Orkuverkfræði BSc/MSc

Vinnsla orku er afar mikilvæg grunnstarfsemi í samfélaginu. Daglegt líf okkar veltur á því að hrein, ódýr og áreiðanleg orka sé fyrir hendi. Það skiptir miklu máli að finna betri orkugjafa og nýta orkuna betur okkur til gagns. Þetta er viðfangsefni orkuverkfræðinga.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nemendur

Um námið

Foss_w

Framleiðsla og flutningur orku

Viðfangsefni orkuverkfræðinga er umbreyting orku úr einni mynd í aðra á þann hátt að það nýtist okkur. Til dæmis má nefna hvernig hreyfiorku vindsins er umbreytt í raforku í vindhverfli, hvernig megi nýta raforku sem best til að framleiða kísilflögur, eða hvernig skynsamlegast sé að haga vinnslu jarðhita til að tryggja sjálfbæran rekstur auðlindarinnar.Orkuverkfræði fjallar um það hvernig einstakir hlutar orkukerfis eru byggðir upp, hvaða kröfur þarf að gera til þeirra og ekki síst hvernig þeir vinna saman sem ein heild á sem bestan og hagkvæmastan hátt.

Alþjóðlegt nám á Íslandi

Fjöldi erlendra nemenda er í framhaldsnámi í orkuverkfræði og orkuvísindum við Háskólann í Reykjavík sem kennt er í samstarfi við Iceland School of Energy . Nemendur á lokaári BSc og í meistaranámi fá tækifæri til að kynnast og vinna með nemendum og kennurum frá ólíkum löndum með fjölbreytt viðhorf og reynslu. Nemendur sem útskrifast úr orkuverkfræði frá HR hafa því breiðara tengslanet á alþjóðavísu en venjan er á Íslandi.

Varanleg menntun: Fræði og vinnubrögð

Verkfræðinám í HR einkennist af traustri undirstöðu í stærðfræði og vísindum sem nýtist verkfræðingum alla sína starfsævi. Markviss verkefnavinna með raunveruleg viðfangsefni skerpir fræðilegu þekkinguna og eykur innsæi nemenda. Með því að notast við raunveruleg gögn og viðfangsefni fá nemendur þjálfun í aðferðarfræði og vinnubrögðum sem gagnast til framtíðar. Verkfræðingar sem útskrifast frá HR eru í stakk búnir að skapa nýja tækni og takast á við ófyrirséðar áskoranir í framtíðinni.

12+3 kerfið

Í náminu eru annirnar brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Starfsnám

Nemendur geta sótt um starfsnám, en þannig auka þeir þekkingu sína á viðfangsefnum verkfræðinnar og öðlast góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu. Starfsnám er í boði á vorönn, á lokaári BSc náms eða á fyrra ári MSc náms, og getur verið allt að 12 einingar.

Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:
• Actavis • Arion banki • Arion banki • Blóðbankinn • deCode • EFLA • Elkem • Fjármálaráðuneytið • Hjartavernd • HS Orka • Íslandsbanki • ÍSOR • Ikea • Landsbankinn • Landsnet • Landspítalinn • Landsvirkjun • Mannvit • Marel • Marorka • Olís • Orka náttúrunnar • Orkuveitan • Raförninn • Samey • Samskip • Securitas • Síminn • Sjóvá • Verkís • Vodafone • VSÓ ráðgjöf • Össur

Hugmyndavinna strax á fyrsta ári

Á fyrstu námsönn standa nemendur frammi fyrir raunhæfu verkefni sem þarf að takast á við og skoða frá mörgum hliðum. Námskeiðið heitir Hugmyndavinna. Nemendur vinna í hópum við að útfæra lausnir og leysa þau fjölmörgu vandamál sem upp gætu komið. Þeir kynna svo niðurstöður sínar fyrir leiðbeinendum og öðrum nemendum. Viðfangsefni nemenda hafa meðal annars verið að:

  • hanna nýjan þjóðarleikvang
  • koma með nýstárlegar hugmyndir að brú yfir Fossvoginn
  • bregðast við eldgosi í nágrenni Reykjavíkur
  • undirbúa Eurovision-keppnina á Íslandi
  • gera aðgerðaráætlun vegna bólusóttarfaraldurs

CDIO-samstarfsnetið

Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið. Þetta samræmist hugmyndafræði CDIO, sem er samstarfsnet framsækinna háskóla sem kenna tæknigreinar og HR er þátttakandi í.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða verkfræðilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Lesa meira um CDIO - Conceive, Design, Implement, Operate

Undirbúningur fyrir atvinnulífið

Allir nemendur á 3. ári BSc náms taka námskeiðið Verkfræði X sem er umfangsmikið 15 vikna námskeið þar sem nemendur þróa lausn á raunverulegu vandamáli fyrir samstarfsaðila.

