Viðskiptafræði BSc

Í BSc-námi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík er lögð áhersla á að þjálfa nemendur fyrir framtíðarstörf sem sérfræðingar, stjórnendur og leiðtogar. Námið hefur alþjóðlega vottun sem staðfestir gæði þess. 

Um námið

Góður grunnur

Grunnnám í viðskiptafræði er þriggja ára, 180 ECTS nám. Nemendur taka þátt í hópavinnu, frumkvöðlastarfi, þverfaglegu samstarfi og ljúka námskeiðum í reikningshaldi, markaðsfræði, stefnumótun og mannauðsstjórnun, svo dæmi séu tekin. Þannig fá þeir góðan undirbúning fyrir störf á vinnumarkaði og hafa hlotið þjálfun sem gerir þá í stakk búna til að stofna eigið fyrirtæki. Það er stefna viðskiptadeildar að nemendur efli frumkvæði og fái jafnframt sterka, fræðilega undirstöðu í lykilþáttum viðskipta.

Tenging við atvinnulífið

Í náminu er lögð mikil áhersla á virk tengsl við atvinnulífið. Nemendur gera hagnýt verkefni, geta sótt um starfsnám hjá fyrirtækjum og stofnunum og sitja fyrirlestra með sérfræðingum úr atvinnulífinu. Á hverju ári koma 60–80 gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu að kennslu. HR stendur að ýmsum viðburðum eins og Vitanum, hugmyndakeppni HR og SFS þar sem gerðar eru áætlanir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og nemendur vinna þvert á deildir í tvo daga til að leggja fram bestu lausnina.

Alþjóðleg vottun

EFMD-Accreditated-BSc-PantoneBSc-námið í viðskiptafræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (EFMD) sem staðfestir gæði þess.

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Nemendur í grunnnámi í lagadeild, iðn- og tæknifræðideild, verkfræðideild, tölvunarfræðideild, sálfræðideild og viðskiptadeild ljúka á fyrsta ári þriggja vikna námskeiði sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þar eiga þeir að finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun. Nemendur kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins. Þeir kynna verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að þess að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum.  

Hluti náms á ensku

Hluti námsins er á ensku en það undirbýr nemendur fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi. 

Skiptinám

Nemendur í viðskiptafræði eru hvattir til að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í námi. Reynsla af skiptinámi erlendis eykur virði háskólagráðunnar og hefur jákvæð áhrif á atvinnuhorfur að námi loknu. Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra námsins eða skrifstofu alþjóðaskipta.   

Samfélagsleg ábyrgð

PRME

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. Í því felst að leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. Viljayfirlýsing PRME var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.  

Frekari upplýsingar

Hafðu samband

Saga-Yr-Kjartansdottir


Saga Ýr Kjartansdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

Asgeir-Jonsson

Ásgeir Jónsson

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði


Að námi loknu

Ótal möguleikar

Viðskiptafræði opnar dyr að margvíslegum starfstækifærum og framhaldsnámi. Viðskiptafræðingar starfa við stofnun og rekstur fyrirtækja, mannauðsmál, fjármál, stefnumótun, sölu- og markaðsmál, framleiðslu og reikningshald. Viðskiptafræðingar hafa því möguleika á fjölbreyttum störfum.

Lögverndað starfsheiti

Þeir sem ljúka BSc-prófi úr viðskiptadeild mega nota lögverndaða starfsheitið viðskiptafræðingur.

Áframhaldandi nám

Að loknu grunnnámi geta nemendur lokið meistaranámi og þannig sérhæft sig enn frekar og náð forskoti á vinnumarkaði.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Nemendur sitja í kennslustofuÞjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Viðskiptadeild hefur á að skipa einvalaliði af sérfræðingum á sviði viðskipta- og hagfræði sem hafa áratuga reynslu af kennslu, rannsóknum og störfum fyrir atvinnulíf og samfélag. Nemendur í viðskiptafræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Hér eru upplýsingar um fasta kennara í viðskiptadeild


Skipulag náms

Grunnnám í viðskiptafræði til BSc-gráðu er 180 ECTS einingar og skipulagt sem þriggja ára nám. Að jafnaði eru tekin fimm námskeið (30 ECTS) á hverri önn og telst það fullt nám. 

Tvær lotur á önn

Annirnar skiptast í tvær lotur. Fyrri lotan er 12 vikur og taka nemendur þá fjögur námskeið. Eftir fyrri lotu eru lokapróf og að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið. Aðeins er leyfilegt að skrá sig í eitt námskeið á hverri þriggja vikna lotu. 

Þriðja árið á ensku

Þriðja námsár í BSc-námi í viðskiptafræði er kennt á ensku.

Skiptinám

Nemendur þurfa að hafa lokið 60 ECTS áður en farið er utan í skiptinám. Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra námsins.

Skipulag náms 180 ECTS

 1.ár  
 HaustVor  
 • Rekstrarhagfræði I 
 • Rekstrargreining
 • Hagnýt tölfræði I 
 • Stjórnun
 • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (3 vikna lota) 
 2.ár  
 HaustVor 
 • Viðskiptasiðfræði                                            
 • Fjármálamarkaðir
 • Viðskiptalögfræði
 • Rekstrarhagfræði II
 • Stefnumótun (3 vikna lota) 
 3.ár 
 HaustVor 
 • Rekstrarstjórnun                                             
 • Valnámskeið III
 • Valnámskeið IV
 • BSc ritgerð 

Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá. Skoða kennsluskrá.


Upplýsingar fyrir nemendur

Starfsnám

Einstakt tækifæri

Nemendur í grunnnámi í viðskiptafræði geta sótt um að ljúka einingum í starfsnámi. Starfsnámið veitir nemendum einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem viðskiptafræðingar mæta í atvinnulífinu. Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:

• Icelandair Group • Össur • KPMG • Deloitte • PwC • E&Y • Landspítalinn • Síminn • Orkuveita Reykjavíkur • NOVA • Vodafone • Vífilfell • Ölgerðin • Virðing • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • Pipar TBWA  • Icelandair  • Landsvirkjun • Advania • Alvogen • Landsbankinn • Mannvit • Nýherji • Reiknistofa bankanna • Eik fasteignafélag.

Hvað segja nemendur um starfsnámið?

Gissur Orri Steinarsson
Starfsnám hjá Icelandic Startups

Starfsnámið gerði mér kleift að nýta mikið af þeirri þekkingu sem ég hef öðlast í náminu og koma þeirri þekkingu í raunverulegt samhengi í atvinnulífinu. Því það að læra viðskiptafræði í orði er ekki það sama og að beita henni á borði, sem er að mínu mati stærsti þröskuldurinn við það að fara frá skólabekknum og út í hina djúpu laug. Í starfi fékk ég að kynnast og vinna með fólki sem allt á það sameiginlegt að berjast fyrir bættu nýsköpunarumhverfi á Íslandi og innan vinnustaðarins ríkti mikil samheldni og kraftur til verks sem veitti mér mikinn innblástur. Í starfi voru verkefni mín einna helst fólgin í markaðsmálum en einnig kom ég við sögu í kóðun og vefsíðugerð fyrir fyrirtækið sem gaman er að segja frá. Ég mæli með starfsnámi fyrir alla sem fara í gegnum viðskiptafræði þar sem það er einstakur vettvangur til þess að þroskast, koma sér á framfæri og undirbúa sig fyrir framtíðina.

Halldóra Jóna Guðmundsdóttir
Starfsnám hjá Ölgerðinni

Það var bæði áhugaverð og góð reynsla að fá að koma inn á vinnustað og vinna að raunverulegum verkefnum. Stærsta verkefnið var að hafa samband við viðskiptavini og færa öll þeirra viðskipti í pappírslaus viðskipti. Þó svo að starf mitt hafi að mestu einskorðast við Innheimtudeild fyrirtækisins, þá fékk ég tilfinningu fyrir því hvernig fyrirtæki af þessari stærðargráðu starfar. Ég er ótrúlega ánægð að hafa valið að fara í starfsnám.

Bergdís Ragnarsdóttir
Starfsnám hjá Icelandair Group

Starfsnám er einstakt tækifæri til þess að kynnast atvinnulífinu og upplifa hvernig það er að starfa við það sem maður er að læra. Ég fékk tækifæri til að vera í starfsnámi hjá Icelandair Group á sviði fjármála og fékk þar ýmis krefjandi og spennandi verkefni til að leysa. Ég lærði mikið á þessum tíma og fékk að kynnast fyrirtækinu og starfsemi þess mjög vel. Þetta var góð reynsla sem mun án efa nýtast mér í framtíðinni.

Huginn Ragnarsson
Starfsnám hjá Advania

Ég fór í starfsnám á viðskiptagreindarsvið Advania eftir að hafa tekið áfangann Viðskiptagreind en þar fékk ég mikinn áhuga á viðfangsefninu. Ég leit á starfsnámið sem tækifæri til þess að kynna mér hvernig það væri að vinna á þessu sviði og varð ekki fyrir vonbrigðum. Advania hagaði starfsnáminu þannig að mín þekking úr viðskiptafræðinni nýttist vel við þau verkefni sem ég vann.

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum 5. febrúar - 5. júní ár hvert. 

Nauðsynlegur undirbúningur

Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða samsvarandi námi. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega.

 
 • Nauðsynlegt er að hafa ákveðna grunnfærni í stærðfræði. Þessi færni felur í sér grunnalgebru (m.a. veldi, rætur og logarithma), föll, ferla í hnitakerfi og diffrun.
 • Nemendur þurfa að hafa lokið stærðfræði í hæfniþrepi 2 og því til viðbótar að hafa tekið áfanga í hæfniþrepi 3 sem inniheldur föll, ferla og deildun helstu falla. (t.d. stær3fa05, stærðfræði 363 eða 403). 

 • Gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Fylgiskjöl með umsókn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í sama umsóknarkerfi. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfest afrit af prófskírteini/námsferilsyfirlit.
 • Staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar hafa verið metnir.
 • Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.
 • Umsækjandi getur jafnframt sent meðmælabréf, en það er ekki skylda. 

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeir nemendur sem vilja hefja nám í viðskiptafræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Þar er boðið upp á eins árs undirbúningsnám með sérsniðnum viðskiptafræðigrunni. 

Að hefja nám á vorönn

Ekki er opið fyrir umsóknir um áramót. Undantekningar eru mögulegar ef nemandi í HR óskar eftir að skipta um námsbraut og uppfyllir inntökuskilyrði í viðskiptafræði. Einnig ef nám í viðskiptafræði hefur verið stundað í öðrum háskóla. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.

Hafðu samband

Saga-Yr-Kjartansdottir

Saga Ýr Kjartansdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í viðskipta- og hagfræði

Asgeir-Jonsson

Ásgeir Jónsson

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræðiUmsóknarvefurGott að vita:Umsagnir nema í viðskiptadeild

Guðmundur Oddur stendur í dyrum hópavinnuherbergis

Guðmundur Oddur Eiríksson: viðskiptafræði

Á fyrstu önninni var stærsta þrekraunin sú að glíma við hópverkefni í Þjóðhagfræði. Það verkefni var mjög áhugavert þar sem við þurftum að rýna í skýrslur frá því fyrir hrun, gögn frá Hagstofunni og aðrar hagtölur. Ég hafði mjög gaman af því verkefni þar sem við þurftum að tengja námsefnið við raunheiminn og var það hagnýt og góð reynsla. Fyrst og fremst líður mér vel í skólanum, aðstaðan er til fyrirmyndar og það er alltaf hægt að finna sér stað til þess að setjast niður og læra. Kennararnir eru alltaf tilbúnir að hjálpa og sama má segja um samnemendur. Það getur orsakast af því að vera í hálfgerðu bekkjarkerfi að nemendur ná mjög vel saman og mér finnst ótrúlegt hvað ég hef náð að kynnast mikið af góðu fólki á svona stuttum tíma, fólki sem ég þekkti jafnvel ekkert áður en ég hóf nám við HR.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica