Rekstrarverkfræði BSc/MSc

Nútímastjórnendur þurfa að geta tekið ákvarðanir varðandi rekstur, nýsköpunarverkefni og flókin alþjóðleg viðskipti. Í rekstrarverkfræði er hefðbundinni verkfræði og rekstrarfræði blandað saman til að undirbúa fólk fyrir slík störf.

Um námið

Nemendur og kennarar spjalla um námið í rekstrarverkfræði 

Þekking og færni 

Rekstrarverkfræði veitir nemendum fræðilegan grunn og þjálfun fyrir fjölbreytileg störf í fyrirtækjum svo sem við framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og verkefnastjórnun. Í verkfræðinámi læra nemendur að greina flókin og fjölbreytt viðfangsefni og þróa lausnir sem byggja á stærðfræði- og raunvísindaþekkingu. 

Verkfræðinám samanstendur af þriggja ára BSc-námi og tveggja ára MSc-námi. 

Starfsnám

Tækni- og verkfræðideild gefur nemendum kost á að taka starfsnám hjá fyrirtækjum þar sem þeir fá tækifæri til að nýta þekkingu sína og kynnast því hvernig tekist er á við hagnýt og raunveruleg verkefni.

Í hópi framsækinna tækniháskóla

HR tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem kenna tæknigreinar. Samkvæmt hugmyndafræðinni sem höfð er til hliðsjónar er verkfræðingum framtíðarinnar veittur traustur, fræðilegur grunnur en þeir vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að leysa verkefni í hópum. Nemendur kunna því á ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur þegar þeir koma á vinnumarkaðinn. Samstarfsnetið heitir CDIO, sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement, Operate“. Aðrir skólar í CDIO eru meðal annars:

•MIT - Massachusetts Institute of Technology • Danmarks Tekniske Universitet (DTU) • Chalmers Tekniska Högskola • KTH •Aalborg University • Delft University of Technology • Duke University • University of Michigan • University of Sydney • Beijing Jiaotong University

Strax á fyrstu önn kynnast nemendur hugmyndavinnu í hópum í námskeiðinu Inngangur að verkfræði.  Færni í hugmyndavinnu, verkefnastjórnun, samskiptum og kynningum er síðan þjálfuð í ýmsum námskeiðum gegnum allt námið, með áherslu á hugmyndafræði CDIO.

Á lokaári býðst nemendum að vinna hagnýt, raunhæf verkefni þar sem markmiðið er að undirbúa þau fyrir atvinnulífið.  Námskeiðin eru umfangsmikil og vinnan dreifist á 15 vikur, unnið er í hópum. Námskeiðin eru Líkan X fyrir rekstrarverkfræði, Fjármál X fyrir fjármálaverkfræði og Hönnun X fyrir nemendur í hátækni-, véla- eða heilbrigðisverkfræði. 

Að námi loknu

Starfsréttindi

Verkfræðinám samanstendur af 3ja ára (180 ECTS) grunnnámi og tveggja ára (120 ECTS) MSc námi. Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða stafsheitið verkfræðingur þarf að ljúka MSc-gráðu í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Hvað segja nemendur?

Guðlaug Jökulsdóttir

Ég lauk MSc-gráðu í rekstrarverkfræði frá HR vorið 2013 og um haustið var ég ráðin inn á Verkfræðideild Icelandair. Þegar ég stóð á sviði Eldborgar í Hörpu í júnímánuði óraði mig ekki fyrir því að nokkrum mánuðum síðar yrði viðhald á flota Icelandair að hluta til undir mér komið.

Ég er sérfræðingur á Verkfræðideild Icelandair og sinni þar ýmsum störfum sem koma að viðhaldi á rúmlega þrjátíu flugvélum, bæði hérlendis og í Papúa Nýju Gíneu. Þegar ég hóf störf hjá Icelandair byrjaði ég sem verkfræðingur viðhaldskerfis, þar sem ég sá um uppfærslu á kerfinu. Nú hafa fleiri áhugaverð verkefni bæst við og sinni ég meðal annars verkefnastjórnun og kem að ýmsum innleiðingum tengdum verkfræðideild, svo sem LEAN, JIRA-kennslu auk þess að sjá um viðhaldskerfið fyrir Boeing 767 vélar Icelandair sem eru í rekstri hjá Air Niugini í Papúa Nýju Gíneu.

Það sem hefur nýst mér hvað mest í starfi úr námi mínu í rekstrarverkfræði er tækni til úrlausnar á vandamálum. Í daglegum störfum mínum koma oft upp vandamál sem þarf að kryfja og leysa og hefur verkfræðiheilinn nýst mér vel á þeim vettvangi. Auk þess hefur þekking mín og kunnátta á Excel reynst mér mjög vel en hana má helst rekja til vinnslu lokaverkefnis míns í meistaranámi.

Flugheimurinn er skrítinn og flókinn heimur en ég finn það vel hvað menntun mín er góð stoð og mikil hjálp í mínum daglegu störfum. Kennslan í Háskólanum í Reykjavík var til fyrirmyndar og hefur reynst mér ómetanlegur undirbúningur og nauðsynlegt upphaf á ferli mínum sem verkfræðingur.

Skúli Magnús Sæmundsen

Mér þótti nám við tækni- og verkfræðideild HR bæði hagnýtt og viðburðaríkt. Meðal annars stóð mér til boða að fara í skiptinám erlendis, til Barcelona og Kaupmannahafnar, sem ég nýtti mér og sú reynsla staðfesti enn frekar fjölbreytni og gæði námsins. Námið hefur reynst mér góður stökkpallur út í atvinnulífið og hefur gefið mér góða undirstöðu til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem ráðgjafastarfið hefur upp á að bjóða, en ég er ráðgjafi hjá Expectus ehf. 

Leiðtogar sem takast á við ný tækifæri

Markmið rekstrarverkfræðinámsins er að mennta stjórnendur, sérfræðinga og leiðtoga sem geta tekist á við nýsköpunarverkefni, flókin alþjóðleg viðskipti og uppbyggingu nýrra tækifæra í atvinnulífinu.

Starfsnámið veitir forskot

Nemendur í verkfræði við HR geta sótt um starfsnám. Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.

Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:

• Actavis • Arion banki • Blóðbankinn • EFLA • Elkem • Fjármálaráðuneytið • Hjartavernd • ÍSOR • Ikea• Landsbankinn • Landsnet • Landspítalinn • Landsvirkjun • Mannvit • Marel • Marorka • Olís • Orkuveitan • Raförninn • Samskip • Securitas • Skipti (Síminn og Míla) • Sjóvá • Verkís • Vodafone • Össur

Verkefni

Dæmi um verkefni nemenda í rekstrarverkfræði við HR:

Notkun á bestunarmódeli við verkniðurröðun í framleiðslu

Rannveig Guðmundsdóttir

Samkeppni í framleiðsluiðnaði er stöðugt að aukast. Fyrirtæki framleiða gjarnan sambærilegar vörur og keppa um hylli kaupenda á grundvelli verðs, gæða og sveigjanleika. Til að skapa sér samkeppnisforskot þurfa fyrirtæki að hámarka afköst og nýta sínar fjárfestingar í tækjum og mannauði sem best. Þar getur árangursrík verkniðurröðun skipt höfuð máli og með aukinni samkeppni hefur mikilvægi verkniðurröðunar aukist enn frekar. 

>> Lesa meira um notkun á bestunarmódeli við verkniðurröðun í framleiðslu.

Mun blóðbankinn þurfa að líða skort?

Guðlaug Jökulsdóttir

Rannsókn Guðlaugar Jökulsdóttur var á sviði íbúamiðaðra rannsókna um lýðfræðileg áhrif varðandi framboð og eftirspurn blóðgjafa. Verkefnið fól í sér smíð á spálíkani til þess að spá fyrir um stöðu blóðgjafa og blóðþega í framtíðinni.
Starf blóðbankans hefur alltaf staðið Guðlaugu nærri var henni mikið í mun að menn og konur gefi blóð, en framboð mætti vera mun meira. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð hérlendis áður og því var spálíkanið hugsað sem gott tól fyrir blóðbankann til þess að spá fyrir um framtíðina og geta í kjölfarið lagt aukna áherslu á blóðsöfnun. 

>> Lesa meira um framboð og eftirspurn blóðgjafa 

Stærðfræðilíkön fyrir úthlutun

Skúli Magnús SæmundsenÁ hverju vori lýkur stór hópur barna leikskólavist á höfuðborgarsvæðinu til að hefja grunnskólagöngu þá um haustið. Um það leyti stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir ákvörðunartökuvandamáli um hvernig úthluta eigi lausum plássum leikskóla sem staðsettir eru víðsvegar um borgina. Í dag er þessi úthlutun gerð að mestu leiti handvirkt sem er bæði tímafrekt og ógagnsætt. Í meistaraverkefni sínu í rekstrarverkfræði skoðaði Skúli Magnús Sæmundsen tvö ólík stærðfræðilíkön sem kunna að koma að gagni við úthlutun á lausum plássum og bar þau saman við núverandi fyrirkomulag hjá borginni. 

>> Lesa meira um stærðfræðilíkön fyrir úthlutun leikskólaplássa

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR í Nauthólsvík. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR

Ráðgjöf og aðstoð

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, Bóksala Stúdenta, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Rekstrarverkfræði heyrir undir fjármála- og rekstrarsvið

Pall-Jensson

Páll Jensson

Prófessor

Páll er prófessor við Tækni og verkfræðideild HR og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs. Páll kennir áfanga á sviði aðgerðarannsókna, notkunar reiknilíkana og arðsemimats. Í kennslu leggur Páll  áherslu á hagnýtingu aðferða rekstrarverkfræðinnar í atvinnulífinu og samfélaginu. Rannsóknir hans hafa m.a. fjallað um notkun aðgerðarannsókna á ýmsum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í sjávarútvegi. Að loknu námi í iðnaðarverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet 1972 tók hann doktorspróf í aðgerðarannsóknum 1975, var forstöðumaður Reiknistofnunar HÍ í 10 ár og prófessor í iðnaðarverkfræði í HÍ frá 1987 til ársins 2011 þegar hann réðst til HR.
Pall.Kr.mynd

Páll Kr. Pálsson

Lektor

Kennir námskeið í BS. námi á svið Verkfræðilegra aðferða við stjórnun og í MS.námi á svið Vöruþróunar, nýsköpunar og frumkvöðlafræða.

 Páll er með Dipl.Ing. gráðu (Sambærlegt Master of Industrial Engineering) frá Tækniháskólanum í Berlín.

 Páll hefur starfað við ráðgjöf og sem framkvæmdastjóri fyrirtækja í iðnaði, m.a. Vífilfells, Sólar, Varma og fleirri, frá 1981. Var forstjóri Iðntæknistofnunar Íslands (nú Nýsköpunarmiðstöð Íslands) frá 1986 til 1990 og Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins frá 1997 til 2000. Þá hefur Páll setið í fjölda stjórna fyrirtækja og sent frá sér nokkrar bækur á sviði rekstrar og stjórnunar.

Hlynur Stefánsson

Hlynur Stefánsson

PhD

Hlynur er dósent við Tækni og verkfræðideild HR og forstöðumaður meistaranáms sömu deildar. Hlynur kennir áfanga á sviði aðgerðarannsókna og ákvarðanatökufræða þar sem fjallað er um hagnýtingu á gögnum og reikniaðferðum til að taka ákvarðanir og leysa flókin vandamál með kerfisbundnum hætti.  Hlynur hefur einnig kennt áfanga í framleiðslustjórnun, birgðastjórnun, gæðastjórnun og fleiri þáttum sem snúa að stýringu og rekstri aðfangakeðjunnar. Hlynur er með BSc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði, MSc gráðu frá Tækniháskólanum í Danmörku og doktorsgráðu (PhD) frá Imperial College London (2007).   Rannsóknir Hlyns eru á sviði aðgerðarannsókna þar sem hann vinnur einkum með hermunar- og bestunaraðferðir til að leysa ýmis hagnýt viðfangefni. Hlynur vinnur að rannsóknum með fjölda vísindamanna hérlendis og erlendis. Sem dæmi um rannsóknarverkefni má nefna bestun á verkniðurröðun og áætlunum, hermun á hagkerfum með einingahermun, reiknilíkön fyrir stýringu á sjálfbærri nýtingu jarðvarma og kvik kerfislíkön fyrir stefnumótun varðandi innleiðingu vistvænna samgangna. Ásamt rannsóknum og kennslu vinnur Hlynur að ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar sem viðfangsefnið er gjarnan að nýta fyrirliggjandi gögn til að bæta ákvarðanir.
HIbw2

Helgi Þór Ingason

PhD

Helgi Þór er prófessor við Tækni og verkfræðideild HR og forstöðumaður MPM náms, meistaranáms í verkefnastjórnun. Helgi Þór kennir áfanga í fræðilegum grunni verkefnastjórnunar og áætlanagerð, en einnig kennir hann námskeið á sviði gæðastjórnunar og stjórnunar verkefnadrifinna skipulagsheilda. Rannsóknir Helga Þórs eru á margvíslegum sviðum verkefnastjórnunar sem alhliða stjórnunaraðferðar í rekstri fyrirtækja en einnig á sviði innleiðingar gæðakerfa, sem og á sviðum framleiðsluferla, efnisfræði og umhverfismála í stóriðju. Helgi Þór er meðhöfundur sjö bóka um verkefnastjórnun og gæðastjórnun og hann er einn af sex stjórnarmönnum í rannsóknarráði IPMA - Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Helgi Þór lauk CS og MSc prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD gráðu frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi. Einnig hefur hann SCPM gráðu í verkefnastjórnun frá Stanford University.
Þórður Víkingur

Þórður Víkingur Friðgeirsson

PhD

Kennir stjórnunartengd námskeið eins og verkefnastjórnun, áhættustjórnun og ákvörðunartökuaðferðir bæði í grunnnámi og meistaranámi. Þórður Víkingur leggur áherslu á að nemendur öðlist skilning á eðli stjórnunar og leiðtogafærni í nútímafyrirtækjum. Lærdómsviðmið námskeiðanna er einnig áhersla á hagnýtt gildi þeirrar þekkingar sem nemendur tileinka sér til að taka leiða undirbúning og framkvæmd verkefna og taka góðar ákvarðanir með mótaðri aðferðafræði. Þórður Víkingur veitir forstöðu rannsóknarsetrinu CORDA (Center of Risk and Decision Analysis). PhD rannsóknir hans hafa meðal annars beinst að opinberum verkefnum (HR 2016) og ákvörðunarlíkönum vegna þróunar á Norðurslóðum í kjölfar veðurfarsbreytinga. Þórður Víkingur er í grunninn véla- og rekstarverkfræðingur (AUC 1990).
Haukur-Ingi-Jonasson

Haukur Ingi Jónasson

PhD

Haukur kennir einkum áfanga í Master of Project Management (MPM) námi Tækni- og verkfræðideildar á sviði leiðtogafræði, verkefnastjórnunar, stjórnunarfræði, siðfræði, rökfræði, samingatækni-, deilu- og áfallastjórnunar, og stjórnunar í fjölmenningarlegu samhengi. 

Rannsóknir Hauks eru fjölþættar og lúta einkum að samþætting þekkingar úr hug-, félags-, verk- og raunvísindum. Haukur vinnur ötullega að því að miðla þekkingu sinni bæði innanlands og erlendis og er höfundur fjölda bóka á þekkingarsviðum sínum.  

Haukur lauk Cand Theol prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands og STM (Sacred Theology Master), MPhil og PhD í geðsjúkdómafræðum og trúarbragðafræðum (Psychiatry and Religion) frá Union Theological Seminary (samstarfsskóli Columbia University) í New York. Hann hlaut klíníska sjúkrahúsprestsþjálfun (CPE) á Lennox Hill Hospital/The HealthCare Chaplaincy Inc. og lauk klínísku sálgreiningarnámi frá Harlem Family Institute/New York City University í New York. Haukur hefur einnig stundað nám við Indiana University School of Business í Indiana (USA), Heriot Watt Edinburg Business School í Skotlandi og Stanford University í Kaliforníu (USA).

 

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson lektor eyjo(at)ru.is 5996385
8256385
Sverrir Ólafsson prófessor sverriro(at)ru.is  
Þorgeir Pálsson prófessor emeritus tpalsson(at)ru.is 5996357

Affiliated faculty 

Marco Raberto Visting Professor raberto(at)ru.is  

Doktorsnemar

Ágúst Þorbjörn Þorbjörnsson
Einar Jón Erlingsson
Samuel Perkin 
Svana Helen Björnsdóttir 

BSc-nám

Í þriggja ára grunnnámi til BSc-gráðu kynnast nemendur undirstöðugreinum í rekstrarverkfræði. Til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingur þarf að því loknu að ljúka tveggja ára MSc-námi.

Kjarni - verkfræði (84 einingar)

 • Stærðfræði I
 • Stærðfræði II
 • Stærðfræði III
 • Töluleg greining
 • Verkefnastjórnun
 • Línuleg algebra
 • Eðlisfræði I
 • Eðlisfræði II
 • Efnafræði
 • Tölfræði I
 • Hagnýt forritun í Matlab
 • Verkfræðileg forritun í C++
 • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
 • Inngangur að verkfræði og tölvustudd hönnun

Sviðskjarni - rekstrarverkfræði (66 einingar)

 • Rekstur og stjórnun
 • Aðgerðagreining
 • Líkindafræði og slembiferlar
 • Fjármál fyrirtækja
 • Gagnavinnsla
 • Sjálfbærni
 • Hermun
 • Þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði
 • Framleiðslu- og birgðastýring 
 • Reglunarfræði
 • Varmafræði

Valfög - rekstrarverkfræði (30 einingar - 5 fög frjálst val)
Sviðsstjóri eða fastir kennarar sviðsins leiðbeina við val. Eftirfarandi "valpakkar" sýna hvernig hægt er að tvinna saman rekstrarverkfræði og önnur fræðasvið: 


Annað


Birt með fyrirvara um breytingar á námsskipulagi.

MSc-nám

Í framhaldsnámi býðst nemendum kostur á að afla sér sérfræðiþekkingar og hagnýtrar tækniþekkingar. Námið er 120 ECTS og tekur almennt fjórar annir. Fullt nám telst 30 ECTS á önn. Flest námskeið eru 6-8 ECTS.

 • Nemendum stendur til boða að taka annað hvort 30 eða 60 ECTS meistaraverkefni. 
 • Allir nemendur taka námskeiðið samþætt verkefni (14 ECTS).

 • Skiptinám mætti framkvæma á 1., 2. eða 3. önn. 

 • Nemendum stendur til boða að taka starfsnám (14 ECTS) 

Nemendur setja fram einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við umsjónarkennara sinn, ásamt því að sækja skyldukúrsa á viðkomandi áherslusviði.

Hægt er að velja áherslu á stjórnun eða aðgerðagreiningu.

Fyrstu þrjár annirnar

Á fyrstu önn er sjónum beint að magnbundnum aðferðum í námskeiðum um bestun, líkindafræði og gagnanám.

Á annarri og þriðju önn geta nemendur valið námskeið sem fjalla um ýmsar hliðar tæknilegrar stjórnunar og aðferðir við greiningu og lausn verkefna í rekstri.

Á fyrstu þremur önnum má reikna með að nemendur taki að jafnaði þrjú meistarastigs námskeið á hverri önn auk valnámskeiðs sem ætlað er til að auka skilning á rannsóknarefni nemandans.

Rannsóknarverkefni

Á fjórðu önn ljúka nemendur við rannsóknarverkefni sitt og skrifa ritgerð.

Skipulag náms 

Mælt er með eftirfarandi námskeiðum en nemendur geta þó sett saman meistaranám sitt úr öðrum námskeiðum en allir verða að taka þau námskeið sem eru tilgreind í fyrstu töflunni.

Námskeið

  Haust  Vor
Fyrra ár 
 • Bestunaraðferðir 
 • Hagnýt líkindafræði 
 • Gagnanám og vitvélar 
 
 • Samþætt verkefni (12v) (8 ECTS)
 • Samþætt verkefni (3v) (6 ECTS)
 
Seinna ár
 • Valfög/starfsnám/skiptinám/60 ECTS lokaverkefni 
 
 •   30 ECTS lokaverkefni  

Nemandi skal ljúka amk. þremur af eftirtöldum Skilyrtum valfögum í samráði við leiðbeinanda.

Valnámskeið geta verið úr listanum Skilyrt val, önnur ráðlögð valnámskeið, eða námskeið í BS og MS námi í verkfræði, og tengdum greinum að uppfylltum reglum um meistaranám við deildina.

 

Skilyrt val - haust Skilyrt val - vor
Hermun II 3v Nýsköpun og frumkvöðlafræði
Gæðastjórnun 3v Verkefnastjórnun og áætlunargerð
Notkun líkana  
Stjórnun fyrirtækja(nýtt) 12v   
Önnur ráðlögð valnámskeið - haust  Önnur ráðlögð valnámskeið - vor 
Vöruþróun Applied Optimization 
Tímaraðagreining Arðsemimat R-B2 
Orka í iðnaðarferlum Sjálfbær orkukerfi RM5 
Línuleg kvik kerfi Verkfræðilegar bestunaraðferðir
V-757-INTF   Alþjóðafjármál

 T-640-FCTA  Financial Computing Techniques

 V-736-CMLE  Change Man & Leadership V-747-GLEC   Global Economy 
V -737-FMAN    Fin & Man Accounting for Non-Acc            V-716-BPMA Greining og stjórnun viðskiptaferla           
V-755-CORP  Fjármál fyrirtækja V-740-INMA  International Markets
V-716-BUSA  Greining viðskiptagagna  V-743-PEMA  Performance Man, Motivation & Incent 
 V-736-INMA  International Marketing V-784-REK5  Rekstrargreining & viðskiptagreind 
V-732-IHOB   Introduction to HRM and OB  V-745-STRA  Strategic HRM & Metrics 
 V-712-STJO    Strategic Management  I-707-VGBI    Viðskiptagreind
 V-736-ENAR  Uppsetning heildarkerfa V-763-COR2  Þættir í fjármálastjórn fyrirtækja 
 V-853-EQUI   Verðmat fyrirtækja  

 

Inntökuskilyrði

BSc í rekstrarverkfræði

Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. 

Undirbúningur

Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning:  

 • Stærðfræði - 21 einingar (þ.m.t. stæ 503 eða sambærilegt) eða 30 fein, þar af 15 fein á 3. hæfniþrepi*.  Nemandi þarf að þekkja diffrun, heildun og helstu heildunaraðferðir (t.d. innsetningaraðferð og hlutheildun).
 • Eðlisfræði - 6 einingar (þ.m.t. eðl 203 eða sambærilegt) eða 10 fein, þar af 5 fein á 3. hæfniþrepi*.  Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós.
 • Efnafræði - 3 einingar (efn 103 eða sambærilegt) eða 5 fein á 2. hæfniþrepi*

skilgreining mennta- og menningarmálaráðuneytisins á hæfniþrepum

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeim nemendum sem vilja hefja nám í fjármálaverkfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning, til dæmis í stærðfræði og eðlisfræði, er bent á frumgreinanám HR sem er undirbúningsnám fyrir háskóla. Þar er hægt að velja strax áherslulínu fyrir tæknigreinar. Nám til frumgreinaprófs tekur eitt ár.

MSc í rekstrarverkfræði

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi grunngráða í rekstrarverkfræði. Hafi nemandi annan bakgrunn en BSc í rekstrarverkfræði getur viðkomandi þurft að bæta við námskeiðum úr grunnnámi. Í slíkum tilvikum er ætlast til að nemandi klári þessi námskeið á fyrsta námsári sínu.

Getum við aðstoðað?

Sendu skrifstofu tækni- og verkfræðideildar fyrirspurn á netfangið: tvd@hr.is


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef