Námið
Rannsóknir
HR
Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MSc eða MM
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Hvað læri ég?

Nemendur öðlast góðan skilning á markaðsmálum og efla greiningarhæfni, samskiptafærni og getu til þróunar og nýtingar.

Að náminu loknu eiga nemendur að hafa þekkingu á:

  • Stefnumiðaðri markaðssetningu
  • Markaðsrannsóknum og markaðsgreiningum
  • Vörumerkjaþróun
  • Stafrænni markaðssetningu
  • Viðskiptasiðferði, ábyrgri stjórnun og sjálfbærni
  • Mismunandi rannsóknaraðferðum viðskiptatækifæra
Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi. Hægt er að ljúka náminu á þremur önnum miðað við fullt nám á haust-, vor- og sumarönn.

Hvernig læri ég?

Staðarnám
Meistaranám í viðskiptadeild er staðarnám.

Kennt á ensku
Námskeið eru kennd á ensku af íslenskum og erlendum sérfræðingum sem veitir alþjóðlega sýn á námsefnið.

Fyrirkomulag kennslu
Námskeið eru kennd í lotum sem ná yfir tvo til fjóra daga samfleytt eða vikulega. Kennsla getur einnig verið skipulögð seinnipart dags og á laugardögum.

Námsmat
Námsmat í námskeiðum er fjölbreytt, til dæmis í formi einstaklingsverkefna, hópaverkefna og prófa. Nemendur geta átt von á því að verkefnavinna og próf fari fram utan lota. Ávallt er leitast við að hafa lokanámsmat fljótlega eftir hvert námskeið.

Starfsnám
Mögulegt er að taka starfsnám í stað eins eða tveggja valnámskeiða (7.5 - 15 ECTS). Starfsnámið er skipulagt á vegum HR og nemendur starfa undir handleiðslu tengiliðs hjá fyrirtæki. Starfsnám er mikilvægur þáttur fyrir þá sem hafa almennt litla starfsreynslu eða þá sem vilja nýta námið til að skapa sér tækifæri á nýjum vettvangi.

*Sjá nánari upplýsingar í Leiðbeiningum um starfsnám í meistaranámi.

Að námi loknu

Út í atvinnulífið

Útskrifaðir nemendur hafa hagnýta þekkingu á markaðsfræði og mikla innsýn í almenna stjórnun og fjármál. Að námi loknu eiga þeir að vera færir um að:

  • Leggja mat á markaðssetningaraðferðir með það markmið að leggja til og framkvæma endurbætur.
  • Takast á hendur leiðtogahlutverk.
  • Eiga frumkvæði að verkefnum, stýra þeim og axla ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa.
  • Beita aðferðum bestu starfsvenja í markaðssetningu og viðskiptum í mismunandi rekstrarumhverfi.
  • Greina hagnýt vandamál á sviði viðskipta og leggja til árangursríkar lausnir.
  • Taka sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstyðja þær.
  • Sýna viðleitni til að efla ábyrga stjórnun í faginu og/eða á vinnustað.
Starfsvettvangur

Meistaranám í markaðsfræði undirbýr nemendur fyrir stjórnenda- og sérfræðistörf sem markaðsstjórar og sérfræðingar í markaðsdeildum fyrirtækja og stofnana, einnig hjá auglýsingastofum, birtingahúsum, almannatengslaskrifstofum og stafrænum markaðsstofum.

Viðfangsefnin eru meðal annars viðskiptatengsl, markaðsrannsóknir, vörumerkjastjórnun, nýsköpun, alþjóðatengsl í ferðaþjónustu og sala á vörum og/eða þjónustu.

Ertu með spurningar um námið?