Í námskeiðinu læra nemendur formlegar aðferðir til að greina þarfir samstarfsaðilans og afmarka mögulegar lausnir á verkefninu. Nemendur í mismunandi námsbrautum fá síðan úthlutað verkefni sem snýr að þeirra fagsviði og vinna í teymum að þróun og gerð afurðar sem er tilbúin til notkunar.

Verkfræði X byggir á vinsælum valnámskeiðum í HR þar sem nemendur hafa meðal annars búið til eldflaug, sjálfráðan kafbát, róbot með forritanlegu göngulagi til að prófa stoðtæki, hugbúnað til að verðleggja skuldabréf, skipulag á lager til að hámarka afköst í útkeyrslu, og hermunarlíkan fyrir innhringiver.

Í MSc námi geta nemendur unnið að meistaraverkefni í samstarfi við fyrirtæki. Þessi verkefni, sem hafa beina hagnýtingu fyrir atvinnulífið, eru kjörin leið fyrir nemendur að kynnast viðfangsefni og starfsemi fyrirtækis en jafnframt leið til að kynna sig fyrir iðnaðinum. Atvinnulífstengd verkefni opna dyr nemenda inn í fyrirtækin og oft hafa nemendur verið ráðnir til fyrirtækis sem þau unnu verkefni með. Hér má nálgast frekari upplýsingar um styrkt rannsóknarverkefni.

Skiptinám

Nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Nemendur í BSc-námi þurfa að vera með 7 eða hærra í meðaleinkunn og að hafa lokið 60 einingum þegar þeir fara í skiptinámið. Skrifstofa alþjóðaskipta veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.

Að námi loknu

Hönnun, upplýsingatækni og margvísleg úrlausn verkefna

Nemandi sem sérhæfir sig innan orkuverkfræði getur unnið að margvíslegum verkefnum hjá fyrirtækjum á sviði jarðvarma eða raforkukerfa á Íslandi eins og Orkuveitu Reykjavíkur, Landsneti, Landsvirkjun, Orkubúi Vestfjarða og RARIK, eða hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem koma að hönnun, vinnu við uppsetningu eða viðhaldi jarðvarmavirkjana og raforkukerfisins.

Orkuverkfræðingar eru einnig eftirsóttir hjá hinum stærri notendum raforku eins og álverunum. Þeir sinna auk þess fjölbreyttum tækni- og stjórnunarstörfum innan fyrirtækja sem leysa margþætt verkefni allt frá róbótafræði og tölvuþjónustu til samskipta- og upplýsingatækni.

Starfsréttindi sem verkfræðingur

Þegar nemendur hafa lokið MSc-gráðu í verkfræði, eftir grunnnám til BSc-gráðu, öðlast þeir starfsréttindi sem verkfræðingar. Meistaranámið í orkuverkfræði er hægt að byggja ofan á grunnnám í verkfræði eða tæknifræði. 

Starfsnámið veitir forskot

Nemendur í verkfræði við HR geta sótt um starfsnám. Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.

Skipulag náms

Í þriggja ára grunnnámi til BSc-gráðu kynnast nemendur undirstöðugreinum í orkuverkfræði. Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur og afla sér sérhæfingar þarf að BSc námi loknu að ljúka tveggja ára MSc námi. 

Verkfræði, BSc og MSc, er 5 ára námsleið (alls 300 einingar) sem uppfyllir skilyrði fyrir lögverndaða starfsheitið verkfræðingur.

BSc nám - 180 einingar - 3 ár

BSc 1. ár  
Haust Vor
  • Stærðfræði I
  • Eðlisfræði I
  • Línuleg algebra
  • Orka
  • Matlab
  • Hugmyndavinna
  • Inngangur að verkfræði - þriggja vikna námskeið            
  • Stærðfræði II
  • Eðlisfræði II
  • Forritun fyrir verkfræðinema
  • Stöðu- og burðarþolsfræði
  • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja - þriggja vikna námskeið

BSc 2. ár  
Haust Vor
  • Stærðfræði III
  • Tölfræði
  • Greining rása
  • Aflfræði
  • Mælikerfi - þriggja vikna námskeið                
  • Línuleg kvik kerfi
  • Varmafræði
  • Efnafræði
  • Rafmagnsvélar
  • Verkefnastjórnun - þriggja vikna námskeið                                       
BSc 3. ár  
Haust Vor
  • Sjálfbærni
  • Straumfræði
  • Efnisfræði
  • Frjálst val
  • Frjálst val - þriggja vikna námskeið                 
  • Varmaflutningsfræði
  • Fjálst val
  • Fjálst val
  • Verkfræði X (fagtengt verkefni)
  • Verkfræði X (fagtengt verkefni) - þriggja vikna námskeið                 

Valnámskeið í BSc námi geta verið sérhæfð námskeið á sviði orkuverkfræði, eða námskeið úr öðrum námsbrautum við verkfræðideild HR, eða úr öðrum deildum HR s.s. tölvunarfræðideild eða viðskiptadeild, sjá nánar í kennsluskrá

Útskrift með BSc í verkfræði

MSc nám - 120 einingar - 2 ár

Í meistaranámi afla nemendur sér sérfræðiþekkingar. Nemendur gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við leiðbeinanda, allt eftir áhugasviði.

MSc. 1. ár  
Haust Vor
  • Gagnanám og vitvélar
  • Energy Field School (námsferð)
  • Orkuhagfræði
  • Valnámskeið
  • Valnámskeið - þriggja vikna námskeið                 
  • Aðferðarfræði rannsókna
  • Valnámskeið
  • Valnámskeið - þriggja vikna námskeið                                          
MSc 2. ár  
Haust Vor

Útskrift með MSc í verkfræði og skilyrðum um lögverndað starfsheiti sem verkfræðingur fullnægt

Nánari upplýsingar um meistaranám í orkuverkfræði

Annað

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR í Nauthólsvík. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Verkleg kennsla

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í orkuverkfræði hafa aðgang að orkutæknistofu, vélsmiðju og rafeindatæknistofu. Auk þess hafa þeir aðgang að efnafræðistofu og í sumum tilvikum aðstöðu í kjallara háskólabyggingarinnar fyrir stærri verkefni. Vísindamenn við verkfræðideild eru jafnframt með rannsóknarstofur þar sem framkvæmdar eru tilraunir.

Orkutæknistofa

OrkutaeknistofaÍ orkutæknistofunni er safn af tilraunum er lúta að orku og orkunýtingu. Nemendur í námskeiðum á borð við varmafræði, varmaflutningsfræði, straumfræði og tengdum greinum sækja verklegan hluta námsins í þessa stofu og framkvæma tilraunir er tengjast þeim viðfangsefnum. Orkutæknistofan býður upp á góða aðstöðu fyrir rannsóknaverkefni og lokaverkefni nemenda í grunnnámi og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði. Formula Student lið Háskólans í Reykjavík hefur aðsetur í stofunni um þessar mundir. Ábyrgðarmenn verkstæðis eru Gísli Freyr Þorsteinsson og Indriði Ríkharðsson.

Rafeindatæknistofa

Lab

Í rafeindatæknistofu er unnið að verkefnum og tilraunum á sviði rafeindatækni, rafmagnsfræði, raforku, stýringum og sjálfvirkni. Í stofunni er fjölbreytt safn af verklegum tilraunum er tengjast námsefni á þessum sviðum. Stofan býður jafnframt upp á aðsetur fyrir nemendur sem vinna að stærri verkefnum eða lokaverkefnum í grunnnámi eða meistaranámi. Í stofunni er fjöldinn allur af tækjum og mælitækjum, á borð við sveiflusjár, örtölvur, AD-breytur, iðnaðarróbóta o.s.frv. Mikið safn er af íhlutum fyrir rásavinnu og góð aðstaða til að setja saman rásir.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Adstadan_bokasafnVerslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar 

Nemendur í orkuverkfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Námsbrautarstjóri í orkuverkfræði er María Sigríður Guðjónsdóttir

Allir fastráðnir kennarar verkfræðideildar

Inntökuskilyrði

BSc í orkuverkfræði

Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, prófi frá Háskólagrunni HR eða sambærilegu prófi.

Umsóknarfrestur

Frá 5. febrúar til og með 5. júní.

Nauðsynlegur undirbúningur

Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning. Hægt er að lesa um hæfniþrep á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Stærðfræði

30 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við námskeið af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut.

Í eldra kerfi samsvarar þetta 18 einingum, þ.m.t. STÆ503.

Eðlisfræði

10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi. Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós.

Í eldra kerfi samsvarar þetta 6 einingum, þ.m.t. EÐL203 eða sambærilegt.

Efnafræði

5 einingar á 2. hæfniþrepi.

Í eldra kerfi samsvarar þetta 3 einingum, EFN103.

Vantar þig grunninn?

Eða meiri undirbúning í stærðfræði? Byrjaðu strax í HR

Í Háskólagrunni HR geta nemendur undirbúið sig fyrir háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

Lesa meira um Háskólagrunn HR - undirbúningsnám fyrir háskóla

MSc í orkuverkfræði

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráðu (BSc) í orkuverkfræði. Hafi nemandi annan bakgrunn getur viðkomandi þurft að bæta við námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.

Umsóknarfrestur

  • Frá 5. febrúar til og með 30. apríl - fyrir haustönn.
  • Frá 15. október til og með 5. desember - fyrir vorönn.

Getum við aðstoðað?

Sigríður Dröfn Jónsdóttir

Verkefnastjóri - BSc verkfræði

Alisha R. Moorhead

Verkefnastjóri - ISE


Umsóknarvefur



Gott að vita:






Þetta vefsvæði byggir á Eplica