Gæðakerfi HR í rannsóknum

Mat á rannsóknarstarfi

Rannsóknarvirkni allra akdemískra starfsmanna skólans með rannsóknarskyldu hefur verið metin árlega af erlendri nefnd sérfræðinga árin 2007-2018. Árið 2019 var ákveðið að matið skuli fara fram annað hvert ár, þ.e. er árið 2020 og svo næst 2022, o.s.frv. Helstu viðmið í þessu mati eru birtingar á ritrýndum vettvangi, önnur rannsóknarstörf, svo sem leiðbeiningar rannsóknarnema, þátttaka í alþjóðlegu rannsóknarstarfi og öflun rannsóknarfjár úr samkeppnissjóðum, o.fl.

Skipan erlendu matsnefndarinnar 2022

1. Professor Oliver Hoener, Tübingen University, Þýskaland (Íþróttafræði)

2. Professor Amnon Lev, University of Copenhagen, Danmörk (Lögfræði)

3. Professor Allan Borodin, University of Toronto, Kanada (Tölvunarfræði)

4. Professor Sabine T. Koeszegi, Vienna University of Technology, Austurríki (Viðskiptafræði)

5. Professor Zohar Yosibash, Tel Aviv University, Ísrael (Verkfræði)

6. Professor Aline Cotel, University of Michigan, Bandaríkin (Verkfræði)

7. Professor Maria Melchior, French Institute of Health and Medical Research, Frakkland (Sálfræði)

Stigakerfið

Matsnefndin raðar akademískum starfsmönnum í eftirfarandi 5 flokka, þ.e. gefur rannsóknarstig (e. „score“) á kvarðanum 0-4:

0   Engin eða lítil sem engin rannsóknarvirkni (e. None or insignificant research activity).

1   Lítil en ekki ómarkverð rannsóknarvirkni (e. Little but nontrivial research activity).

2   Framlag til alþjóðlega eða íslenska rannsóknarsamfélagsins (e. Contributes to the international or domestic research community).

3   All nokkur og virk þátttaka í alþjóðlega eða íslenska rannsóknarsamfélaginu, með greinilegu framlagi og áhrifum (e. Considerable and active participant in the international or domestic community, with a clear contribution and impact).

4   Veruleg og virk þátttaka í alþjóðlega eða íslenska rannsóknarsamfélaginu, með talsverðu framlagi og áhrifum (e. Significant and active participant in the international or domestic research community, with a substantial contribution and impact).

 


Var efnið hjálplegt? Nei