Hagnýt atferlisgreining MSc
MSc in Applied Behaviour Analysis
Hagnýt atferlisgreining (Applied Behaviour Analysis) er vísindagrein byggð á grunnlögmálum um nám og hegðun. Atferlisfræðingar vinna meðal annars með skjólstæðingum sem eiga við námsörðugleika að stríða, vanda tengdan hegðun, svefni og/eða félagsfærni. Megin sérstaða atferlisfræðinga er þekking og notkun á gagnreyndum aðferðum við að meta hegðun og hanna aðferðir til að kenna færni með hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi.
Um námið
- Einingar: 120 ECTS
- Gráða: MSc
- Tungumál í kennslu: Námið er kennt á ensku
Bóklegt og verklegt meistaranám
Í náminu er lögð mikil áhersla á að nemendur tileinki sér gagnreyndar aðferðir og fái markvissa þjálfun í að beita þeim á vettvangi undir handleiðslu sérfræðinga. Námið er bæði bóklegt og verklegt og fer fram í kennslustofum og á vettvangi í samstarfi við ýmsar stofnanir.
Alþjóðleg vottun
Alþjóðleg vottunarnefnd atferlisfræðinga hefur samþykkt að námskeiðaröð MSc-námsins uppfylli bóklegan hluta náms sem veitir sérfræðivottun í atferlisgreiningu (Board Certified Behaviour Analyst Examination). MSc-námið í hagnýtri atferlisgreiningu við HR er eina námið á Íslandi sem hlotið hefur slíkt samþykki. Hægt er að lesa meira um vottunina undir flipanum Að námi loknu.
Verknám undir handleiðslu sérfræðinga
Allir nemendur fá þjálfun í notkun aðferða hagnýtrar afterlisgreiningar á vettvangi. Þjálfunin fer fram á annarri, þriðju og fjórðu önn. Nemendur fá tækifæri til þess að fá reynslu á fjölbreyttum starfstöðum til að mynda á geðsviði eða öldrunardeild Landspítalans, hjá Arnarskóla, í Klettaskóla, hjá Ráðgjafa og Greiningarstöð Ríkisins sem og í almennum leik og grunnskólum.
Jóhanna Gilsdóttir er meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og er í starfsnámi á Landakoti. Starfsnámið hefur veitt henni aukna kunnáttu við atferlisgreiningu og hvernig megi þróa viðeigandi inngrip. Hún segir tækifærin til að bæta lífsgæði skjólstæðinga og starfsumhverfi starfsfólks með hagnýtri atferlisgreiningu liggja víða.
Hlutanám
Boðið er upp á hlutanám fyrir þá sem hafa tækifæri til að sameina nám og hlutastarf á vettvangi þar sem hagnýt atferlisgreining nýtist í starfi.
Hvað segja nemendur?
Helsti kostur námsins er sá að fá að vinna með og læra af áhugasömum og skemmtilegum kennurum sem hafa mikla reynslu í sínu starfi. Kennararnir líta á þig sem jafningja þannig að þér finnst það sem þú hefur fram að færa skipta máli og um leið gerir þú auknar kröfur til sjálfrar þín
Arndís Björg Ólafsdóttir // Meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu
Ég er menntaður kennari og atferlisfræðingur og er svo heppinn að vinna með frábærum krökkum í því að finna, í samvinnu með þeim, leiðir til þess að bæta líðan þeirra og frammistöðu í skólanum. Ég vissi strax að þetta væri nám sem myndi henta mér. Það er krefjandi og skemmtilegt en umfram allt hagnýtt, opnar margar dyr og hjálpar manni að sjá lausnir og leiðir til að bæta líðan og færni skjólstæðinga sinna og nemenda.
Rafn Emilsson // MSc í hagnýtri atferlisgreiningu 2021, skólastjóri Arnarskóla og annar eigandi hegdun.is
Nám í hagnýtri atferlisgreiningu færir mér þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til þess að veita snemmtæka íhlutun til barna með þroskafrávik og ekki síður til þess að veita ráðgjöf til annarra fagaðila sem starfa með ungum börnum. Ég tel því að námið sé góð viðbót fyrir mig sem þroskaþjálfa.
Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir // MSc í hagnýtri atferlisgreiningu 2021
Hafðu samband


Að námi loknu
Hegðun, félagsfærni, svefn og fleira
Atferlisfræðingar vinna meðal annars með skjólstæðingum sem eiga við námsörðugleika að stríða, vanda tengdan hegðun, svefni eða félagsfærni. Mikil eftirspurn er eftir sérfræðingum með þessa þekkingu og færni en þau sem hafa lokið námi í atferlisgreiningu starfa ýmist á vettvangi, í kennslu, og/eða við rannsóknir.
Vottun
Að námi loknu hefur nemandi lokið bóklegum hluta náms sem veitir sérfræðivottun í atferlisgreiningu. Til að öðlast vottun þarf bæði að ljúka bóklegum hluta og verklegri þjálfun undir handleiðslu sérfræðings og standast próf sem alþjóðleg vottunarnefnd atferlisfræðinga (Behavior Analyst Certification Board) stendur fyrir.
Vinsamlega athugið að hér er aðeins vísað til bóklega hlutans, til að fá þessa vottun sem sérfræðingur þarf jafnframt að mæta kröfum um handleiðslu sem og taka próf, frekari upplýsingar sjá:
Athugið að frá og með 1. Janúar 2023 munu aðeins þau sem eru búsett í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Bretland geta tekið BACB prófið. Frekari upplýsingar má finna hjá https://www.bacb.com/bcba/
Hvað gera atferlisfræðingar?
Nám í atferlisgreiningu veitti mér þá sérhæfingu og skilning sem þarf til þess að hjálpa börnum með og án þroskafrávika og hegðunarvanda sem og fjölskyldum þeirra. Eftir nám þá hef ég starfað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sinnt ráðgjöf í grunnskólum og leikskólum, og er nú fagstjóri í Arnarskóla.
Steinunn Hafsteinsdóttir // MSc & BCBA frá Western New England University // Atferlisfræðingur og fagstjóri í Arnarskóla
Ég starfa með börnum með þroskafrávik, fjölskyldum þeirra og starfsfólki í leik- og grunnskólum. Einnig starfa ég sjálfstætt við atferlisíhlutun með einhverfum börnum á heimilum þeirra. Einn stærsti kosturinn við nám í atferlisgreiningu og BCBA-vottun er hversu vel námið bjó mig undir verkefnin sem tóku við eftir útskrift.
Hólmfríður Ósk Arnalds // MSc & BCBA frá University of North Texas // Atferlisfræðingur á Greininga-og ráðgjafarstöð ríkisins
Í framhaldsnámi mínu í atferlisgreiningu var mikil áhersla á að kenna nemendum gagnreyndar aðferðir til þess að skoða hegðun fólks, kenna nýja og mikilvæga færni sem og draga úr hegðunarvanda. Námið var góð viðbót fyrir mig sem þroskaþjálfi og gerði mig að betri fagmanneskju sem og opnaði fyrir fleiri atvinnumöguleika.
Ása Rún Ingimarsdóttir // MSc & BCBA frá Western New England University // Atferlisfræðingur í Klettaskóla
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar eru jafnframt hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur. Nemendur í sálfræði hafa meðal annars aðgang að fullbúinni rannsóknarstofu sem býður upp á ýmsa möguleika þegar kemur að framkvæmd sálfræðilegra tilrauna og rannsókna. Einnig eiga nemendur kost á að nota rannsóknarbíl sálfræðinnar.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Kennarar í hagnýtri atferlisgreiningu
Nemendur í hagnýtri atferlisgreiningu njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Lögð er áhersla á góð samskipti nemenda og kennara, faglega kennslu í smærri hópum og einstaklingsmiðaða leiðsögn.

Anna Ingeborg Pétursdóttir
Stundakennari
Dósent við sálfræðideild Texas Christian University.
Ása Rún Ingimarsdóttir
Stundakennari
Stundakennari

Berglind Sveinbjörnsdóttir
Lektor
PhD í atferlisgreiningu frá Western New England University og MSc í hagnýtri atferlisgreiningu frá Northeastern University, Boston. Sérfræðivottun BCBA.
Emilía Guðmundsdóttir
Stundakennari
Sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Hanna Steinunn Steingrímsdóttir
Dósent
Hólmfríður Ósk Arnalds
Stundakennari
Jennifer Austin
Stundakennari
Kristján Guðmundsson
Stundakennari
MA í heimspeki frá University of Western Ontario, Canada og MA í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Rafn Emilsson
Stundakennari
Richard May
Stundakennari

Simon Dymond
Prófessor
Prófessor við sálfræðideild HR og Swansea University.
Steinunn Hafsteinsdóttir
Stundakennari
Sjá upplýsingar um fasta kennara sálfræðideildar
Skipulag
1. ár
Haustönn - 30 ECTS
- Experimental Analysis of Behaviour 6 ECTS
- Concepts and Principles of Behavior Analysis 6 ECTS*
- Research Methods in Behaviour Analysis 6 ECTS*
- Ethics 6 ECTS*
- Early Intensive Behavior Intervention 6 ECTS
Vorönn - 30 ECTS
- Applied project I 6 ECTS
- Behavior Assessment 6 ECTS*
- Behavior Interventions I 4 ECTS*
- Philosophy of Behavior Analysis 6 ECTS*
- Research Thesis I 8 ECTS
2. ár
Haustönn - 30 ECTS
- Applied Project II 6 ECTS
- Behavior Analysis in Maintsream Education 6 ECTS
- Brain, Aging, and Behavior Analysis 6 ECTS
- Behavior Interventions II 4 ECTS*
- Research Thesis II 8 ECTS
Vorönn - 30 ECTS
- Applied Project III 8 ECTS
- Clinical Behavior Analysis 4 ECTS
- Personnel Supervision and management 4 ECTS*
- Research Thesis III 14 ECTS
*Umsækjendur sem þegar hafa lokið meistaranámi í sálfræði, menntavísindum eða skyldum greinum (meistaranám samþykkt af BCBA) geta sótt um að taka BCBA námskeiðaröðina (42 ECTS).
Upplýsingar fyrir nemendur
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði í MSc-nám í hagnýtri atferlisgreiningu
Umsækjendur þurfa að hafa lokið BA, BSc eða BEd í sálfræði, félagsvísindum, menntavísindum eða skyldum greinum. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna úr grunnnámi, frekari menntunar og starfsreynslu sem tengist náminu.
Umsækjendur sem þegar hafa lokið meistaranámi í sálfræði, menntavísindum eða skyldum greinum (meistaranám samþykkt af BCBA) geta sótt um að taka BCBA námskeiðaröðina (42 ECTS).
Umsókn og fylgigögn
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og eftirtöldum fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið:
- Staðfest afrit af prófskírteini og námsferilsyfirliti.
- Yfirlit yfir náms- og starfsferil (ferilskrá á ensku eða íslensku).
- Greinargerð: Hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? Greinargerð skal vera allt að 300 orð og skilað á pdf-formi í gegnum umsóknarkerfi.
- Meðmælabréf: Að minnsta kosti eitt meðmælabréf á að fylgja umsókn. Meðmælabréf skal vera frá einstaklingi sem er hæfur til meta getu umsækjenda til að takast á við námið. Bréfið má vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda til verkefnastjóra námsins á netfangið salfraedi@ru.is.
- Matsblað fyrir meðmælendur
- Referee evaluation form
-
Nemendur þurfa að framvísa sakavottorði við upphaf náms á skrifstofu skólans. Kallað er eftir fyrrnefndum upplýsingum þar sem námið felur í sér verknám á staði þar sem unnið er með viðkvæmum hópum. Á þessum stöðum er almennt óheimilt að ráða inn einstaklinga sem hafa hlotið refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hefningarlaga nr. 19/1940. Verknám þetta er mikilvægur þáttur námsins og er forsenda fyrir útskrift úr námslínunni.
Umsóknarfrestur
- Umsóknarfrestur er frá 5. febrúar til 30. apríl.
- Öll gögn verða að berast áður en umsóknarfrestur rennur út.
Hafðu samband

