Verkfræði - með eigin vali

Búðu til þína eigin verkfræðibraut

Nemendur hafa ólík áhugasvið og framtíðaráform og því líklegt að mismunandi námsleiðir höfði til þeirra.  
Í verkfræðideild er komið til móts við þá nemendur sem þess óska með sveigjanlegu og einstaklingsmiðuðu námi.

Um námið

Verkfraedi-med-eigin-valiEndurspeglar verkefni framtíðarinnar

Starfssvið og viðfangsefni verkfræðinga eru afar fjölbreytt og með örri tækniþróun má vænta þess að verkfræðinemar samtímans fáist við margbreytileg verkefni í framtíðinni.

Fer eftir áhuga hvers og eins

Nemendur sem hefja nám haustið 2019 geta, að fengnu samþykki deildar, sérsniðið sína námsleið eftir áhugasviði og/eða með þverfaglegri nálgun. Nemandi, með aðstoð leiðbeinanda, semur námsáætlun sem uppfyllir kröfur um undirstöðugreinar og sérhæfð námskeið.

Ákveðin sýn eða meiri sveigjanleiki

Þetta fyrirkomulag getur hentað þeim sem hafa ákveðna sýn á hvað þeir vilja frá upphafi, eða vilja skapa sér einhvers konar sérstöðu.

Fyrsta árið óbreytt

Fyrsta árið taka nemendur skyldunámskeið 1. námsárs í verkfræði, en eftir sem líður á námið geta þeir valið sér keðjur námskeiða sem hníga að áhugasviði þeirra. 

Dæmi eru blanda námskeiða úr:

 • hátækniverkfræði + heilbrigðisverkfræði
 • rekstarverkfræði með áherslu á orku og sjálfbærni

Undir Skipulagi náms má sjá dæmi um hvernig námsáætlun gæti litið út.

Skipulag náms

Í þriggja ára grunnnámi til BSc-gráðu kynnast nemendur undirstöðugreinum í vélaverkfræði. Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að BSc-námi loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi.

Verkfræði BSc (180 ECTS) + MSc (120 ECTS) - 5 ára námsleið (300 ECTS) sem veitir rétt til lögverndaða starfsheitisins Verkfræðingur.

BSc nám - 180 einingar - 3 ár

Flest námskeið eru kennd í 12 vikur, en í lok hverrar annar er eitt námskeið kennt í 3 vikur.

 1. ár  
Haust Vor
 • Stærðfræði I
 • Eðlisfræði I
 • Línuleg algebra
 • Orka
 • Hugmyndavinna
 • Inngangur að verkfræði - þriggja vikna námskeið
 • Stærðfræði II
 • Eðlisfræði II
 • Forritun fyrir verkfræðinema
 • Stýrt val
 • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja - þriggja vikna námskeið
2. ár  
 Haust Vor
 • Stærðfræði III
 • Tölfræði
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Stýrt val - þriggja vikna námskeið                  
 • Línuleg kvik kerfi
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Verkefnastjórnun -  þriggja vikna námskeið             
3. ár  
Haust Vor
 • Sjálfbærni
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Frjálst val
 • Frjálst val - þriggja vikna námskeið               
 • Stýrt val
 • Frjálst val
 • Frjálst val
 • Verkfræði X (fagtengt verkefni)
 • Verkfræði X (fagtengt verkefni) - þriggja vikna námskeið                       

MSc námið er 120 ECTS og tekur tvö ár

Fullt nám telst 30 ECTS á önn. Flest námskeið eru 8 ECTS og kennd í 12 vikur, en námskeið kennd í 3-vikna lotu í lok annar eru 6 ECTS.

4. ár  
Haust Vor
 • Gagnanám og vitvélar
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Stýrt val / Frjálst val - þriggja vikna námskeið
 
 • Aðferðarfræði rannsókna
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Frjálst val - þriggja vikna námskeið      
5. ár  
Haust  Vor
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Stýrt val
 • Frjálst val - þriggja vikna námskeið                
 • Meistaraverkefni                                               
 

Nemandi og leiðbeinandi gera áætlun

Nemandi, með aðstoð leiðbeinanda, semur námsáætlun sem uppfyllir kröfur um undirstöðugreinar og sérhæfð námskeið.

Kennsluskrá

Hægt er að sjá skipulag einstaka verkfræðibrauta á síðum námsbrauta og í kennsluskrá HR á vefnum.

Annað

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, lokaprófi frá Háskólagrunni HR eða sambærilegu prófi.

Umsóknarfrestur

Frá 5. febrúar til og með 5. júní.

Nauðsynlegur undirbúningur

Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning. Hægt er að lesa meira um hæfniþrep á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Stærðfræði

30 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við námskeið af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut.

Í eldra kerfi samsvarar þetta 18 einingum, þ.m.t. STÆ503.

Eðlisfræði

10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi. Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós.

Í eldra kerfi samsvarar þetta 6 einingum, þ.m.t. EÐL203 eða sambærilegt.

Efnafræði

5 einingar á 2. hæfniþrepi.

Í eldra kerfi samsvarar þetta 3 einingum, EFN103.

Vantar þig grunninn?

Eða meiri undirbúning í stærðfræði? Byrjaðu strax í HR

Háskólagrunnur HR er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

MSc í verkfræði 

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu í verkfræði. 

Getum við aðstoðað?

Súsanna Helgadóttir 

Verkefnastjóri BSc verkfræði

Eva Sigrún Guðjónsdóttir 

Verkefnastjóri MSc verkfræðiFara á umsóknarvef

Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei