Námið
Rannsóknir
HR

Háskólanám eftir iðnnám

Leiðarvísir

Ávinningur í hverju skrefi

  • Iðnfræði, diplóma
  • Byggingafræði, BSc
  • Tæknifræði, BSc
  • Hagnýtt örnám fyrir atvinnulífið

Áhersla á hagnýt og raunhæf verkefni með traustri, fræðilegri undirstöðu og góðri aðstöðu til bóklegs og verklegs náms.

Tækninám við tæknifræðideild HR tekur mið af þörfum atvinnulífsins hverju sinni, með áherslu á öfluga og hagnýta tækniþekkingu sem nýtist vel frá fyrsta degi í starfi.

Eftirsótt þekking

Iðnmenntun er mjög góður undirbúningur fyrir nám við HR og í boði eru námsbrautir sem veita spennandi möguleika í atvinnulífinu. Tæknimenntaðir einstaklingar sem útskrifast frá HR eru eftirsóttir starfskraftar m.a. í iðnfyrirtækjum, á verkfræðistofum, hjá verktökum og opinberum aðilum.

Fjölbreyttur bakgrunnur

Nemendur í tæknigreinum í HR hafa margvíslegan bakgrunn, hvort sem það er reynsla á vinnumarkaði, burtfararpróf, sveinspróf, meistarabréf, 4. stigs vélstjórapróf, tækniteiknun eða stúdentspróf.

Stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði

Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði.

Stöðuprófin eru ætluð fyrir:

  • Þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum.
  • Þau sem uppfylla inngönguskilyrði en vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst.

Undirbúningur í Háskólagrunni

Það er ekki fyrirstaða að hafa ekki lokið formlegu stúdentsprófi því við Háskólagrunn HR er í boði undirbúningsnám sem er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem hyggjast stunda háskólanám en hafa ekki nægan undirbúning. Lokapróf frá Háskólagrunni opnar leið að öllu námi við HR.

Vinsælustu brautirnar

Hvaða menntun ertu þegar með?

Við Háskólann í Reykjavík er lögð áhersla á hagnýta þekkingu, verklega þjálfun og tengsl við atvinnulífið. Iðnmenntun er því mjög góður undirbúningur fyrir nám við HR og háskólamenntaðir einstaklingar sem hafa grunn í iðngreinum eru afar eftirsóttir í atvinnulífinu. Byrjunarreitur nemenda er ólíkur. Hér eru nokkrir algengir námsáfangar og upplýsingar um hvaða inngönguskilyrði þeir uppfylla. Vinsamlega athugið að þetta er ekki tæmandi listi og oft þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.

Kennslan

Árangur nemenda er metinn með öðrum leiðum en eingöngu lokaprófum. Nemendur vinna mikið í hópum, jafnvel þvert á ólíkar greinar, og reynt er að efla frumkvæði þeirra. Kennarar eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Sérfræðingar úr atvinnulífinu

Fastráðnir kennarar hafa mikla og góða reynslu af kennslu og eins koma gestakennarar úr atvinnulífinu til að kenna einstaka námskeið. Nemendur fá því góðan, fræðilegan grunn ásamt nýjustu þekkingunni úr atvinnulífinu.

Fjölbreyttar staðarlotur í iðnfræði

Í iðnfræði eru tvær staðarlotur á hverri önn sem standa yfir eina helgi í senn. Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar. Einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi. Fyrirlestrar eru settir fram á aðgengilegan hátt með hljóðglærum.

Verkefnin ráða för í byggingafræði

Nám í byggingafræði er verkefnamiðað nám og nemendur þurfa að tileinka sér þá þekkingu og hæfni sem þarf til að geta leyst verkefnin. Þetta fyrirkomulag er víða notað í kennslu í háskólum á Norðurlöndunum en einn helsti kosturinn er að ekki skapast of miklir álagspunktar fyrir nemendur.

12+3: Öðruvísi skipulag í tæknifræði

Nemendur í tæknifræði eru látnir glíma við verkleg úrlausnarefni strax á fyrstu önninni. Annirnar eru brotnar upp í tvo hluta: fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi við verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Reynslusögur

Viltu spjalla?

Þær Gréta, Stella, og Hildur Katrín, náms- og starfsráðgjafar HR, veita upplýsingar um námið við háskólann og aðstoða einstaklinga við að ná árangri í námi, átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. 

Viðtöl

Nemendur bóka viðtöl með því að: 

Góð ráð

Hvernig vel ég háskólanám? Nokkur góð ráð sem geta nýst við ákvörðunartökuna. 

Deildaskrifstofur

Til að fræðast meira um einstakar námsbrautir má einnig leita til deildaskrifstofa:

Fara efst