Námið
Rannsóknir
HR

Sjálfbærni og umhverfi

Samfélagsleg ábyrgð

Það er metnaður starfsfólks Háskólans í Reykjavík að mennta framtíðarleiðtoga sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi. Háskólinn í Reykjavík vill jafnframt taka þátt í því að minnka áhrif starfseminnar á umhverfið og leggja sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Samfélagsskýrsla HR

HR er þátttakandi í PRME (Principles for Responsible Management Education) verkefni Sameinuðu Þjóðanna sem er hluti af Global Compact-áætluninni ásamt u.þ.b 650 háskólum um allan heim. Viðskiptadeild HR reið á vaðið árið 2013 og innleiddi PRME-markmiðin sex í viðskiptadeild. Markmiðin sex fela í sér að háskólasamfélagið skuldbindi sig til að mennta og þjálfa framtíðarleiðtoga sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í sinni ákvarðanatöku.

Jafnrétti

Jafnréttisdagar eru haldnir hátíðlegir í HR en dagarnir eru árlegur vettvangur til að skoða jafnréttisbaráttu, forréttindi, fjölbreytileika, þöggun, vald og mismunun. Jafnréttisdagar hafa verið haldnir á sama tíma árlega af öllum háskólum landsins frá árinu 2015. Eitt af markmiðum HR er að útskrifa nemendur sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi.

Umhverfismál

Háskólinn í Reykjavík hefur skrifað undir yfirlýsingu um loftslagsmál. Samkvæmt henni ætlar HR að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.

Félagslegur fjármögnunarrammi

Háskólinn í Reykjavík hefur sett saman félagslegan fjármögnunarramma, í samræmi við stefnu háskólans og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt rammanum falla gjaldgeng verkefni undir sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 4, 10, 11 og 17. Það eru markmið um menntun fyrir alla, aukinn jöfnuð, sjálfbærar borgir og samfélög og samvinnu um markmiðin.

Fara efst