Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta Háskólans í Reykjavík er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. Þjónustan heyrir undir Náms- og starfsráðgjafar Háskólans í Reykjavík og þar starfar sálfræðingur auk framhaldsnema í klínískri sálfræði, undir faglegri handleiðslu.

Þjónustan er í formi viðtala og námskeiða en breytilegt er hvers konar þjónusta hentar hverjum og einum. Nemendur geta valið að skrá sig beint á auglýst námskeið eða bókað viðtal til að ræða möguleika á þjónustu. Í sumum tilfellum er nemendum vísað áfram á aðra viðeigandi þjónustu innan heilbrigðiskerfisins.

Hafðu samband

Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst á netfangið salfraedithjonusta@ru.is.  Einnig er hægt að leita til náms- og starfsráðgjafa sem vísar þeim sem taldir eru þurfa sálfræðiþjónustu áfram í viðtal hjá sálfræðingi. Öll námskeið verða auglýst sérstaklega.


Var efnið hjálplegt? Nei