Hallur Þór Sigurðarson
lektor - forstöðumaður meistaranáms

Við hjá SAHARA höfum verið fylgjendur þess að fyrirtæki gefi nemendum tækifæri á að koma í starfsnám og því höfum við tekið fagnandi þeim nemendum sem hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. Okkar reynsla er frábær og hafa nemendur frá Háskóla Reykjavíkur sýnt mikinn áhuga á starfsemi okkar og staðið sig vel þegar kemur að þátttöku í fjölbreyttum verkefnum sem starfsmenn takast á við frá degi til dags

Sigurður Svansson
yfirmaður stafrænnar markaðssetningar og meðeigandi hjá Sahara

Þetta var mjög gagnleg reynsla og vel tekið á móti mér. Ég fékk stórt og krefjandi verkefni en á sama tíma var haldið mjög vel utan um allt hjá Sahara. Þessi reynsla hefur nýst mér mjög mikið því ég stofnaði í kjölfarið fyrirtæki og hef verið að nýta mér kunnáttuna úr starfsnáminu þar.

Anna Margrét Th. Karlsdóttir
M.Sc. markaðsfræði

Skipulag náms


Námstími

Námstími er þrjár annir, 14 mánuðir miðað við fullt nám. Hægt er að ljúka náminu á lengri tíma en hámarks námstími eru sex annir (tvö ár).

Annir 

  • Haustönn: ágúst - desember.
  • Vorönn: janúar - maí.
  • Sumarönn: maí - september.
Val um tvær námsleiðir

Nemendur geta  valið á milli þess að taka 90 ECTS eininga MSc-gráðu eða 90 ECTS eininga viðbótargráðu á meistarastigi, MM.

MSc-gráða

Til þess að ljúka MSc-gráðu þarf að ljúka 60 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms og 30 ECTS eininga lokaritgerð.

Viðbótargráða á meistarastigi (MM)

Til þess að ljúka viðbótargráðu á meistarastigi þarf að ljúka 90 ECTS einingum í námskeiðum samkvæmt skipulagi náms. Möguleiki á starfsnámi að hámarki 15 ECTS í stað valnámskeiða.

Athugið

  • Á haustönn taka nemendur 7.5 ECTS eininga valnámskeið eða V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance 7.5 ECTS.
  • V-737-FAFI Fundamentals in Accounting and Finance er skylda fyrir nemendur sem hafa grunngráðu með minna en 30 ECTS einingar í viðskiptafræði.
  • Nánari upplýsingar um námskeið eru í kennsluskrá
Haust
Strategic Management
V-712-STJO / 8 ECTS
International Marketing
V-736-INMA / 8 ECTS
Advanced and digital marketing
V-738-ADDM / 8 ECTS
Fundamentals in Accounting and Finance
V-737-FAFI / 8 ECTS
Vor
Branding and Strategic Marketing
V-741-BRAN / 8 ECTS
Tourism Marketing
V-840-TOMA / 8 ECTS
Consumer Behavior
V-712-COBE / 4 ECTS
Business Ethics
V-714-BETH / 4 ECTS
Research Proposal
V-898-REPR / N/A
Business Research Methodology I
V-765-REM1 / 4 ECTS
Business Research Methodology II
V-825-REM2 / 4 ECTS
Sumar
Meistararitgerð
V-898-THES / 30 ECTS
Námstími
1 ár
Einingar
90 ECTS
Prófgráða
MSc eða MM
Skiptinám mögulegt
Fjarnám mögulegt
Nei

Kennarar

Sjá fleiri kennara

Aðstaða

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Af hverju meistaranám í markaðsfræði við HR?

  • Val um meistaragráðu án meistararitgerðar eða MSc-gráðu.
  • Öflugt starfsnám.
  • Byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki.
  • Hægt er að ljúka náminu á 14 mánuðum miðað við fullt nám.
  • Námskeið kennd af íslenskum og erlendum kennurum en þar með fá nemendur alþjóðlega sýn á efnið.
  • Kennsla er nánast öll á ensku. Undirbýr nemendur fyrir alþjóðleg samskipti í viðskiptum. 
Fara efst