Rekstrarfræði

Hagnýtt diplómanám

Einstaklingar með iðnmenntun, starfsreynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja eru eftirsóttir í atvinnulífinu. Diplómanám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði.

Um námið 

Maður stendur á gangi í HR

Rekstur og stjórnun 

Námið miðar að því að auka færni þeirra sem vilja koma að rekstri og stjórnun, þeirra sem eru í fyrirtækjarekstri eða hyggjast fara út í rekstur.

Hét áður rekstrariðnfræði

Námsbrautin hét áður rekstrariðnfræði og var framhaldsnám fyrir þá sem höfðu lokið iðnfræðinámi við HR. Rekstrarfræði er hagnýtt diplómanám sem er opið fleirum en aðeins þeim sem eru með diplómagráðu í iðnfræði.

Lesa meira um inntökuskilyrðin 

Undirstöðuatriðin 

Í diplómanáminu hljóta nemendur almenna þekkingu og skilning á undirstöðuatriðum í fjármálum fyrirtækja, hagfræði, fjármálastjórn, rekstrargreiningu, nýsköpun og stofnun fyrirtækja og mannauðsstjórnun. Lögð er megináhersla á að nemendur vinni hagnýt, raunhæf verkefni sem byggja á þekkingu kennara úr atvinnulífinu og auka hæfni nemenda á þessum sviðum. 

Iðn- og tæknifræðideild HR

HR útskrifar flesta nemendur í tæknigreinum á háskólastigi á Íslandi. Í tækninámi við HR er lögð sérstök áhersla á verklega hluta námsins við kennslu undirstöðugreina og hagnýtra fag- og tæknigreina. Iðn- og tæknifræðideild er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í tæknigreinum með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni. 

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er lesaðstaða og bókasafn, aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Nemendur læra í skólastofu

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. 

Kennarar

Sigurjón Valdimarsson

Bókfærsla og reikningshald, Fjármál fyrirtækja og Fjármálastjórn

Bolli Héðinsson

Hagfræði

Hrefna Sigríður Briem

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Karl Guðmundur Friðriksson

Stjórnun, rekstur og öryggi

Rúnar Steinn Ragnarsson

Rekstrargreining

Skipulag náms 

Einingar

45 ECTS

Lengd náms 

3 annir

Fjarnám

Kennt er í fjarnámi með staðarlotum sem gerir nemendum kleift að stunda námið samhliða vinnu. 

1. önn - haust (18 ECTS einingar) 2. önn - vor (16 ECTS einingar) 3. önn - haust (11 ECTS einingar)

AI REH 1103  Reikningshald

AI STF 1003 Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

AI RGR 1003 Rekstrargreining
AI FJM 1003 Fjármál fyrirtækja AI STJ 1003 Stjórnun, rekstur og öryggi AI MST 1001 Mannauðsstjórnun

AI HAG 1003 Hagfræði

AI FJS 1003 Fjármálastjórn  


Mat úr iðnfræði

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið námskeiðin AI REH 1003 Bókfærsla og reikningshald og AI STJ 1003 Stjórnun, rekstur og öryggi metin inn í námið.

Staðarlotur

Starfslotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar 7 vikur eru liðnar af önninni.

 

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði eru að hafa lokið einu af eftirfarandi: 

  • meistaraprófi í iðngrein
  • diplómaprófi í iðnfræði
  • BSc-gráðu 

eða með stúdentspróf / 4. stigs vélstjórnarpróf, og hafa að lágmarki fimm ára reynslu af rekstri fyrirtækis (umsóknir þeirra einstaklinga verða metnar sérstaklega). 

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum fyrir haustönn frá 5. febrúar til 5. júní ár hvert. 

Getum við aðstoðað?

Vinsamlega hafið samband ef spurningar vakna. 

Hjördís Lára Hreinsdóttir

Verkefnastjóri

hjordislh(hja)ru.is
Sími: 599 6480

Jens Arnljótsson

Lektor og fagstjóri iðnfræðináms

Netfang: jensarn(hja)ru.is
Sími: 599 6442


Umsóknarvefur



Gott að vita:






Þetta vefsvæði byggir á Eplica