Rannsóknarþjónusta HR

Samkvæmt rannsóknarstefnu HR er unnið að því að efla ytri fjármögnun á rannsóknum við skólann með því að auka sókn í innlenda og erlenda sjóði. Í því sambandi er mikilvægt að við skólann sé rekin öflug rannsóknarþjónusta sem vaktar tækifæri til sóknar í rannsóknarsjóði og veitir aðstoð við gerð umsókna um styrki, vinnslu fjárhagsáætlana og rekstur rannsóknarverkefna.

Helstu verkefni Rannsóknarþjónustu HR: 

I. Fjármögnun rannsókna

  • Vöktun á styrkmöguleikum innanlands og utan.
  • Aðstoð við gerð umsókna.
  • Aðstoð við skýrslugerð og fjárhagsuppgjör vegna styrktra verkefna.

II. Mat á árangri

  • Gagnasöfnun, tölfræðivinnsla og skýrslugerð um afrakstur rannsókna innan skólans. 
  • Vinna við utanaðkomandi mat á rannsóknastarfi deilda. 

III. Kynningar- og tengslastarf

  • Kynningar á rannsóknum skólans, til dæmis á vef HR og með atburðum.
  • Tengiliður HR við rannsóknarsjóði á Íslandi sem og erlendis.
Forstöðumaður rannsóknarþjónustu HR er:

Kristján Kristjánsson
Sími: 599 6372
Farsími: 825 6372
Tölvupóstur: kk (hjá) ru.is

Verkefnastjóri rannsóknarþjónustu HR er:

Björgvin Ægir Richardsson
Sími: 599 6437
Farsími: 825 6437
Tölvupóstur: bjorgvinr (hjá) ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei