingar með áreiðanlegum og ábyrgum hætti.
  • Vinna faglega í samstarfi við aðra á sama sviði.
  • Vera opin fyrir nýjum hugmyndum og nýsköpun.
  • Greina og leysa úr faglegum og siðferðislegum álitaefnum.
  • Vinna sjálfstætt og skipulega, setja markmið og leysa margvísleg úrlausnarefni.
  • Efla þekkingu gegnum frumkvöðlastarf og þekkingarsköpun.
  • Taka virkan þátt í hópverkefnum og takast á hendur leiðtogahlutverk.
  • Túlka og setja fram fræðileg álitaefni og niðurstöður.
Starfsvettvangur

Námið býr útskrifaða nemendur undir störf sem löggiltir endurskoðendur, fjármálastjórar, stjórnendur reikningshalds og störf á endurskoðunarstofum. Gráðan er ekki síður góður undirbúningur fyrir margvísleg önnur störf í viðskiptalífinu. Fyrir utan störf sem löggiltir endurskoðendur og aðalbókarar starfa útskrifaðir nemendur til dæmis sem sérfræðingar í reikningshaldi hjá fyrirtækjum og annars staðar þar sem þarf sérfræðing í uppbyggingu, innihaldi og gerð ársreikninga. Dæmi um slík störf eru seta í stjórnum og endurskoðunarnefndum fyrirtækja, innri endurskoðendur, verðmatssérfræðingar og margt fleira.

Ertu með spurningar um námið?

Hallur Þór Sigurðarson
lektor - forstöðumaður meistaranáms

Á lokaárinu mínu í Háskólanum í Reykjavík fékk ég vinnu sem markaðsstjóri Nóa Síríus og hóf störf þar mánuði fyrir skil lokaritgerðar. Í starfinu felst stefnumótun í verðlagningu og vöruþróun, vali markhópa og auglýsinga ásamt framkvæmd og ábyrgð á markaðsstefnu. Ég ber ábyrgð á auglýsingum og markaðsmálum vörumerkja og fylgist með markaðssókn samkeppnisaðila, verði og markaðsmálum erlendis og innanlands.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir
Markaðsstjóri Nóa Síríus

Ég vissi að HR leggur mikið upp úr því að vera í góðum tengslum við atvinnulífið og að námið væri verkefnamiðað.

Rakel Lind Hauksdóttir
Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra LSR

Skipulag náms

Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám.

  • Haustönn: ágúst - desember.
  • Vorönn: janúar - maí.
  • Sumarönn: maí - september.

Hámarks námstími

Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími er sex annir (tvö ár).

Haust
Endurskoðun I: Staðlar og siðfræði
V-716-AUD1 / 7.5
Reikningsskil og staðlar
V-715-FIR2 / 7.5
Corporate Finance
V-765-CORP / 7.5
Skattlagning fyrirtækja
V-772-TAX1 / 7.5
Vor
Endurskoðun II: Staðlar og beiting þeirra
V-736-AUD2 / 7.5
Reikningshaldsleg meðferð fjármálagerninga
V-881-FINA / 7.5
Samstæðureikningsskil
V-767-SARE / 7.5
Gerð og staðfesting sjálfbærniupplýsinga
V-774-GESS / 7.5
Sumar
Endurskoðun III: Greiningar
V-746-AUD3 / 7.5
Félaga- og fjármunaréttur
V-802-BULA / 7.5
Management Accounting
V-793-MAAC / 7.5
Upplýsingatækni í reikningshaldi
V-804-INTA / 7.5
Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MAcc
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi fyrir meistaranema

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Meistaranemar í viðskiptadeild hafa til umráða sér aðstöðu til lesturs.

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala. 

Af hverju meistaranám við viðskiptadeild HR?

  • Öflugt starfsnám. 
  • Byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki.
  • Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám.
  • Val um meistaragráðu án meistararitgerðar eða MSc-gráðu.
  • Námskeið kennd af íslenskum og erlendum kennurum en þar með fá nemendur alþjóðlega sýn á efnið.
Fara efst