Hefur þú hug á að hefja nám í frumgreinadeild í febrúar 2018?

Frumgreinadeild býður upp á leið til að hefja nám í deildinni með því að taka fyrsta stærðfræðiáfangann á vorönn 2018. Áfanginn heitir STÆ2A05 og hefst um mánaðarmótin febrúar-mars 2018.

Þátttaka er háð því að viðkomandi uppfylli inntökuskilyrði deildarinnar, það er, viðkomandi verður að hafa lokið við a.m.k. STÆ103 eða sambærilegan fyrsta áfanga í framhaldsskóla. Einnig verður viðkomandi að uppfylla ákveðin inntökuskilyrði hvað aðrar námsgreinar varðar.

Verð fyrir þátttöku í áfanganum er 60.000 kr. og er hluti af skólagjöldum haustannar 2018. Þessi upphæð er ekki endurgreidd ef nemandi einhverra hluta vegna hættir við eða hættir eftir að námskeið er hafið. Nemandi sem lýkur námskeiðinu er með trygga skólavist á haustönn 2018 í frumgreinadeild. Námskeiðið verður einungis í boði ef næg þátttaka fæst.

Opið er fyrir umsóknir til og með 30. janúar 2018. Sækja þarf um á umsóknarvef skólans.

Um námið við frumgreinadeild

Frumgreinanám er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

Frumgreinanám 

Eins árs staðarnám sem lýkur með frumgreinaprófi. Námið hefst að hausti og umsóknarfrestur er til 15. júní ár hvert.

Viðbótarnám við stúdentsprófs

Í viðbótarnámi við stúdentsprófs (háskólagrunni) getur þú bætt við þig stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Áhugasamir geta sent afrit af námsferli á frumgreinar@ru.is og tekið fram í hvaða nám er stefnt og deildin hefur samband.