Áhugasviðspróf

Hvað veistu um sjálfan þig?

Náms- og starfsráðgjöf býður upp á áhugasviðsprófin Strong og Bendil

Strong

Ath. að ekki er hægt að taka Strong áhugasviðspróf eins og sakir standa.

Leiðbeinir þér við að bera kennsl á eftirfarandi:

  • Námsleiðir sem henta þér.
  • Hveru líkt áhugasvið þitt (eða ólíkt) er áhugasviði fólks í mismunandi störfum.
  • Tómstundir.
  • Ýmiss konar valkosti við val á starfi eða tómstundum.
  • Almennt yfirlit yfir áhugasvið þitt.
  • Starfs- og  námsumhverfi sem fellur að áhugasviði þínu.
  • Hvernig áhugasvið þitt lýsir stjórnunar- og samskiptastíl þínum og hversu vel þér fellur að taka áhættur.
  • Störf og starfsumhverfi sem líklegast er að þú verðir ánægð(ur) með. 

Hvað er áhugakönnun Strong?

Áhugakönnun Strong (Strong Interest Inventory) er elsta og mest rannsakaða áhugasviðspróf í heimi. Margar milljónir manna víða um heim nota niðurstöður þess til að auðvelda val á námi og starfi. Á Íslandi hefur þetta próf verið í notkun frá árinu 1986.  Flestir háskólar og framhaldsskólar landsins hafa aðgang að Áhugakönnun Strong. Áhugakönnun Strong hefur verið tekin til endurskoðunar á u.þ.b. 10 ára fresti og hefur þá verið aðlagað þeim breytingum sem hafa orðið á náms-og starfsumhverfi. Ný viðmið og norm hafa þá í kjölfarið komið í stað eldri ef þau eldri hafa reynst vera úrelt. Nýjasta útgáfan kom út árið 2004 og hér á Íslandi haustið 2005.

Eigandi prófsins frá árinu 1933 er CPP, Inc. California Bandaríkjunum.
© Dr. Sölvína Konráðs hefur unnið allar íslenskar þýðingar á prófinu og rannsóknir frá árinu 1987.

Svörin þín við spurningunum á áhugakönnun Strong ákvarða niðurstöðurnar. Þessar niðurstöður aðstoða þig við að bera kennsl á áhugasvið þitt og leiðbeina þér við að afmarka ýmsa þætti þess, t.d. hvernig áhugasvið þitt getur komið þér að gagni í námi, starfi og tómstundum. Niðurstöðurnar koma þér vel við að skoða þitt eigið sjálf og taka ákvörðun um nám og starfsval. Þá koma niðurstöðurnar líka að góðu gagni við að kynnast tómstundastarfi og störfum sem þú hefur ekki mikla vitneskju um. Þegar þú ferð í gegnum niðurstöðurnar, mundu þá að þetta er könnun á áhuga en ekki á hæfileikum.

Niðurstöðurnar segja þér í hvaða átt áhugi þinn beinir þér hvað varðar val á námi, starfi og tómstundum. Ennfremur sérð þú hvernig áhugasvið þitt fellur að áhugasviði fólks í hinum ýmsu starfsgreinum. Segjum svo að áhugi þinn sé líkur áhugasviði verkfræðinga þá segja niðurstöðurnar ekkert um þá stærðfræðihæfileika sem þarf til þess að læra verkfræði. Þær segja einungis að líklega hafir þú gaman af því að vinna við verkefnalausnir og með því fólki sem vinnur innan sviðs verkfræði.

Hafðu í huga að við val á starfi þarf að taka margar ákvarðanir sem tengjast innbyrðis og Áhugakönnun Strong gefur þér upplýsingar sem eru gagnlegar til þess að byrja að vinna að þeim ákvörðunum.

Nánari upplýsingar

Hægt er að koma í opna viðtalstíma og taka Strong prófið. Úrlausn kemur viku síðar og þá er bókaður tími í túlkun prófsins með náms- og starfsráðgjafa.

  • Strong próftaka kostar 9000 kr. 

Ef þið hafið áhuga á að taka Strong, vinsamlegast setjið ykkur í samband við Náms- og starfsráðgjöf HR, namsradgjof@ru.is eða hafið samband beint:

Gréta Matthíasdóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Lóa Hrönn Harðardóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Hildur Katrín Rafnsdóttir

Náms- og starfsráðgjafiBendill

Mikilvægt er að taka mið af eigin áhugasviðum þegar ákvarðanir um nám og störf eru teknar. Bendill er samheiti fyrir þrjár kannanir sem meta starfsáhuga fólks á ólíkum aldri. Niðurstöður birtast myndrænt. Bendill ýtir undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf. Sérhönnuð upplýsingaveita hjálpar til við markvissa og skilvirka leit að námi og störfum. Bendil er aðeins hægt að nálgast með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref. 

Náms- og starfsráðgjafar HR hafa réttindi til að leggja fyrir og túlka Bendil - III sem metur sex almenn áhugasvið og 27 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem hafa hug á háskólanámi fyrst og fremst.

Nánari upplýsingar

Bendill III er rafræn áhugakönnun og niðurstöður liggja strax fyrir. Vinsamlegast komið með eigin tölvu til að taka könnunina á en látið vita ef það er ekki valkostur svo hægt sé að gera aðrar ráðstafanir.

  • Bendill áhugakönnunin kostar 6000 kr.

Ef þið hafið áhuga á að taka Bendil, vinsamlegast setjið ykkur í samband við Náms- og starfsráðgjöf HR, namsradgjof@ru.is eða hafið samband beint:

Gréta Matthíasdóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Lóa Hrönn Harðardóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Hildur Katrín Rafnsdóttir

Náms- og starfsráðgjafi


Var efnið hjálplegt? Nei