Að hefja nám

Velkomin í HR!

Háskólinn í Reykjavík leggur áherslu á að taka vel á móti nemendum sem hefja nám við skólann. Hér fyrir neðan eru tekin saman nokkur mikilvæg atriði fyrir nýnema. 

Nemendur MBA í vinnustofu

Fyrstu dagarnir

Tölvupóstur

Það er mikilvægt að fylgjast vel með innhólfinu í nýja HR-tölvupóstinum. Þangað berast nauðsynlegar upplýsingar fyrir nemendur.

Nýnemadagur

Nýnemadagar eru haldnir í janúar og ágúst á hverju ári. 

Á nýnemadegi eru nýir nemendur boðnir velkomnir í HR og þeir fá upplýsingar um þjónustu í háskólanum, leiðsögn um húsið, hitta forsvarsmenn nemendafélaga o.fl.

Hvenær byrjar skólinn?

Fyrsta kennsludag er hægt að finna í almanakinu á vefnum.

Háskólagrunnur HR

Nám í Háskólagrunni HR hefst yfirleitt fyrr en í öðrum deildum. 

Skóladagatal

Allar helstu dagsetningar skólaársins eru að finna í almanaki HR.

Stundatöflur og bókalistar

Þegar upplýsingar um stundatöflur og bókalista liggja fyrir er þær að finna á síðum akademískra deilda:

Fyrsta önnin

Kennslukerfið

Kennslukerfi HR heitir Canvas. Nemendur fá sent notendanafn og lykilorð með tölvupósti áður en kennsla hefst. Til að komast inn í kerfið er farið inn á canvas.ru.is. Nemendur geta nálgast staðfestingar og vottorð á rafrænu formi í Canvas undir Portal - Documents.

Hægt er að ná í Canvas-app fyrir alla snjallsíma með Android og iOS stýrikerfum.

Skráning í námskeið

  • Nýnemar eru skráðir af HR í námskeið fyrstu önn. Eftir það bera nemendur sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í námskeið og er það gert í gegnum MySchool vefinn. Þetta á við um alla nemendur HR.
  • Þegar nemendur skrá sig í námskeið þarf að senda tölvupóst úr HR-netfanginu. 
  • Upplýsingar um skráningu og úrsögn úr námskeiðum, skráningu í endurtektar- og sjúkrapróf, flutning milli brauta og fleiri mikilvæg atriði eru í almennum náms- og námsmatsreglum.

Upplýsingar um námskeið

Í kennsluskrá eru upplýsingar um öll námskeið.

Einkunnir 

Lokaeinkunnir úr námskeiðum birtast í MySchool.

Hvert leita ég ef ég þarf þjónustu og upplýsingar?

Námstækni, stuðningur í námi, áhugasvið, sálfræðiþjónusta

Náms- og starfsráðgjafar eru með skrifstofur við hliðina á þjónustuborðinu í Sólinni á 1. hæð.

Skipulag náms, námsframvinda, val eða mat á námi

Verkefnastjórar námsbrauta hjá hverri deild.

Skráning og/eða úrsögn úr námskeiðum

Nemendabókhald. Tekið er á móti skráningum í námskeið, eða úr námskeiðum, í netfanginu: nemendabokhald@ru.is.

Þjónustuborð HR

Starfsfólk þjónustuborðs á 1. hæð er ávallt reiðubúið að aðstoða nemendur.

Staðfestingargjald og skólagjöld

Staðfestingargjald

Til að staðfesta skráningu í nám verður að greiða staðfestingargjald. Við greiðslu staðfestingargjalds er litið svo á að nemandi hyggist hefja nám í HR. Staðfestingargjaldið dregst svo frá upphæð skólagjalda. Greiðsluseðill fyrir staðfestingargjald kemur inn á heimabankann og þá er jafnframt send tilkynning í tölvupósti.

Skólagjöld

Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem fer inn á heimabankann og tilkynning um að greiðsluseðillinn sé kominn inn á heimabanka er send í tölvupósti. Ef ekkert tölvupóstfang er skráð hjá nemanda þá berst greiðsluseðill á pappírsformi í pósti á skráð heimilisfang viðkomandi. Nánari upplýsingar um upphæðir og reglur skólagjalda.

Ath: Nemendur geta nálgast staðfestingar og vottorð á rafrænu formi í Canvas undir Portal - Documents 

Háskólabyggingin

Aðgangskort

Nemendur fá aðgangskort sem veitir aðgang að háskólabyggingunni. Aðgangskort eru afhent á þjónustuborðinu á 1. hæð í Sólinni. Frekari upplýsingar um húsnæðið, leigu á skápum, bílastæði, deilibíla (Zipcar), strætisvagnaferðir og fleira, er að finna í nemendahandbók HR.

HR_Kort_RU_Map_2021_1_1629199888471

HR_Kort_RU_Map_2021_2HR_Kort_RU_Map_2021_3

Tölvu- og tæknimál

Upplýsingatæknisvið (UTS) sér um rekstur og viðhald á öllum tölvum og tölvutengdum búnaði í HR, ásamt því að veita nemendum og kennurum ráðgjöf og aðstoða þá. UTS er með þjónustuborð í Sólinni og nemendur geta leitað þangað ef þeir lenda í vandræðum. Hægt að senda fyrirspurnir á help@ru.is eða leita frekari upplýsinga á http://help.ru.is

Þráðlaust net (wi-fi)

Nemendur tengjast þráðlausa netinu sem heitir "eduroam". Til þess að skrá sig inn á þráðlausa netið skal nota RU netfang og lykilorðið.  

HR-netfang

Nemendur fá 50 GB pósthólf sem aðgengilegt er á vefslóðinni http://webmail.ru.is. Mikilvægt er að nemendur fylgist vel með HR-tölvupóstinum sínum því þangað eru sendar mikilvægar upplýsingar. Nánari leiðbeiningar um tölvu- og tæknimál er að finna í nemendahandbók

Matur og drykkur

Málið

Matsalan í HR heitir Málið og er opin frá kl. 8:00–16:00 alla virka daga.

Krambúðin

Krambúðin er með útibú í Sólinni en þar er hægt að kaupa matvöru og aðra nauðsynjavöru.

Kaffitár

Kaffitár rekur kaffihús í Sólinni.

Bragginn

Veitingastaður nálægt Nauthólsvíkinni sem býður upp á fjölbreyttan matseðil á viðráðanlegu verði.

Stúdentafélag HR og nemendafélög

Í HR er öflugt félagslíf og það er auðvelt að kynnast öðrum nemendum. Stúdentafélagið (SFHR) er hagsmunafélag stúdenta við HR. Allir nemendur eru meðlimir í SFHR og eru félagsgjöld engin.

Lesa meira um félagslífið í HR

HR á samfélagsmiðlum


Ítarlegri upplýsingar eru að finna í Nemendahandbók HR.