Námið
Rannsóknir
HR
Viðskipta- og hagfræðideild

Stafræn stjórnun -
og gagnagreining

Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MSc / MDMD
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég

Nemendur læra meðal annars stjórnun, kerfisgreiningu og hönnun, greiningu á ýmsum tegundum gagna, vélnám, ferlastjórnun, gagnasafnsfræði og kostnaðargreiningu. Þeir byggja upp kunnáttu og færni í hönnun, þróun og innleiðingu upplýsingakerfa með tilliti til kerfislegra og viðskiptafræðilegra markmiða.

Að námi loknu eiga nemendur að búa yfir þekkingu á: 

  • Tengslum milli verðmætasköpunar og upplýsingatækni
  • Helstu hliðum viðskiptagreindar og greiningarkerfa, upplýsingakerfa og ERP-kerfa
  • Vélnámsaðferðum og hvernig þeim er beitt á gögn til að kanna mynstur, finna prófíla og búa til spálíkön.
  • Stjórnun viðskiptaferla og upplýsingahögun
  • Upplýsingastjórnun fyrirtækja og stefnumótun
  • Þróun og innleiðingu upplýsingakerfa innan vinnustaðar
  • Viðskiptasiðferði, ábyrgri stjórnun og sjálfbærni

Kjarni og val

Námið skiptist í kjarnanámskeið og valnámskeið. Kjarnanámskeiðin eru innan viðskipta- og hagfræðideildar og snúa að upplýsingalýsingastjórnun. Valnámskeið eru ýmist innan viðskipta- og hagfræðideildar, og miðast þá að því að auka þekkingu á ýmsum sviðum stjórnunar, eða innan tölvunarfræðideildar, sem gerir nemendum kleift að afla sér þekkingar og færni í gagnavísindum, þ.e. vélnámi og gagnagreiningu, ásamt gervigreind.

Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi. Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.

Hvernig læri ég?

Staðarnám
Meistaranám í viðskipta og hagfræðideild er staðarnám.

Kennt á ensku
Námskeið eru kennd á ensku af íslenskum og erlendum sérfræðingum sem veitir alþjóðlega sýn á námsefnið.

Fyrirkomulag kennslu
Námskeið í meistaranámi viðskipta- og hagfræðideildar eru kennd í heilsdags lotum sem ná yfir tvo til fjóra daga samfleytt eða vikulega. Kennsla getur einnig verið skipulögð seinnipart dags og á laugardögum. Námskeið í tölvunarfræðideild eru ýmist kennd á 12-vikna önn eða 3-vikna önn.

Námsmat
Námsmat í námskeiðum er fjölbreytt, til dæmis í formi einstaklingsverkefna, hópaverkefna og prófa. Nemendur geta átt von á því að verkefnavinna og próf fari fram utan lota. Leitast við að hafa lokanámsmat fljótlega eftir hvert námskeið.

Starfsnám
Mögulegt er að taka starfsnám í stað eins eða tveggja valnámskeiða (7.5 - 15 ECTS). Starfsnámið er skipulagt á vegum HR og nemendur starfa undir handleiðslu tengiliðs hjá fyrirtæki. Starfsnám er mikilvægur þáttur fyrir þá sem hafa almennt litla starfsreynslu eða þá sem vilja nýta námið til að skapa sér tækifæri á nýjum vettvangi.

*Sjá nánari upplýsingar í Leiðbeiningum um starfsnám í meistaranámi

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Hlutverk upplýsingatækni í fyrirtækjum í dag hefur breyst mikið og er orðið mun viðameira. Upplýsingatækni og gagna-drifin aðferðafræði styður við ferla og ákvarðanatöku, veitir fyrirtækjum samkeppnisforskot og tryggir það að þau geti tekist á við örar breytingar. Námið veitir einnig færni í ýmis konar gagnagreiningu og vélnámi.

Að náminu loknu eiga nemendur að vera færir um að:

  • Greina, innleiða og viðhalda viðskiptamiðaðri þróun og breytingum í upplýsingakerfum.
  • Hanna og innleiða þróun viðskiptaferla.
  • Hanna og innleiða samstillta upplýsingahögun.
  • Greina tengsl milli upplýsingatækni, upplýsingastjórnunar og stuðnings við ákvarðanatöku.
  • Skilgreina hagnýtar kröfur fyrir upplýsingakerfi.
  • Beita vélnámsaðferðum á ýmsar tegundir gagna og útskýra niðurstöður þeirra á skýran hátt.
  • Gera grein fyrir gagna-drifinni ákvarðanatöku.
  • Skilja megin hugmyndir gervigreindar.
  • Framkvæma greiningu á spurningu eða fyrirbæri gegnum gagnaöflun, gagnagreiningu og gagnrýnið mat.
  • Stjórna aðföngum og ferlum sem tengjast þróun upplýsingakerfa innan vinnustaðar.
  • Vinna sjálfstætt og skipulega, setja sér markmið og skipuleggja og setja fram lausnir við margvíslegum vandamálum.
  • Framkvæma kostnaðargreiningu og áætlun um verkefni sem varða upplýsingakerfi.
  • Skipuleggja upplýsingatækniverkefni og tryggja gæði og afrakstur verkefna.
  • Þróa sínar eigin hugmyndir og móta þær.
Starfsvettvangur

Útskrifaðir nemendur starfa meðal annars við upplýsingastjórn fyrirtækja, eru ráðgjafar á sviði upplýsingatækni, gagnagreiningu eða eru verkefnastjórar við innleiðingu upplýsingakerfa. Þeir sinna einnig upplýsingatækniráðgjöf og söluráðgjöf í hugbúnaðarfyrirtækjum.

Skipulag náms

Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám.

Annir
  • Haustönn: ágúst - desember.
  • Vorönn: janúar - maí.
  • Sumarönn: maí - september.
Hámarks námstími

Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími er sex annir (tvö ár). 

Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi (MDMD).
Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.

MSc-gráða

Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.

Viðbótargráða á meistarastigi (MDMD)

Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms.
Möguleiki á starfsnámi að hámarki 15 ECTS.

Athugið

MSc

Haust
  • V-712-STJO Strategic Management (7,5 ECTS)

    Val 3 af 5:   
    • V-746-ENAR Enterprise Architectures (7,5 ECTS)
    • V-733-DIGI Digital and Information System Management (7,5 ECTS)
    • T-711-FOML Fundamentals of Machine Learning (8 ECTS)*
    • T-750-SMAC Statistical modelling & computation (6 ECTS)*
    • Val (7,5 ECTS)

*Gert er ráð fyrir grunnþekkingu á Python

Vor
  • V-716-BPMA Business Process Management (7,5 ECTS)
  • V-714-BETH Business Ethics (3,75 ECTS)
  • V-784-REK5 Business Intelligence and Analytics (7,5 ECTS)
  • V-819-TEMT Topics in Emerging Technologies (3,75 ECTS)
  • V-765-REM1 Business Research Methodology 1 (3,75 ECTS)
  • V-825-REM2 Business Research Methodology 2 (3,75 ECTS)
  • V-898-REPR Research Proposal (0 ECTS)
Sumar
  • V-898-THES Thesis (30 ECTS)

MDMD

Haust
  • V-712-STJO Strategic Management (7,5 ECTS)

    Val 3 af 5:   
    • V-746-ENAR Enterprise Architectures (7,5 ECTS)
    • V-733-DIGI Digital and Information System Management (7,5 ECTS)
    • T-711-FOML Fundamentals of Machine Learning (8 ECTS)*
    • T-750-SMAC Statistical modelling & computation (6 ECTS)*
    • Val (7,5 ECTS)

*Gert er ráð fyrir grunnþekkingu á Python

Vor

  • V-716-BPMA Business Process Management (7,5 ECTS)
  • V-714-BETH Business Ethics (3,75 ECTS)
  • V-784-REK5 Business Intelligence and Analytics (7,5 ECTS)
  • V-819-TEMT Topics in Emerging Technologies (3,75 ECTS)
  • Val / Starfsnám (7,5 ECTS)  

Sumar

  • Val / Starfsnám (7,5 ECTS)
  • Val / Starfsnám (7,5 ECTS)
  • Val (7,5 ECTS)
  • Val (7,5 ECTS)
Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MSc / MDMD
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. 

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Af hverju meistaranám í viðskiptadeild við HR?

  • Byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki
  • Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám
  • Valið um meistaragráðu án meistararitgerðar eða MSc-gráða
  • Námskeið kennd af íslenskum og erlendum kennurum en þar með fá nemendur alþjóðlega sýn á efnið
  • Kennsla fer öll fram á ensku
  • Allt nám fer fram í HR
Fara efst