Tölvunarfræði MSc
Sérhæfing sem útskrifaðir meistaranemar í tölvunarfræði öðlast veitir þeim forskot á vinnumarkaði, sérstaklega í stjórnunarstörfum. Nemendafjöldi er takmarkaður og því njóta meistaranemar í tölvunarfræði góðrar þjónustu og góðs aðgengis að kennurum.
Um námið
Nám með alþjóðlega vottun
MSc-námið í tölvunarfræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (ASIIN) sem staðfestir gæði þess.
Fjölbreytt val
Meistaranám í tölvunarfræði er til MSc-gráðu. Það tekur að öllu jöfnu tvö ár og fjöldi eininga er 120 ECTS. Námið er sveigjanlegt og geta nemendur sniðið það að verulegu leyti að sínu áhugasviði, eins og fræðilegum hliðum tölvunarfræðinnar, kerfisfræðilegum hliðum hennar eða gervigreind. Nemendur taka þó ekki einungis námskeið á afmörkuðu sviði enda er áhersla á þverfagleika ríkur þáttur í náminu við tölvunarfræðideild.
Skylduáfangar eru tveir en aðrir eru valfög. Hægt er að velja rannsóknamiðað nám eða námskeiðsmiðað nám.
Skylduáfangar
- T- 701-REM4 Aðferðafræði rannsókna 8 ECTS
- T-740-SPMM Software Project Management 8 ECTS
- T-519-STOR Stöðuvélar og reiknanleiki (ef nemendur hafa ekki lokið sambærilegu námskeiði áður) 6 ECTS
Dæmi um valfög
- T- 634-AGDD Advanced Game Design & Development
- T-764-DATA Big Data Management
- T-622-ARTI Gervigreind
- T-707-MOVE Modeling and Verification
- T-820-DEEP Topics in Deep Learning
- T-742-CSDA Computer Security-defence against the dark arts
Rannsóknamiðað:
Lokaverkefni er 60 einingar.
Námskeiðsmiðað:
Ljúka þarf 90 einingum í námskeiðum. Lokaverkefni er 30 einingar og það má vera hópverkefni.
Vísindamenn í fremstu röð
Tölvunarfræðideild HR er sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Helstu rannsóknarsvið eru gervigreind, fræðileg tölvunarfræði og hugbúnaðar- og tölvukerfi. Rannsóknir fara að verulegu leyti fram innan sérstakra rannsóknarsetra þar sem nemendur geta unnið að spennandi verkefnum undir handleiðslu vísindamanna.
Vísindamenn við deildina hafa hlotið hin virtu Kurzweil-verðlaun tvisvar sinnum og CADIA-player, sigursælasta leikjavél sem gerð hefur verið með gervigreind í almennri leikjaspilun, var þróuð innan deildarinnar.
Starfsnám
Nemendur í meistaranámi geta sótt um starfsnám við rannsóknastofnunina Fraunhofer í Bandaríkjunum . Einnig er hægt að sækja um starfsnám hjá leikjafyrirtækinu CCP á Íslandi.
Tungumál í kennslu
Öll námskeið á meistarastigi eru kennd á ensku.
Námskeið hjá MITx
Þeir
nemendur sem
ljúka lokaprófi í eftirtöldum námsbrautum hjá MIT-háskóla geta fengið
einingarnar metnar sem valáfanga í MSc-náminu í tölvunarfræði.
Námsbrautirnar eru kenndar á netinu.
Námsbrautirnar eru:
- Gagnagreining (e. Statistics and Data Science), sem samanstendur
af fjórum námskeiðum.
- Stjórnunar aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain Management) sem er samsett úr fimm sjálfstæðum námskeiðum.
Öll námskeiðin eru kennd af sérfræðingum MIT og eru sambærileg við námskeið sem kennd eru við þennan virta tækniháskóla. Námskeiðin eru öllum opin og ekki er gerð krafa um formlega undirbúningsmenntun. Hægt er að taka námskeiðin án endurgjalds á netinu og einungis þarf að greiða námskeiðsgjald til að ljúka prófi og fá vottun um að hafa lokið námskeiðunum.
Tvíþætt gráða: frá Íslandi og Ítalíu
Tölvunarfræðideild og tækni- og vísindadeild Háskólans í Camerino (UNICAM) bjóða upp á meistaragráðu í tölvunarfræði (120 ECTS) með útskrift úr báðum skólum.
