Undirbúningur á einu ári

Frumgreinanám er góður valkostur fyrir fólk úr atvinnulífinu sem þarf frekari undirbúning til áframhaldandi náms á háskólastigi. Frumgreinanámið í HR byggir á tæplega 50 ára gamalli hefð en deildin var upphaflega stofnuð við Tækniskóla Íslands. Lengd náms er eitt ár og það er lánshæft hjá LÍN.

>> Sjáðu hvað nemendur segja um frumgreinanámið (myndband)

Um námið

Frumgreinanám er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það nám sem stefnt er að í framhaldinu:

  • Tækni- og verkfræðigrunnur
  • Tölvunarfræðigrunnur
  • Viðskiptafræðigrunnur
  • Lögfræðigrunnur

Viðbót í stærðfræði og eðlisfræði við stúdentspróf

Nemendur með stúdentspróf geta bætt við sig stærðfræði og raungreinum (eðlisfræði og efnafræði) ef frekari undirbúning þarf í þessum greinum fyrir háskólanám.

>> Meira um frumgreinanámið