Sálfræðiþjónusta

Nemendur Háskólans í Reykjavík geta sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í því felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans.

Hugræn atferlismeðferð

Sú hópmeðferð sem nemendum stendur til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.

Hafið samband

Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst á netfangið salfraedithjonusta@ru.is 
eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem vísar þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi.


Var efnið hjálplegt? Nei