Gæðakerfi HR í rannsóknum

Mat á rannsóknarstarfi

Rannsóknarvirkni allra akdemískra starfsmanna skólans með rannsóknarskyldu er metin árlega af erlendri nefnd sérfræðinga. Helstu viðmið í þessu árlega mati eru birtingar á ritrýndum vettvangi, önnur rannsóknarstörf, svo sem leiðbeiningar rannsóknarnema, þátttaka í alþjóðlegu rannsóknarstarfi og öflun rannsóknarfjár úr samkeppnissjóðum. Niðurstaða þessa árlega mats er síðan lögð til grundvallar við skiptingu rannsóknarfjár frá ríkinu á milli deilda skólans.

Skipan erlendu matsnefndarinnar 2016

1. Prófessor Mette Morsing, Copenhagen Business School, Danmörk (viðskiptafræði/sálfræði)
2. Prófessor James Chalmers, University of Glasgow, Bretland (lögfræði) - Formaður nefndarinnar
3. Dr. Jörgen Staunstrup, Sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Danmörk (tölvunarfræði)

4. Prófessor Rajeev Bansal, University of Connecticut, Bandaríkin (tækni- og verkfræði)

Stigakerfið

Matsnefndin raðar akademískum starfsmönnum í eftirfarandi 5 flokka, þ.e. gefur rannsóknarstig (e. „score“) á kvarðanum 0-4:

0 - Engin eða lítil sem engin rannsóknarvirkni (e. „None or insignificant research activity“).
1 - Lítil en ekki ómarkverð rannsóknarvirkni (e. „Little but nontrivial research activity“).
2 - Framlag til alþjóðlega rannsóknarsamfélagsins (e. „Contributes to the international research community“).
3 - All nokkur og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu, með greinilegu framlagi og áhrifum (e. „Considerable and active
     participant in the international research community, with a clear contribution and impact“).
4 - Veruleg og virk þátttaka í alþjóðlega rannsóknarsamfélaginu, með talsverðu framlagi og áhrifum (e. „Significant and active

     participant in the international research community, with a substantial contribution and impact”).


Var efnið hjálplegt? Nei