Byggingafræði BSc

Um námið

Í námi til BSc-gráðu í byggingafræði við tækni- og verkfræðideild HR er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í lausn hagnýtra hönnunar verkefna þar sem hópvinna og góð samskipti skipta miklu máli. Nemendur vinna raunhæf verkefni, bæði hóp- og einstaklingsverkefni, undir leiðsögn kennara með hagnýta reynslu af hönnun og framkvæmdum.

Byggingafræði í HR er 210 ECTS eininga nám. Fyrri hluti námsins er 90 ECTS einingar, kennt í fjarnámi sem kennt er með námsbraut í byggingariðnfræði.

Síðari hluti námsins er 120 ECTS eininga verkefnamiðað nám, kennt í staðarnámi.

Hægt er að hefja fyrri hluta námsins bæði að hausti og að vori en síðari hlutinn hefst alltaf á vorönn, sem tryggir samfellu í námi fyrir þá sem eru í fullu námi og hefja fyrri hluta námsins að hausti.

Byggingafræði heyrir undir Byggingarsvið

Inntökuskilyrði

Umsækjendur skulu hafa lokið burtfararpróf í iðngrein á byggingarsviði eða stúdentsprófi.

Til viðmiðunar er lágmarksundirbúningur í undirstöðugreinum; stærðfræði 12 einingar (eða 20 nýjar framhaldsskólaeiningar - fein), eðlisfræði 6 einingar (10 fein), íslenska 12 einingar (20 fein) og enska 9 einingar (15 fein).

Fyrir þá sem ekki uppfylla þessi skilyrði er boðið upp á námskeið sem hægt er að stunda í fjarnámi samhliða byggingafræðináminu.

Skipulag náms


Fyrirkomulag náms:

  Byggingariðnfræði 90 einingar
  Hönnunarverkefni og námskeið 75 einingar
  Starfsþjálfun 15 einingar
  Sérhæfð ritgerð 10 einingar
  Lokaverkefni 20 einingar
=> BSc í byggingafræði 210 einingar

 

 Að námi loknu

Byggingafræðingar starfa á arkitekta- og verkfræðistofum sem hönnuðir, verkefnastjórar eða gæðastjórar. Margir starfa hjá verktakafyrirtækjum sem verkefnastjórar eða byggingarstjórar. Að auki má nefna tryggingafélög, fasteignafélög, banka, fasteignasölur, fyrirtæki í innflutnings- og smásöluverslun og opinbera aðila.

Byggingafræðingar eiga möguleika á að verða löggiltir hönnuðir að uppfylltum skilyrðum og að undangengnum þriggja ára starfstíma, námskeiði og prófi á vegum Mannvirkjastofnunar og geta þá starfað sem sjálfstæðir hönnuðir með réttindi til að skila inn aðaluppdráttum, uppdráttum að skipulagi lóða og tilheyrandi deiliuppdráttum.

Hafðu samband

Nánari upplýsingar veita:

Vilborg Hrönn Jónudóttir, verkefnastjóri, vilborg@ru.is  s.599 6255
Jónas Þór Snæbjörnsson, prófessor, jonasthor@ru.is  s.599 6528 Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei