Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta Háskólans í Reykjavík er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. Þjónustan heyrir undir Náms- og starfsráðgjöf Háskólans í Reykjavík og þar starfar sálfræðingur auk framhaldsnema í klínískri sálfræði, undir faglegri handleiðslu.

Þjónustan er í formi viðtala og námskeiða en breytilegt er hvers konar þjónusta hentar hverjum og einum. Nemendur geta valið að skrá sig beint á auglýst námskeið eða bókað viðtal til að ræða möguleika á þjónustu. Í sumum tilfellum er nemendum vísað áfram á aðra viðeigandi þjónustu innan heilbrigðiskerfisins.

Þau námskeið sem hafa verið í boði hjá sálfræðiþjónustunni:

Hugræn atferlismeðferð við prófkvíða – Að takast á við prófkvíða: Stutt námskeið sem byggir á hugrænni atferlismeðferð (HAM). Þátttakendur fá innsýn í hugmyndafræði HAM og læra að nýta sér helstu aðferðir meðferðarinnar. Sérstök áhersla er lögð á prófkvíða og hjálplegar leiðir til að takast á við hann. Námskeiðið er tvö skipti, samtals 4 klukkustundir.

Hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða - Mér líður eins og ég hugsa: Gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð þar sem þátttakendur læra að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar með sérstakri áherslu á þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur námskeiðsins á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir.


Hafið samband

Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst á netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem vísar þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Öll námskeið verða auglýst sérstaklega.


Var efnið hjálplegt? Nei