Námið
Rannsóknir
HR
Íþróttafræðideild

Íþróttavísindi -
og stjórnun

Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Nemendur læra um stjórnun í íþróttum út frá lagalegum, siðferðilegum, fjárhagslegum, skipulagslegum, sögulegum, pólitískum og sálfræðilegum hliðum. Atvinnugreinin er ört vaxandi og gerðar eru sífellt strangari kröfur um fagmennsku til þeirra sem eru í forsvari í heimi íþróttanna.

Með tvíþættri meistaragráðu í íþróttavísindum og stjórnun frá HR og Molde fá nemendur nauðsynlegan undirbúning til að sinna stjórnunarstöðum hjá íþróttahreyfingum og á öðrum sviðum atvinnulífs sem tengjast íþróttum.

Nemendur dvelja fyrra námsárið við Háskólann í Molde og síðara námsárið við HR.

Við útskrift eiga nemendur að hafa þekkingu á fræðilegum grunni megindlegrar og eigindlegrar aðferðafræði, helstu hugtökum og kenningum þjálf- og íþróttalífeðlisfræði. Öðlast færni í skipulagi, stjórnun og stefnumótun við þjálfun og í íþróttastarfi og kunnáttu á mælingum til að meta þjálfunarástand og framvindu íþróttamanna í íþróttum.

Upplýsingar um stjórnunarhluta námsins á vef Háskólans í Molde: Master of Science in Sports Management

Hvernig læri ég?

Námsefni fyrra árs, sem kennt er í Molde, miðar að því að kynna fyrir nemendum grunnhugtök og hagnýtar hliðar stjórnunar í íþróttum. Fjallað er um samskipti íþróttastjórnenda í víðu samhengi við efnahagslegt, stjórnmálalegt, og félagslegt umhverfi sem hefur áhrif á ýmsar ákvarðanir. Kennt er á ensku.

Á öðru ári, sem kennt er við Háskólann í Reykjavík, sérhæfa nemendur sig í þjálfun á afreksíþróttamönnum og rannsóknum í íþróttavísindum. Þeir ljúka jafnframt rannsóknarverkefni.

Um Háskólann í Molde

Háskólinn í Molde í Noregi og Háskólinn í Reykjavík eru í samstarfi á sviði íþróttafræði. Háskólinn í Molde stendur framarlega í rannsóknum og kennslu í stjórnun í íþróttum. Íslenskir nemendur í íþróttafræði hafa farið sem skiptinemar til Molde og látið vel af dvölinni og náminu.

Háskólinn í Molde

Í Háskólanum í Molde eru um 2500 nemendur. Háskólinn býður upp á grunnnám, meistaranám og doktorsnám. Hann sérhæfir sig í námi í áætlanagerð og flutningum, stjórnun í íþróttum og viðskiptafræði.

Um Molde

Molde er lítil og falleg borg á vesturströnd Noregs. Íbúar eru tæplega 30.000 talsins og borgin er umkringd fjöllum og fjörðum og fögru landslagi. Þar er hægt að stunda margs konar útivist og íþróttir, bæði að sumri og að vetri til. 

Verklegt nám

Nemendur eiga þess kost að fara í verklegt nám. Því er lokið hér á landi hjá íþróttafélögum, íþróttasamböndum eða sérsamböndum.

Samstarf við aðrar deildir HR

Íþróttafræðideild vinnur með öðrum deildum innan háskólans eins og til dæmis verkfræðideild sem sér um nám í heilbrigðisverkfræði. Einnig er mikið og gott samstarf við sálfræðideild. Nemendur njóta góðs af þessu samstarfi þegar þeir sinna rannsóknum og velja sér rannsóknarefni.

Samningar við íþróttasambönd

Íþróttafræðideild HR er með samninga við fjölmörg íþróttasambönd, svo sem KSÍ, HSÍ, KKÍ, Fimleikasamband Íslands, ÍBR, Badmintonsamband Íslands og Skíðasamband Íslands. Kennarar og nemendur sjá um mælingar á líkamlegri og sálrænni getu íþróttafólksins og veita ráðgjöf um þjálfun.

Ertu með spurningar um námið?