Alþjóðlegt samstarf
Nemendur geta stundað hluta námsins erlendis þar sem tölvunarfræðideild er með samstarfssamninga við rannsóknarstofnanir og háskóla út um allan heim. Alþjóðleg reynsla getur vegið þungt þegar sóst er eftir störfum hér á landi og ekki síður erlendis.
Nýsköpun og frumkvöðlafræði
Nemendur í meistaranámi við tölvunarfræðideild geta lagt áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði. Nemendur hljóta þannig færni til að skapa tækifæri í síbreytilegu umhverfi. Áhersla er lögð á að nemendur þekki öll helstu svið nýsköpunar, þ.á.m. fræðilega þekkingu á umhverfi og þróun; skapandi nálgun viðfangsefna; vöruþróun; áætlanagerð; stjórnun og fjármál. Athugið að leyfi þarf frá framhaldsnámsráði til að taka þessa áherslu.
Áfangar sem nemendur geta valið
- V-707-BENT: Becoming Entrepreneur / Frumkvöðullinn: hæfni, stjórnun og áskoranir (7,5 ECTS – haust)*
- V-720-MINN: Innovation / Nýsköpun og skipulagsheildir (3,75 ECTS – haust)
- T-814-PROD: Integrated Product Development: Concepts and processes / Samhæfð nýsköpun: kerfi og ferlar (8 ECTS – haust)
- V-733-ENTR: Entrepreneurial Finance / Fjármál og frumkvöðlastarfssemi (7,5 ECTS – vor)
- V-864-VENT Venture Capital / Fjárfestingar í einkafyrirtækjum (7,5 ECTS – haust)
- T-800-INT1: Idea, Design and Development: Entrepreneurship and the innovation process / Tæknilegar hugmyndir, nýsköpun og áætlanagerð (8 ECTS – vor)
* Mælt er með að þessi áfangi sé tekinn ásamt áfanganum Nýsköpun og skipulagsheildir.
Aðstoðarkennsla
Hefð er fyrir því að meistaranemum standi til boða að sinna kennslu sem launaðir aðstoðarmenn. Þeir sem hljóta forsetastyrk ganga fyrir um störfin.
„Nordic Master“ í Intelligent Software Systems
Nemendur sem eru skráðir í MSc-nám í tölvunarfræði geta lokið „Nordic Master í Intelligent Software Systems“ en það er tvöföld gráða með Mälardalen University og Åbo Akademi University. Námið felur í sér að vera eina önn eða ár við gestaháskóla og innifalinn er fjárhagslegur styrkur til að búa erlendis. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Sé frekari upplýsinga óskað, hafið samband við skrifstofu tölvunarfræðideildar.
Samstarf við UNICAM
Tvíþætt gráða
Tölvunarfræðideild og tækni- og vísindadeild Háskólans í Camerino (UNICAM) bjóða upp á meistaragráðu í tölvunarfræði (120 ECTS) með útskrift úr báðum skólum.
Í lok námsins fá nemendur eftirfarandi titla:
- Master in Computer Science (MSc) frá Háskólanum í Reykjavík og
- Laurea Specialistica/Magistrale in Informatica (Master in Computer Science) frá The Faculty of Science and Technology of UNICAM.
Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá verkefnastjóra með því að senda tölvupóst á: td@ru.is.
Um háskólann í Camerino
Camerino er sögulegur bær í Apennine fjöllum sem staðsettur er 200 kílómetra norðaustur af Róm, mitt á milli Ancona og Perugia. Háskólinn var stofnaður árið 1336 og býr yfir sex og hálfrar aldar sögu. Í dag eru meira en 10.000 nemendur í Háskólanum sem dreifast á fimm deildir (arkitektúr, lyfjafræði, lögfræði, dýralækningar, vísindi og tækni). Í háskólanum starfa 297 kennarar (sem þýðir að það er einn kennari fyrir hverja 34 nemendur).
UNICAM hefur mikilvæga hefð í kennslufræðum og í vísindalegum rannsóknum: Það eru fjölmargar og nýjar gráður í boði í mismunandi deildum þ.m.t. meistaragráður og margir af prófessorum skólans hafa fengið virtar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar.
