Undirbúningur fyrir háskólanám

Háskólagrunnur HR er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf. Háskólagrunnur HR er starfræktur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Háskólagrunnur hét áður frumgreinanám.

Háskólagrunnur HR

Nám sem lýkur með lokaprófi. Val er á milli eins árs náms og þriggja anna náms..

Viðbótarnám við stúdentspróf

Í viðbótarnámi við stúdentspróf í Háskólagrunni getur þú bætt við þig stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Áhugasamir geta sent afrit af námsferli á haskolagrunnurhr@ru.is  og tekið fram í hvaða nám er stefnt og deildin hefur samband.