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Með tvíþættri meistaragráðu í íþróttavísindum og stjórnun frá HR og Molde fá nemendur nauðsynlegan undirbúning til að sinna stjórnunarstöðum hjá íþróttahreyfingum og á öðrum sviðum atvinnulífs sem tengjast íþróttum. 

Starfsvettvangur

Hér eru nokkrir möguleikar:

  • Framkvæmdastjórar íþróttafélaga eða sérsambanda
  • Sérfræðingar hjá íþróttasamböndum, bandalögum og ungmennafélögum
  • Íþróttafulltrúar
"Þörf á skýrara regluverki fyrir hlutverk sjálfboðaliðanna": Umfjöllun Fréttablaðsins um lokaverkefni í náminu.

Skipulag náms

Fyrra ár

Fyrra ári er lokið við Háskólann í Molde. Námsefnið miðar að því að kynna fyrir nemendum grunnhugtök og hagnýtar hliðar stjórnunar í íþróttum. Fjallað er um samskipti íþróttastjórnenda í víðu samhengi við efnahagslegt, stjórnmálalegt, og félagslegt umhverfi sem hefur áhrif á ýmsar ákvarðanir.

Seinna ár

Á öðru ári, við Háskólann í Reykjavík, sérhæfa nemendur sig í þjálfun á afreksíþróttamönnum og rannsóknum í íþróttavísindum. Þeir ljúka jafnframt rannsóknarverkefni.

Námskeið við Molde 

Námskeið við Molde1. önn / Einingar2. önn / Einingar
ADM715 Essentials in Organization & Management7,5 ECTS
ADM825 Special Issues in Organization and Management7,5 ECTS
IDR806 Contemporary Issues in Sport Managemen7,5 ECTS
IDR705 Sport History7,5 ECTS
IDR720 Introduction to Sport & Event Economics7,5 ECTS
IDR805 Sport & Event Marketing7,5 ECTS
IDR807 Seminars in Sport Leadership and Innovation7,5 ECTS
IDR810 Event Organization7,5 ECTS
3. önn - 1x3 ECTS
Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar
E-715-PTTR / 6 ECTS
Frammistöðugreining
E-719-PERF / 3 ECTS
Sálræn þjálfun
E-706-SATH / 3 ECTS
Þjálfunarlífeðlisfræði og mælingar
E-711-TPME / 3 ECTS
Starfsnám
E-721-INTE / 15 ECTS
4. önn - 4x3 ECTS
Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar
E-715-PTTR / 6 ECTS
Meistaraverkefni
E-899-THES / 30 ECTS
Frammistöðugreining
E-719-PERF / 3 ECTS
Sálræn þjálfun
E-706-SATH / 3 ECTS
Þjálfunarlífeðlisfræði og mælingar
E-711-TPME / 3 ECTS
Námstími
2 ár
Einingar
120 ECTS
Prófgráða
MSc
Skiptinám mögulegt
Nei
Fjarnám mögulegt
Nei

Aðstaða

Kennsla fer fram á netinu, í háskólabyggingu HR og á líkamsræktarstöð. Þá hefur íþróttafræðideild til umráða glæsilega aðstöðu til kennslu og rannsókna. Þar er m.a. að finna:

  • Hlaupabretti, róðrarvél og Wingate hjól og Atom X Wattbike til að meta úthald
  • Tæki til að mæla hámarkssúrefnisupptöku og mjólkursýruframleiðslu
  • Lyftingarekka, stangir, lóðaplötur, handlóð, ketilbjöllur, TRX bönd, teygjur og æfingabolta
  • Tanita mælitæki til að mæla líkamssamsetningu, fitufrían massa, hlutfall fitumassa og grunn orkuþörf
  • Ýmiskonar mælitæki til að nota á vettvangi, s.s tímahlið, stökkmottur, gripstyrktarmæli, FMS hreyfifærni próf
  • Átaksmæli frá Kinvent
  • Kennslustofur og lesherbergi
  • Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá frekari upplýsingar um aðstöðuna í HR.

Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala

Af hverju íþróttafræði í HR?

  • Öflugt verknám
  • Möguleg sérhæfing miðað við áhugasvið
  • Framúrskarandi aðstaða
  • Gott aðgengi að kennurum
  • Samheldinn hópur nemenda
Fara efst