Upplýsingatækni í mannvirkjagerð

Hagnýtt nám fyrir atvinnulífið - 30 ECTS

Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM – Building Information Model) gera aðilum í byggingariðnaði mögulegt að nýta möguleika upplýsingatækni á sviði hönnunar, framkvæmda og reksturs, með úrbætur og gæði að leiðarljósi.

Í þessu hagnýta diplómanámi  öðlast nemendur reynslu, þekkingu og færni í að leysa flókin og þverfagleg vandamál í mannvirkjagerð og stjórna verkefnum með stafrænum lausnum og BIM.

Um námið

Upplysingataekni_i_mannvirkjagerd_w

Fjórða iðnbyltingin í mannvirkjagerð

Notkun stafrænna þrívíðra upplýsingalíkana er aðferðafræði við hönnun mannvirkja sem hefur verið að að ryðja sér til rúms hér á landi. Hún eykur gæði hönnunar og framkvæmda og stuðlar að hagkvæmari byggingum með tilliti til rekstrar og líftíma.

Aukin gæði og hagkvæmni

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir

„Upplýsingatækni í mannvirkjagerð býður upp á ótal möguleika í hagræðingu og virðissköpun fyrir byggingariðnaðinn í heild sinni.“

 Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, kennari í námsbrautinni og formaður BIM Ísland.

Í þessu hagnýta diplómanámi öðlast nemendur reynslu, þekkingu og færni í að leysa flókin og þverfagleg vandamál í mannvirkjagerð og stjórna verkefnum í umhverfi BIM (Building Information Model) - upplýsingalíkönum í mannvirkjagerð.

Hagnýting og innleiðing á upplýsingatækni og notkun á líkönum í mannvirkjagerð gefur fyrirtækjum í mannvirkjagerð ótal möguleika á að betrumbæta eigin þjónustu, eiga samstarf við aðra hagaðila innan byggingariðnaðarins og styrkja stöðu sína á erlendum markaði.

Fyrir hverja er námið?

Diplómanámið hentar sérstaklega vel þeim sem starfa í byggingariðnaði og við mannvirkjagerð. Má þá nefna sérstaklega byggingarstjóra, byggingariðnfræðinga, tæknifræðinga, verkfræðinga, arkitekta og byggingafræðinga. Námið hentar einnig þeim sem vilja sérhæfa sig í þeim stafrænu umbreytingum sem nú eiga sér stað.

Iðn- og tæknifræðideild HR

HR útskrifar flesta nemendur í tæknigreinum á háskólastigi á Íslandi. Í tækninámi við HR er lögð sérstök áhersla á verklega hluta námsins við kennslu undirstöðugreina og hagnýtra fag- og tæknigreina. Tæknifræðideild er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í tæknifræði með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni. 

Að námi loknu

Haraldur Arnórsson

Notkun líkana, samningagerð og stjórnun gagna

Nemendur eiga að námi loknu að þekkja sögu, meginreglur og aðferðir sem liggja að baki BIM og hvernig þeim er beitt á mismunandi stigum í mannvirkjagerð. Þar sem námið er hagnýtt læra nemendur að opna, rýna, bæta við og nýta sér líkönin. Þeir læra helstu aðgerðir, getu líkana, helstu staðla og takmarkanir. 

Fjallað er um verklag í samningagerð og stjórnun hönnunar og framkvæmda, helstu byggingaflokkunarkerfi og hvernig þeim er beitt og starfssvið/hlutverk BIM-stjóra í verkefnum.

Að hafa umsjón með stafrænum gögnum verður nauðsynlegt á komandi árum enda nýtast gagnabankar í öllum atvinnugreinum, ekki síst til ákvörðunartöku. Í þessu diplómanámi læra nemendur að stjórna og halda utan um gögn og samskipti í mannvirkjagerð. Jafnframt er kennt hvernig megi nota BIM-studdan hugbúnað til samskipta.

Kennarar

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir 

  • MSc í Construction Management, byggingafræðingur og með kennsluréttindi. Þróunarstjóri BIM og VDC hjá Ístak, formaður BIM Ísland.

Haraldur Arnórsson

  • MSc í upplýsingatækni í mannvirkjagerð, BSc í byggingafræði. BIM/VDC sérfræðingur hjá ÍAV og stjórnarmaður í BIM Ísland.

Helgi G. Bragason 

  • Byggingafræðingur og stundakennari við iðn- og tæknifræðideild HR.

Jóhann Örn Guðmundsson

  • MSc í byggingarverkfræði og stofnandi Optimum.

Guðmundur J. Ludvigsson

  • MSc í byggingarverkfræði og framkvæmdastjóri MainManager í Danmörku.

Ingvar Heiðmann Birgisson

  • Nemandi í byggingafræði

Skipulag náms

  • Gráða: Diplóma
  • Einingar: 30 ECTS einingar 
  • Einingafjöldi per önn: 14 - 16 ECTS einingar
  • Lengd náms: Eitt ár, 2 annir
  • Kennslufyrirkomulag: Námið er kennt samhliða vinnu. Kennt er mánudaga og fimmtudaga kl. 16:00 - 19:00 í húsnæði HR við Nauthólsvík. Ekki er boðið upp á fjarnám.

 Allar námskeiðslýsingar fá finna í kennsluskrá námsins

1. ÖNN - 16 ECTS

2. ÖNN - 14 ECTS

Upplýsingatækni í mannvirkjagerð - grunnaðferðir og hugtök - 2 ECTS

Upplýsingatækni í fasteignastjórnun - 2 ECTS

Upplýsingatækni í mannvirkjagerð - aðgerðir, þróun og tæknivæðing - 6 ECTS Upplýsingatækni - notkun á verkstað - 3 ECTS
Upplýsingatækni - samræming og gæði - 3 ECTS Upplýsingatækni - stjórnun, stefnumótun og innleiðing - 3 ECTS
Upplýsingatækni - áætlanagerð - 5 ECTS Lokaverkefni - 6 ECTS

Inntökuskilyrði

Umsækjendur skulu hafa lokið einhverju af neðantöldu:

  • burtfararprófi í iðngrein á byggingarsviði
  • byggingafræði
  • tækniteiknaranámi
  • iðnfræði
  • tæknifræði
  • verkfræði
  • arkitektanámi

Krafist er lágmarkskunnáttu í BIM-studdu hönnunarverkfæri eins og Revit eða Tekla Structures og/eða reynslu í BIM studdu umhverfi/3D umhverfi.


Hafðu samband


Birta Sif Arnardóttir

verkefnastjóri

599 6252

Umsóknarvefur



Gott að vita:






Þetta vefsvæði byggir á Eplica