Gæðakerfi HR í rannsóknum

Mat á rannsóknarstarfi

Rannsóknarvirkni allra akdemískra starfsmanna skólans með rannsóknarskyldu er metin árlega af erlendri nefnd sérfræðinga. Helstu viðmið í þessu árlega mati eru birtingar á ritrýndum vettvangi, önnur rannsóknarstörf, svo sem leiðbeiningar rannsóknarnema, þátttaka í alþjóðlegu rannsóknarstarfi og öflun rannsóknarfjár úr samkeppnissjóðum.

Skipan erlendu matsnefndarinnar 2018

1.     Prófessor Jørgen Staunstrup (tölvunarfræði), IT University in Copenhagen, Danmörk  – Formaður nefndarinnar

2.     Prófessor Johan Malmqvist, (verkfræði), Department of Industrial and Materials Science, Chalmers University of Technology, Svíþjóð

3.     Prófessor Kristina Siig (lögfræði), Department of Law, University of Southern Denmark, Danmörk

4.     Prófessor Morten Kildemo (raunvísindi), Department of Physics, Norwegian University of Science and Technology (NTNU), Noregur

5.     Prófessor Jaana Sandström (viðskiptafræði), Department of Business Economics and Law, Laaparanta University, Finnland

6.     Prófessor Chris Harwood (sálfræði/íþróttafræði), School of Sport, Exercise and Health Sciences, Loughborough University, Bretland

 

Stigakerfið

Matsnefndin raðar akademískum starfsmönnum í eftirfarandi 5 flokka, þ.e. gefur rannsóknarstig (e. „score“) á kvarðanum 0-4:

0   Engin eða lítil sem engin rannsóknarvirkni (e. None or insignificant research activity).

1   Lítil en ekki ómarkverð rannsóknarvirkni (e. Little but nontrivial research activity).

2   Framlag til alþjóðlega rannsóknarsamfélagsins eða ef viðeigandi til íslenska rannsóknarsamfélagsins (e. Contributes to the international research community or domestic where appropriate).

3   All nokkur og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með greinilegu framlagi og áhrifum (e. Considerable and active participant in the international research community or domestic where appropriate, with a clear contribution and impact).

4   Veruleg og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu eða ef viðeigandi í íslenska rannsóknarsamfélaginu, með talsverðu framlagi og áhrifum (e. Significant and active participant in the international research community or domestic where appropriate, with a substantial contribution and impact).

 


Var efnið hjálplegt? Nei