Skipulag námsins við HR og UNICAM
Námið skiptist upp í 90 ECTS sem teknar eru í námskeiðum og 30 ECTS lokaverkefni.
Af þessum 90 ECTS í námskeiðum þá eru 30 ECTS í skyldu, 18 ECTS í val og 42 ECTS í námskeiðum innan þess sérsviðs sem hver hefur valið sér.
Þau sérsvið sem í boði hægt er að velja um eru:
- Hugbúnaðarverkfræði
- Fræðileg tölvunarfræði
- Greind kerfi
Nemendur þurfa að dvelja að minnsta kosti eina önn í gestaháskólanum. Nemendur geta þó valið í hvorum háskólanum þeir ljúka náminu svo lengi sem þeir hafi dvalið a.m.k. eina önn í báðum háskólum.
Ritgerð
Á þriðju önn verða nemendur að ákveða og leggja fram tillögu að lokaverkefni í samstarfi við báða háskóla með leiðbeinendur frá báðum háskólum. Ritgerðin er unnin í þeim háskóla sem nemandi er í á fjórðu önn. Ritgerðin er varin annað hvort (i) á sama stað og nemandinn er í og metin af sameiginlegri prófnefnd með hjálp fjarbúnaðar eða (ii) í báðum háskólum á mismunandi tíma.
Inntökuskilyrði
Nemendur sem óska þess að fara í námið og vera með Háskólann í Reykjavík sem heimaskóla verða að sækja um MSc í tölvunarfræði og fara eftir því umsóknarferli sem á við þá gráðu. Samþykkt í námið veltur á samþykki tölvunarfræðideildar sem og vilyrði frá Háskólanum í Camerino.
Styrkir
Hægt er að sækja um Erasmus styrki í gegnum alþjóðaskrifstofuna þar sem ferðastyrkur væri um 530 EURO og 720 EURO á mánuði í uppihald.
Að námi loknu
Opnar ótal dyr
Að loknu meistaranámi hafa útskrifaðir nemendur aukið möguleika á fjölbreyttari störfum í upplýsingatækni, sérstaklega stjórnunarstöðum. Meistaragráða opnar jafnframt fyrir frekari tækifæri til atvinnu um allan heim.
Guðbjörn Einarsson - Meistaranemi í tölvunarfræði við HR
Þetta er mjög skemmtilegt nám og atvinnumöguleikarnir að því loknu frábærir. Tenging við atvinnulífið er sterk, sem gefur nemendum tækifæri til að kynnast raunverulegum verkefnum.
Aðstaða
Nokkrir vísindamanna Cadia, gervigreindarseturs HR, inni í Svartholinu.
Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, rannsókna, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Ný þekking verður til
HR stendur framarlega á heimsvísu í rannsóknum í gervigreind. Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið. Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt. Hægt er að bóka herbergið vegna verkefnavinnu eða tilrauna.
Þar er líka aðstaða fyrir hópavinnu nemenda og starfsmanna á öllum námsstigum. Þar eru borð (flestum úthlutað á hverri önn, en líka borð sem nemendur geta notað hluta vikunnar), geymsluaðstaða (skúffur, hillur, kassar), grunn tækjabúnaður (skjáir, snúrur osfr.) og svo tússtöflur og afþreyingaraðstaða (sófi og leikjavélar).
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í tölvunarfræði læra oft saman á ákveðnu svæði í Sólinni. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Vísindamenn og sérfræðingar
Nemendur njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu innan háskólans og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr fyrirtækjum í upplýsingatækni. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Dr. Anna Ingólfsdóttir
Anna leiðir rannsóknarhóp um samsíða ferli. Rannsóknir hennar eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, reiknilíkana og rökfræði í tölvunarfræði. Anna er handhafi rannsóknaverðlauna HR árið 2013.

Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson

Dr. Henning Arnór Úlfarsson

Dr. Hrafn Loftsson

Dr. Jacqueline Clare Mallett
Lektor

Dr. Kristinn Þórisson

Dr. Magnús Már Halldórsson
Magnús Már rannsakar framtíð þráðlausra neta. Könnuð eru raunhæf líkön fyrir truflanir, með því markmiði að brúa bil milli fræðilegra og hagnýtra rannsókna. Magnús Már hlaut rannsóknaverðlaun HR árið 2010.

Dr. Marcel Kyas

Dr. Marta Kristín Lárusdóttir

Dr. Stephan Schiffel

Dr. Yngvi Björnsson
Skipulag náms
Tvær mismunandi námsleiðir
Áhersla á námskeið
Þegar áhersla er lögð á námskeið þá þurfa nemendur að ljúka a.m.k. 90 ECTS í námskeiðum og að minnsta kosti 30 ECTS í lokaverkefni sem má vera hópverkefni.
Áhersla á rannsóknir
Þegar lögð er áhersla á rannsóknir þá þurfa nemendur að ljúka að minnsta kosti 60 ECTS einingum í námskeiðum og að minnsta kosti 60 ECTS í lokaverkefni sem er rannsóknarverkefni undir handleiðslu akademísks starfsmanns innan deildarinnar.
Námskröfur
Að minnsta kosti 2/3 af námskeiðum þurfa að vera framhaldsnámskeið innan tölvunarfræðideildar. Allir nemendur verða að taka áfangann “T-701-REM4 Research Methodology”. Aðrir framhaldsnámsáfangar verða að vera úr þremur mismunandi áherslusviðum í tölvunarfræðideildinni. Nemendur sem ekki hafa tekið áfangann “T-519-STOR Theory of Computation”, eða sambærilegan áfanga verða að taka áfangann “T-519-STO4 Theory of Computation”.
Nemendum er heimilt að taka áfanga á BSc-stigi eða áfanga utan deildarinnar ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
- Grunnnámsáfangarnir verða að vera þriðja árs áfangar sem skarast ekki á við áfanga sem nemandi hefur áður lokið í sínu grunnnámi.
- Fyrir áfanga sem eru fyrir utan tölvunarfræðideild þá þarf áfanginn að styrkja nemandann í þeirri áherslu sem hann hefur valið sér og vera honum til framdráttar. Nemandi þarf að fá samþykki leiðbeinanda sem og framhaldsnámsráðs fyrir þeim áfanga.
- Sjá nánar reglur um meistaranám
Sniðmát fyrir lokaverkefni
Sniðmát fyrir lokaverkefni eru að finna á deildarsíðu tölvunarfræðideildar.
Inntökuskilyrði
Æskilegur grunnur
Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í tölvunarfræði eða skyldum greinum.
Skólagjöld
Umsókn og fylgigögn
Opið er fyrir umsóknir á haustönn frá 5.febrúar til og með 30.apríl 2023.
Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum (gögnin skulu vera á ensku):
- Ferilskrá ásamt mynd
- Staðfest afrit prófskírteina
- Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur
- Greinagerð: hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð)
- Tvö meðmælabréf frá einstaklingi sem getur metið hæfni umsækjenda til að takast á við námið. Meðmælabréfin mega vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda á skrifstofu tölvunarfræðideildar á netfangið telmas@ru.is.
- Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.
Getum við aðstoðað?
