Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR

Húsnæði fyrir nemendur HR við Nauthólsveg

Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík standa við Nauthólsveg 83-85, við rætur Öskjuhlíðar. Háskólagarðarnir standa af tveimur 4-5 hæða íbúðarkjörnum. Í boði eru 252 íbúðir fyrir námsmenn. 

Íbúðir

Háskólagarðar HR bjóða til leigu samtals 252 íbúðir í tveimur íbúðarkjörnum við Nauthólsveg 83-85. Íbúðirnar eru allar með sér inngangi og stigagöngum úti. Í kjallara eru þvottahús, geymslur, vagna- og hjólageymslur. Í íbúðargarðinum eru hjólaskýli, aðstaða til íþróttaiðkunar (teygjubekkir), kolagrill, setbekkir og opin svæði. 

Í boði eru eftirfarandi kostir fyrir nemendur:

Einstaklingsherbergi

  • Stærð herbergja: 26 - 27 m2
  • Lýsing: Herbergið er með litlum eldhúskróki með áhöldum og sér baðherbergi. Aðgangur er að stóru sameiginlegu eldhúsi, mat- og samkomusal og svölum.
  • Hvað fylgir: Með herberginu fyrir rúm sem er 120x200, skrifborð, stóll og gluggatjöld. Einstaklingsherbergi deila með sér fullbúnu eldhúsi með öllum búnaði sem þarf í eldhús, leirtau, potta og pönnur (hver hæð 12 herbergi). Þá fylgja geymsluskápar fyrir einstaklingsherbergin sem eru staðsettir í kjallara. 
  • Mánaðarleiga: Er vísitölutengd ( Innifalið í leigunni er hússjóður, hiti, og rafmagn). 
  • Frekari upplýsingar um leiguna má finna inni á vef BN.

Einstaklingsíbúðir

  • Stærð íbúða: 36 - 43 m2 
  • Lýsing: Í íbúðinni er eitt svefnherbergi, stofa með eldhúskróki, sér baðherbergi og svalir.
  • Mánaðarleiga: Er u.þ.b. 128.000 kr. og er vísitölutengd ( Innifalið í leigunni er hússjóður, hiti, og rafmagn).

Paraíbúðir 

Fjölskylduíbúðir

Horft yfir Háskólagarða HR í átt til HRHorft yfir Háskólagarða HR
Háskólagarðar HRBaðherbergi á Háskólagörðum HR
Íbúð á Háskólagörðum HREinstaklingsherbergi á Háskólagörðum HR
Einstaklingsherbergi á Háskólagörðum HRÍbúð á Háskólagörðum HR
Eldhús í íbúð á Háskólagörðum HREldhús í íbúð á Háskólagörðum HR
Íbúð á Háskólagörðum HRÍbúð á Háskólagörðum HR
Setusvæði í sameign á Háskólagörðum HRÞvottavélaherbergi í sameign Háskólagarða HR
Baðherbergi á Háskólagörðum HRBaðherbergi í einstaklingsherbergi
Gangur á Háskólagörðum HRGeymslur í kjallara Háskólagarða HR


Innifalið í leigu

  • Hússjóður
  • Hiti
  • Rafmagn
  • Þráðlaust net er í öllum rýmum
  • Ísskápar og eldavélar eru í eldhúsum allra íbúðanna
  • Einstaklingsherbergi deila með sér fullbúnu eldhúsi með öllum búnaði sem þarf í eldhús. Leirtau, pottar og pönnur (hver hæð 12 herbergi).
  • Geymsla fylgir með hverri íbúð og er þær að finna í kjallaranum. 
  • Einstaklingsherbergjum fylgja geymsluskápar í kjallara.
  • Í íbúðargarðinum eru hjólaskýli, aðstaða til íþróttaiðkunar (teygjubekkir), kolagrill, setbekkir og opin svæði 
  • Í kjallara eru þvottahús, geymslur og vagna- og hjólageymslur.
  • Bílastæði eru reiknuð sem 0,2 bílastæði pr. leigueiningu. (m.v. nr. M83 og M85 samtals 52).

Hvernig sæki ég um?

Byggingafélag námsmanna sér um útleigu á íbúðum og herbergjum til nemenda HR. Sótt er um Háskólagarða HR á vefsíðunni: bn.is

  • Nýnemar geta skráð sig þegar þeir hafa fengið staðfestingu á námi.
  • Núverandi nemendur geta skráð sig á bn.is.
  • Úthlutunarreglur HR er að finna á vef bn.is

Fyrir leigjendur

Fylgist með nýjustu tilkynningum og upplýsingum á ykkar Heimasvæði á vef BN:

Gagnlegar upplýsingar

  • Netið er á vegum HR og hægt er að fá aðstoð með því að senda póst á help@ru.is
  • Þvottahúsið er í kjallaranum, C-megin í húsinu. Hægt er að nota vélarnar kl. 7-22.
  • Við hvetjum leigjendur til að vera með lykil í símanum og pílu til öryggis ef annað hvort týnist eða virkar ekki tímabundið. Appið heitir Openow og þarf að nota sama netfang og skráð er á umsóknin sem send var inn til BN. Pílur er hægt að fá á skrifstofu BN í Skeifunni.
  • Geymsla fylgir með hverri íbúð og er þær að finna í kjallaranum.
  • Hjólageymslur eru í öllum stigagöngum hússins. Hjólageymslur í B og C húsi eru í kjallara en í A húsi á 1.hæð. Athugið að hluti af íbúðum C-hússins (vesturhluti) er með aðgengi að hjólageymslu í B-stigagangi. Er það gert til að dreifa álagi á hjólageymslurnar.
  • Verið er að vinna í að skrá inn fastanúmer fyrir íbúðirnar en þar til þau eru tilbúin geta leigjendur notað 232-7996 til þess að sækja um húsaleigubætur á www.husbot.is.
  • Fjöldi bílastæða við Háskólagarða HR er takmarkaður samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar. Miðað er við að aðeins lítill hluti íbúa sé á bíl. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðir. 
  • Nemendur Háskólans í Reykjavík geta hlaðið rafmagnsbíla sína í tólf hleðslustæðum sem búið er að koma upp við háskólann í Reykjavík í samstarfi við Hlaða ehf.

    Þeir nemendur sem hyggjast nýta sér þjónustuna þurfa að skrá sig á síðunni hlada.is/hr. HR býður notendum upp á fría hleðslu í tvo tíma en eftir það verður tekið stöðugjald fyrir hvern tíma.

  • Stutt er í göngu- og útivistarperlur í Öskjuhlíð og Nauthólsvík auk þess sem fyrirhuguð Borgarlína mun fara um svæðið.
  • Það eru Kanon arkitektar sem hanna byggingarnar og verktaki er Jáverk.

Horft yfir Háskólagarða HR í átt til HR

Reykjavík University Campus


Var efnið hjálplegt? Nei